Síða 1 af 1

Hljóðkort :D

Sent: Þri 22. Júl 2008 20:48
af bernie
Var að velta þvi fyrir mér hvort það sé mikil munur á innbygðu korti og til dæmis svona http://www.computer.is/vorur/7047
Er nokkuð eitthvað vesen ad henda svona korti inní turninn? Ef þið hafið góða reynslu ad öðrum hljóðkortum endilega látið mig vita :D

Re: Hljóðkort :D

Sent: Sun 03. Ágú 2008 17:48
af Hörde
Veltur á hversu góð eyru og hátalara/heyrnartól þú hefur. Sumir heyra engan mun en sjálfum dytti mér ekki í hug að nota innbyggt hljóðkort. Vandinn liggur í því að innbyggð hljóðkort verða fyrir miklum rafmagnstruflunum frá móðurborðinu sem skilar sér í suði í hljóðinu. Sértilgerð hljóðkort eru mun betur einangruð.

Þar fyrir utan er þetta mun meira issjú í tónlist en tölvuleikjum/bíómyndum.