Síða 1 af 1

GTX 260 vs HD4870

Sent: Þri 15. Júl 2008 22:22
af Matti21
Væri endilega til þess að koma af stað smá umræðu hérna um hvort kortið vaktarar eru að mæla með.
Var að skella mér að 24" skjá fyrir stuttu og því miður held ég að 8800GT kortið mitt muni ekki duga mér lengi í 1920x1200 og er því að stefna á að fá mér nýtt skjákort á næstunni.
Í fyrstu var ég nokkuð ákveðinn í að fá mér HD4870 en ég var eiginlega að vona að verðmunurinn á því og GTX 260 yrði meiri svo að þetta yrði í raun ekkert umhugsunarefni en fyrst bæði kortin eru að sigla á 35-40K er ég nokkuð lost á því hvort ég ætti að fá mér.
Þau eru að skora mjög svipað, HD4870 er yfir í sumum leikjum, GTX 260 í öðrum. HD4870 virðist nú vera oftar yfir í þeim greinum sem ég hef lesið en í lang flestum tilvikum munar ekki nema 1-3 römmum/sek á kortunum.
Ég hef aðalega áhyggjur af því hvort að 512MB skjáminni verði kanski ekkert svo mikið eftir 2-3 ár. 8800GTX kom nú með 768MB minni á sínum tíma og ég vill meina að það hafi átt vissan þátt í því hvað það kort hefur ennst lengi. Trúi því alveg að Crysis geti á góðum (eða slæmum :S) degi auðveldlega fyllt 512MB af skjáminni og með leiki eins og Far Cry 2 væntanlega held ég að það sé ekkert að fara að breytast.
Haldið þið að þessi CUDA tækni frá Nvidia hafi eitthvað að segja eða er þetta bara eitthvað sölu-gimmik sem verður síðan aldrei notað? Býður DX10.1 upp á eitthvað rosalega mikið framyfir DX10.
Væri allaveg endilega til í að fá að heyra í fólki hérna. Ódýrast hef ég fundið GTX 260 á 39.500kr hjá kísildal en HD4870 á 33.950 hjá att. Er alveg til í að eyða 40.000 kalli í skjákort ef það þýðir að ég fái kort sem endist mér í ágætis tíma. Hvort kortið munduð þið fá ykkur?

Re: GTX 260 vs HD4870

Sent: Þri 15. Júl 2008 22:43
af stjanij
HD4870 væri það sem ég tæki hiklaust, http://www.anandtech.com/video/showdoc.aspx?i=3341&p=14

Re: GTX 260 vs HD4870

Sent: Fim 17. Júl 2008 11:41
af audiophile
HD4870 alveg hiklaust. Nýju ATI kortin eru bara massagóð og ég myndi ekki fara að miða við að allir leikir verði eins og Crysis í framtíðinni enda hafa framleiðendur leiksins skotið sig í fótinn þar sem þessi leikur seldist afar illa.

Þeir tóku það ráð í stað þess að gefa út patch fyrir Crysis til að betrumbæta hann, að gera bara nýjan leik sem heitir Crysis Warhead, þar sem grafíkin hefur verið stillt til að keyra betur á vélum dagsins í dag.

Kort sem keyra Crysis vel í dag er kort sem eiga eftir að endast lengi. Svo er annað sem ATI kortið hefur framyfir Nvidia er að það kemur hljóð í gegnum HDMI úr kortinu sem er snilld fyrir þá sem tengja tölvuna í LCD sjónvarp.

Re: GTX 260 vs HD4870

Sent: Mið 23. Júl 2008 16:16
af machinehead
HD4870 er að fá betri dóma.

Re: GTX 260 vs HD4870

Sent: Mið 23. Júl 2008 20:09
af TechHead
ATI HD 4870 FTW!!!

Re: GTX 260 vs HD4870

Sent: Fim 24. Júl 2008 17:02
af Runar
Myndi taka ATI 4870 og kaupa Zalman VF1000 viftu á það.. hitnar mun minna og er alveg silent í þokkabót eftir því sem ég hef lesið um það, 4870 kortið hitnar víst rosalega og ef ég man rétt frá því sem ég hef lesið þá heyrist frekar vel í því í fullri vinnslu.

Re: GTX 260 vs HD4870

Sent: Fim 24. Júl 2008 17:19
af mind
http://www.zalman.co.kr/ENG/product/Pro ... sp?Idx=276

Ekki listuð fyrir HD4870 , kælir líklega ekki nóg.

Re: GTX 260 vs HD4870

Sent: Fim 24. Júl 2008 18:24
af Runar
Hún virkar samt, búinn að lesa um það á netinu.. margir sem hafa prófað og það virkar.. leitið bara á google "ati 4870 zalman vf1000" og þið finnið einhverja linka á fyrstu síðunni.

Re: GTX 260 vs HD4870

Sent: Fim 24. Júl 2008 20:07
af MuGGz
ég er með HD4870 með Thermalright HR-03 GT og 120mm viftu

kortið er í um 50°c idle

Re: GTX 260 vs HD4870

Sent: Þri 29. Júl 2008 17:40
af ÓmarSmith
Nvidia for the win,

elvítis bull í ykkur alltaf ;)

Re: GTX 260 vs HD4870

Sent: Þri 29. Júl 2008 19:34
af halldorjonz
ÓmarSmith skrifaði:Nvidia for the win,

elvítis bull í ykkur alltaf ;)


nei

Re: GTX 260 vs HD4870

Sent: Mið 30. Júl 2008 09:05
af Halli25
ÓmarSmith skrifaði:Nvidia for the win,

elvítis bull í ykkur alltaf ;)

Omg omg.... mad mike in da house :)

Re: GTX 260 vs HD4870

Sent: Mið 30. Júl 2008 11:37
af Runar
ÓmarSmith skrifaði:Nvidia for the win,

elvítis bull í ykkur alltaf ;)


Pfft.. gengur ekkert í dag að vera Intel, AMD, nVidia eða ATI fanboy.. does not make sense.. meina eina helgina langar mig í Egils Gull en svo næstu langar mig kannski í Thule! léttöl að sjálfsögðu *hóst* :)

Re: GTX 260 vs HD4870

Sent: Fim 31. Júl 2008 02:19
af machinehead
Runar skrifaði:
ÓmarSmith skrifaði:Nvidia for the win,

elvítis bull í ykkur alltaf ;)


Pfft.. gengur ekkert í dag að vera Intel, AMD, nVidia eða ATI fanboy.. does not make sense.. meina eina helgina langar mig í Egils Gull en svo næstu langar mig kannski í Thule! léttöl að sjálfsögðu *hóst* :)


Drykkjumenn eru alveg eins...

Ég hef alltaf verið Egils Gull fannboy...

Re: GTX 260 vs HD4870

Sent: Fim 31. Júl 2008 12:05
af Skapvondur
En hérna er ekki standard kælingin sem fylgir kortinu nóg, þótt hún sé kannski háfaðasamari? En svona Off-Topic hérna, er ekki standard kælingin sem fylgir E8400 i Tölvuvirkni nóg ef maður sé ekkert að yfirklukka örrann? Og hvaða turn mæliði með, er 500W Centurion 5 ekki alveg nóg? Ein 120 mm og 80 mm vifta?

Re: GTX 260 vs HD4870

Sent: Fös 01. Ágú 2008 16:21
af Gúrú
Skapvondur skrifaði:En hérna er ekki standard kælingin sem fylgir kortinu nóg, þótt hún sé kannski háfaðasamari? En svona Off-Topic hérna, er ekki standard kælingin sem fylgir E8400 i Tölvuvirkni nóg ef maður sé ekkert að yfirklukka örrann? Og hvaða turn mæliði með, er 500W Centurion 5 ekki alveg nóg? Ein 120 mm og 80 mm vifta?



Damn right! :shock:
Jú, þetta er allt nóg, nema að þú ætlir að plugga 5 harða diska í þetta þá er þetta tæpt finnst mér.