Síða 1 af 1

Vantar "thermal pads" á 8800GTX stock-cooler

Sent: Sun 13. Júl 2008 15:42
af techseven
Ég keypti notað 8800gtx sem á hafði verið vatnskæling, en þegar stock-cooler-inn var settur aftur á þá vantaði þessar hitamottur (thermal pads) á minniskubbana og fet-kubbana... Það er nefninlega smá bil á milli kælingar og þessara kubba (þó ekki á örgjöfanum sjálfum). Ég er búinn að lesa mig til og þetta er bara hannað svona, þetta er ekki vitlaust sett saman eða eitthvað svoleiðis.

Kortið frýs alltaf við álag, er einhver sem á svona hitamottur eða veit hvernig er hægt að nálgast þetta hérna heima, eða verð ég að sérpanta þetta....?

Re: Vantar "thermal pads" á 8800GTX stock-cooler

Sent: Sun 13. Júl 2008 15:52
af AngryMachine
Ég lenti í svipuðu vandamáli og niðurstaðan hjá mér varð að ég pantaði pads af ebay. Ég veit ekki um neinn sem að selur þetta hérlendis, það væri helst að þú gætir pillað þetta af einhverju gömlu/dauðu skjákorti.

Re: Vantar "thermal pads" á 8800GTX stock-cooler

Sent: Sun 13. Júl 2008 16:01
af techseven
AngryMachine skrifaði:Ég lenti í svipuðu vandamáli og niðurstaðan hjá mér varð að ég pantaði pads af ebay. Ég veit ekki um neinn sem að selur þetta hérlendis, það væri helst að þú gætir pillað þetta af einhverju gömlu/dauðu skjákorti.


Þannig að kortið þitt var í fínum gír eftir að þú settir þessi pads á?

Ætti þetta ekki að virka fyrir mig:?

http://www.sidewindercomputers.com/shpc.html

Re: Vantar "thermal pads" á 8800GTX stock-cooler

Sent: Sun 13. Júl 2008 17:06
af AngryMachine
Passa sig á því bara að padsin séu nógu þykk. Bilið milli heatsinksins og minniskubbanna getur verið alveg >1mm á sumum kortum, þannig að mjög þunn pads, eins og í linkinn hér fyrir ofan, munu ekki fylla bilið. Þunn pads virka hinsvegar á GPUið þar sem að það ætti að vera í beinni snertingu við heatsinkið.

Re: Vantar "thermal pads" á 8800GTX stock-cooler

Sent: Sun 13. Júl 2008 23:01
af techseven
AngryMachine skrifaði:Passa sig á því bara að padsin séu nógu þykk. Bilið milli heatsinksins og minniskubbanna getur verið alveg >1mm á sumum kortum, þannig að mjög þunn pads, eins og í linkinn hér fyrir ofan, munu ekki fylla bilið. Þunn pads virka hinsvegar á GPUið þar sem að það ætti að vera í beinni snertingu við heatsinkið.


Heyrðu þetta er alveg rétt hjá þér, þessi pads eru bara 130 micron á þykkt, eða 0.13 mm!!

Takk fyrir ábendinguna. Ef ég er óþolimóður, þá skelli ég mér bara í dalinn er við kísil er kenndur og fæ mér massa aftermarket kælingu :D

http://www.kisildalur.is/?p=2&id=632