Síða 1 af 1
vandræði með brennslu fyrir mp3 bílaspilara
Sent: Fim 03. Júl 2008 11:19
af ingaslynga
Ég var að brenna mp3 lög á CD. Ég hafði lögin aðallega í folderum en nokkur fyrir utan.
Ég er búin að prófa að spila diskinn í tveimur mismunandi tölvum og þar virkaði hann. Hinsvegar er ég búin að prófa hann í tveimur bílum með mp3 geislaspilara og þar virkar þetta ekki baun. Spilararnir í bílunum eru ekki af sömu gerð.
Hvað getur verið að ? Þarf ég að loka diskinum á einhvern spes hátt til að bílaspilararnir skilji hann? Má ég ekki vera með öll lögin í folderum ?
Re: vandræði með brennslu fyrir mp3 bílaspilara
Sent: Fim 03. Júl 2008 11:52
af einzi
Held að málið sé bara að lesa bæklinginn sem er með spilaranum ef hann er til ... svo er bara að prófa sig áfram. Veit að með mp3 spilaranum í toyota hilux mátti ekki vera multisession á disknum og honum varð að vera lokað. en það mátti hafa foldera og löng skráarheiti .. en stundum kom fyrir að ef að bitrate á laginu var óvenjulegt þá spilaðist það hratt eða hægt

Prófaðu bara að brenna nokkra mismunandi diska og sjá hvað virkar
Re: vandræði með brennslu fyrir mp3 bílaspilara
Sent: Fim 03. Júl 2008 13:46
af DaRKSTaR
held ég hafi svarið við þessu.
þú ert að nota bara innbygða skrifaraforritið í windows ekki satt?. var vandamál hjá mér, ég náði mér loks í nero burning rom og þá virkaði þetta fínt.
Re: vandræði með brennslu fyrir mp3 bílaspilara
Sent: Fim 03. Júl 2008 13:50
af ingaslynga
Jú, ég var að nota innbyggða forritið í Windows. Ég prófa Nero eða eitthvað skárra í kvöld !
Re: vandræði með brennslu fyrir mp3 bílaspilara
Sent: Fim 03. Júl 2008 14:43
af Viktor
Farðu bara á
http://www.download.com og leitaðu að cd burning
Re: vandræði með brennslu fyrir mp3 bílaspilara
Sent: Fim 03. Júl 2008 14:59
af ManiO
Held að það séu einhver frí forrit fyrir tónlistardiska hérna:
viewtopic.php?f=7&t=12576
Re: vandræði með brennslu fyrir mp3 bílaspilara
Sent: Fim 03. Júl 2008 19:07
af Blackened
http://www.filehippo.com eru með helllling af fríum forritum sem að geta gert flestallt sem að þig langar til

finnur pottþétt eitthvað sem þú getur notað þar

Re: vandræði með brennslu fyrir mp3 bílaspilara
Sent: Fös 04. Júl 2008 09:59
af ingaslynga
Jæja, þetta gekk með Nero !
Fann samt ekki í fljótu bragði Nero fyrir Vista en ég á líka vél með XP sem ég notaði bara í staðinn.