Síða 1 af 1

Slökkvivesen

Sent: Mið 02. Júl 2008 16:47
af Frussi
Jæja, það virðist sem að í hvert skipti sem ég bý til nýjan þráð hér þá er það til að fá hjálp við vandamálum :lol:

En núna er þetta frekar undarlegt. Ég var að lana um síðustu helgi og allt í fína en svo þegar ég kem heim og tengi tölvuna og kveiki á henni þá slökknar bara á henni aftur eftir svona 10-30 sek, ekkert á neinum ákveðnum stað í startupinu, bara einhverstaðar :? . Hefur einhver lent í einhverju svipuðu eða veit lausn? Þetta er svona 2 og hálfs árs tölva en eins og ég segi þá er alltaf eitthvað vesen með hana :x

Re: Slökkvivesen

Sent: Mið 02. Júl 2008 16:57
af Arnarr
Ég giska á hitavandamál, örugglega bara einhver snúra sem hefur farið í einhverja viftu og fest hana á meðan að þú varst að fara með tölvuna aftur heim...

Re: Slökkvivesen

Sent: Mið 02. Júl 2008 17:31
af Frussi
Ég er búinn að athuga það og samkvæmt viftustýringunni minni þá er hitinn undir 30°C allstaðar í kassanum :?

Re: Slökkvivesen

Sent: Mið 02. Júl 2008 17:40
af Frussi
Þetta er komið í lag :D Örgjörvaviftan var bara laus :lol:

Re: Slökkvivesen

Sent: Mið 02. Júl 2008 17:42
af Allinn
Ég hef lent í nákvæmelga sama veseninu. Málið var það að chipsetið var að ofhitna! Mælirinn minn mældi hann á 76,8°C.



En gott að þú komst þessu í lag:)

Re: Slökkvivesen

Sent: Fim 03. Júl 2008 00:24
af Gúrú
Nákvæmlega sama vandamál nema það var hardware, einu sinni opnaði ég mirc, fékk blue screen instantly og eftir það gat ég ekki haft tölvuna kveikta í 1 mín+ vegna BSOD, lét þá í kísildal endursetja upp alla vélina, prófaði aftur að opna mirc, BSOD aftur og næstu 3 startup líka, lagaði sig eftir það.

MIRC er eitthvað sem ég get ekki runnað á tölvunni mini :shock: