Síða 1 af 1

Nýju ATI HD4800 kortin

Sent: Fim 26. Jún 2008 11:58
af audiophile
Var að velta fyrir mér hvenær t.d. 4870 kortið kemur hingað í verslanir?

Þessi kort eru víst massagóð fyrir minni pening en Nvidia.

http://enthusiast.hardocp.com/article.h ... VzaWFzdA==

Re: Nýju ATI HD4800 kortin

Sent: Fim 26. Jún 2008 12:45
af notendanafn
4850 kortið er allavegna komið í dalinn.
http://kisildalur.is/?p=2&id=778


En já, þetta lúkkar mjög vel. Og frábær afköst miðað við verð.

Re: Nýju ATI HD4800 kortin

Sent: Fim 26. Jún 2008 15:31
af audiophile
Ætla að fá mér 4870 frekar ;)

Vona bara að það kosti ekki mikið yfir 30kall.

Re: Nýju ATI HD4800 kortin

Sent: Fim 26. Jún 2008 15:45
af mind
4870
Líklegt að það byrji að birtast í búðum í næstu eða þarnæstu viku.
En þá bara Sapphire (reference kort með límmíða frá AMD)

Myndi giska verðið yrði kringum 40þús

Re: Nýju ATI HD4800 kortin

Sent: Fim 26. Jún 2008 17:25
af audiophile
Úff 40k er dáldið mikið.

Kortið er $299 MSRP úti.

Heimska veika króna. :?

Re: Nýju ATI HD4800 kortin

Sent: Fim 26. Jún 2008 17:33
af mind
Það er nú fleira en krónan :)

299 x 80 = 23.920,- * 1,245 = 29.780
Þá áttu eftir sendingarkostnað, tollkostnað sem allir þurfa borga(nema maður geti smyglað þessu)

Og þá er ennþá eftir ábyrgð og þjónusta.

Vefverslun gæti eflaust náð þessu niður í 35þús.

Re: Nýju ATI HD4800 kortin

Sent: Fim 26. Jún 2008 18:12
af audiophile
Já 35-36 er kannski nærri lagi ef skoðað er 4850 kortið sem er $199 MSRP og 26kall hérna.

Svo vænti ég þess að búðir hérna séu ekki að kaupa kortin á verði úr búð í USA heldur heildsöluverði.

Re: Nýju ATI HD4800 kortin

Sent: Fim 26. Jún 2008 19:39
af Selurinn
4850 kostar 24.900 í Tölvutek.

Fæ minnimáttarkennd með mín Crossfiruð 3870 kort þegar ég sá benchið á 4850 kortinu. Alveg svaðalegt.....

Re: Nýju ATI HD4800 kortin

Sent: Fim 26. Jún 2008 21:48
af audiophile
4850 er að gera flotta hluti, en það sem kemur mest á óvart er að 4870 er oft að scora hærra en GT260 kortið sem kostar $100 meira.

Re: Nýju ATI HD4800 kortin

Sent: Fim 26. Jún 2008 22:22
af SolidFeather
GTX200 serían er flopp miðað við HD4800