Síða 1 af 1
WD Raptor 74gb - smá basl með uppsetningu á XP
Sent: Fim 29. Maí 2008 12:01
af ledurmadur
Nú keypti ég mér Western Digital Raptor 74gb 10.000 snúninga disk, ætlunin var að skipta út 500gb Seagate Barracuda S-ATA disk.
Ég var með XP á þessum 500gb og langaði að kaupa mér einhvern góðan disk sem "stýrikerfisdisk" og fannst Raptorinn sniðugur í það, svo var pælingin að nota 500gb Seagate-inn sem gagnadisk.
Nú er ég í vandræðum með að koma XP á Raptorinn, Bios-inn er að pikka hann upp, ekkert mál, sé hann líka í Windows Setup-inu.
Ég get formattað diskinn þar, sett inn eitthvað af XP-inu en þegar hún restartar sér þá vill hún ekki lengra (þ.e. klárar ekki setup-ið).
Hún frýs á XP boot screen-inum og er steindauð. Þegar ég restarta þá heldur hún stundum áfram að setja upp XP, hef náð að klára setupið tvisvar.
En þótt ég nái að klára setup-ið þá frýs hún ALLTAF þegar hún ætlar að boota up XP (boot screen með XP logoinu og svona blátt drasl að hreyfast)...
Þetta eru SPEC-arnir á tölvunni:
MSI Socket 775 P35 NEO3 Móðurborð (Intel Chipset P35)
Intel Core2Duo E6600 CPU
Fortron 400W ATX2.2 aflgjafi, 12cm vifta
4gb Vinnsluminni (4x1gb)
Nvidia Geforce 8600 GT skjákort (512mb)
WD Raptor 74gb 10k rpm HDD (S-ATA)
Seagate Barracuda 500gb 7.2k rpm HDD (S-ATA)
Pioneer DVD/DVD-RW Geisladrif
Getur verið að PSU (aflgjafinn) sé ekki nógu sterkur fyrir 10.000 snúninga Raptorinn?
Getur verið að ég þurfi að installa RAID driverum (í XP uppsetningu) til að fá diskinn til að boota upp?
Ég skil það ekki því nú var ég með SATA disk í tölvunni fyrir sem XP disk, það svínvirkaði. Reyndar var ég með einn 200gb IDE disk líka tengdan.
Veit einhver hvað ég þarf að gera til að þetta virki?
Re: WD Raptor 74gb - smá basl með uppsetningu á XP
Sent: Fim 29. Maí 2008 12:54
af Darknight
hvaða útgáfa af xp er þetta? service pack semsagt..
Re: WD Raptor 74gb - smá basl með uppsetningu á XP
Sent: Fim 29. Maí 2008 13:00
af ledurmadur
takk fyrir svarið...
ég er með XP Pro (með service pack 1)
prufaði fyrst með þessum disk XP+SP1 = virkaði ekki
þá prufaði ég að slipstream-a þennan, með SP3 + SATA/RAID driverum sem voru á MSI heimasíðunni... = virkaði ekki
þannig að ég er svoldið að skíta á mig hérna... langar að fá þetta í lag.
Gæti reyndar verið að ég sé að klúðra einhverjum BIOS stillingum...
Dettur þér eitthvað í hug?
Re: WD Raptor 74gb - smá basl með uppsetningu á XP
Sent: Fim 29. Maí 2008 13:10
af beatmaster
Ég myndi prufa að setja fail-safe default stillingar á BIOS-inn hjá þér og prufa svo uppsetningu frá grunni með bara Raptor HDD-inn tengdan og sjá hvernig það gengur

Re: WD Raptor 74gb - smá basl með uppsetningu á XP
Sent: Fim 29. Maí 2008 13:16
af ledurmadur
takk fyrir svarið beatmaster...
prufa þetta eftir vinnu og læt vita hvort það virkar.
Annars þigg ég góð róð með þökkum, er til í að prufa hvað sem er til að þetta drasl virki.
Er enginn sem heldur að PSU (aflgjafinn) sé alltof lítill hjá mér?
Ég var með einhvern skíta PSU sem fylgdi kassanum, hann gaf sig fyrir nokkrum vikum og þá fór ég í tölvulistann
og fékk þennan Fortron 400W ATX2.2, hann er nátturulega svívirðilega ódýr en spurning með hvort hann sé alltof aumur greyið.
Re: WD Raptor 74gb - smá basl með uppsetningu á XP
Sent: Fim 29. Maí 2008 13:28
af mind
4gb minni ? Rífðu nokkra kubba út og prufaðu aftur.
Þú ert væntanlega nota nlite til að eiga við windows xp installið, mundu að ekki skrifa á of miklum hraða og notaðu góða diska. Ekki einhverjar BT/Elko glasamottur.
Ef windows xp finnur diskinn án þess að þurfa driver , best að hafa það þannig. Annars er í fína að bæta honum bara við á xp install diskinn.(það er betra en að loada af floppy)
Ef ekkert af því virkar:
Aftengja allt nema sem verður að vera tengt
Ertu að keyra diskinn af venjulegum eða raid controller ? (eru yfirleitt 2)
PSU ætti ekki að vera of lítill og fortron er einn af risunum í orkugjöfum svo ólíklegt að hann orðsaki þetta.
Re: WD Raptor 74gb - smá basl með uppsetningu á XP
Sent: Fim 29. Maí 2008 13:38
af Darknight
þetta er reyndar orðið rosalega rosalega tæpt með powersupplyið, prófaðu amk að taka hinn diskinn úr þegar þú setur hana upp næst
Re: WD Raptor 74gb - smá basl með uppsetningu á XP
Sent: Fim 29. Maí 2008 13:47
af ledurmadur
4gb minnið hefur virkað hingað til, ég setti upp XP á þennan 500gb SATA disk til að byrja með án vandræða.
Prufa að taka tvo kubba úr til öryggis...
Annars hef ég haft bara skjákortið, dvd/cd drifið, og Raptor diskinn tengdan í. ekkert annað.
Windows finnur diskinn, þannig að þetta hlýtur að vera BIOS stillingar atriði... best að prufa FAILSAFE DEFAULT stillingarnar og sjá síðan hvað gerist.
Ég er ekki að nota RAID, eða hef allavega ekki verið að reyna það hingað til, er það eitthvað sem er betra? Þarf maður það til að geta nýtt þessa 10.000 snúninga?
Varðandi PowerSupplyið, þá hef ég bara haft þetta fyrrnefnda tengt, þ.e. DVD + Skjákort + HDD ekkert annað... það hlýtur að duga fyrir þetta
ég tók meira að segja nokkrar viftur úr sambandi líka...
Re: WD Raptor 74gb - smá basl með uppsetningu á XP
Sent: Fim 29. Maí 2008 14:23
af ManiO
RAID kemur þér ekkert við í þessum pælingum, þeas bara með einn disk.
Það sem mér dettur í hug er tvennt, gallaðir diskar og/eða geisladrifið að gefa sig (linsan á laserinum skítug eða rispuð t.d.).
Getur pott þétt fengið geisladrif lánað hjá einhverjum félaga þínum t.d.
Re: WD Raptor 74gb - smá basl með uppsetningu á XP
Sent: Fim 29. Maí 2008 14:48
af mind
[quote="ledurmadur"]4gb minnið hefur virkað hingað til, ég setti upp XP á þennan 500gb SATA disk til að byrja með án vandræða.
Prufa að taka tvo kubba úr til öryggis...
Annars hef ég haft bara skjákortið, dvd/cd drifið, og Raptor diskinn tengdan í. ekkert annað.
Windows finnur diskinn, þannig að þetta hlýtur að vera BIOS stillingar atriði... best að prufa FAILSAFE DEFAULT stillingarnar og sjá síðan hvað gerist.
Ég er ekki að nota RAID, eða hef allavega ekki verið að reyna það hingað til, er það eitthvað sem er betra? Þarf maður það til að geta nýtt þessa 10.000 snúninga?
Varðandi PowerSupplyið, þá hef ég bara haft þetta fyrrnefnda tengt, þ.e. DVD + Skjákort + HDD ekkert annað... það hlýtur að duga fyrir þetta
ég tók meira að segja nokkrar viftur úr sambandi líka...[/quote]
Það er ólíkegt að þetta sé BIOS.
Ég var meira forvitinn hvort diskurinn væri tengdur við RAID controllerinn eða bara venjulega SATA controller í tölvunni. Vegna þess að þegar windows xp ræsir sér þá á það til að endurhlaða inn vissa drivera til að fá fullan stuðning og þá gæti þetta mögulega komið fyrir ef það væri vitlaust driver. Svo ef sata snúran úr disknum fer í rautt tengi á móðurborðinu gætirðu viljað prufað annað svart(eða öfugt) þó það sé ekki nema bara til öryggis.
Hafðu það samt í huga að eins og þú segir virkaði allt fínt áður.
Eina sem hefur breyst er geisladiskurinn og aflgjafinn. Aflgjafinn er ólíklegur sökudólgur og þá er bara eftir geisladiskurinn eða drifið.