Síða 1 af 1

Tvær spurningar.

Sent: Mán 26. Maí 2008 17:56
af Kobbmeister
  1. Ég þarf að ná í mikið af gögnum af gömlu tölvunni minni (ca. 260 GB) og inná þessum harða disk sem að þessi gögn eru er líka stýrikerfið á gömulu tölvunni.
    það var trojan vírus í stýrikerfinu og það var "lánað" af netinu, og harði diskurinn er tvískiptur IDE.
    svo spuringin er þessi hvort er sniðugara að copya allt af honum með flakkara eða einhvað þannig og formatta í tölvunni eða setja hann í box og tengja hann við tölvuna og copya allt af honum þannig og formatta?


  2. Í nýju tölvunni minni heyrist einher svona skrýtin "brak hljóð" sem að eru búin að vera frá fyrsta degi og þetta er farið að vera soldið pirrandi.
    Tegundin er Samsung Spinpoint 500GB SATA2.
    Svo spurngin er þessi er þetta eðlilegt eða einhvað sem að er bilað í honum?

    Ég er búinn að eyga tölvuna í mesta lagi í einn og hálfan mánuð.

Byðst afsökunar á öllum stafsetningarvillum

Re: Tvær spurningar.

Sent: Mán 26. Maí 2008 20:35
af TechHead
1. Ef þú ætlar að nota diskinn áfram í nýju vélinni þá er náttla best að skrúfa hann beint í, passa að allar antivirus varnir í stýrikerfinu hjá þér séu up to date og afrita kvikindið.
Ef þetta er diskur sem þú ætlar að kasta þá hengiru hann bara við box.

2. Kemur þetta brak hljóð samhliða því þegar HDD er í teljanlegri vinnslu ?

Re: Tvær spurningar.

Sent: Mán 26. Maí 2008 21:03
af axyne
þegar ég splæsti á nýja tölvu þá fékk ég mér sama harða disk og þú.

Skipti honum fljótlega út fyrir WD þar sem ég þoldi ekki hávaðan frá Samsung disknum vinnslu.

Re: Tvær spurningar.

Sent: Þri 27. Maí 2008 14:23
af Kobbmeister
TechHead skrifaði:1. Ef þú ætlar að nota diskinn áfram í nýju vélinni þá er náttla best að skrúfa hann beint í, passa að allar antivirus varnir í stýrikerfinu hjá þér séu up to date og afrita kvikindið.
Ef þetta er diskur sem þú ætlar að kasta þá hengiru hann bara við box.

2. Kemur þetta brak hljóð samhliða því þegar HDD er í teljanlegri vinnslu ?


ok ss á ég þá að skrúfa diskinn í því ég ætla mér að eyga hann.

og þetta hljóð er alltaf í gangi og ég er bara með einn HDD inní tölvunni

EDIT: er ekkert vandamál að setja hann í tölvuna þótt hann er tvískiptur(og þarf ég ekekert að stilla jumperinn?)

EDIT: skiptir ekki máli er búinn að redda þessu :D(má henda/læsa/loka what ever)