Síða 1 af 1
Með að uppfæra fartölvu..
Sent: Mán 26. Maí 2008 00:53
af hallizh
Ég er með þennan grip hérna og langar svolítið að geta notað hana í leiki. Borðtölva kemur ekki til greina þar sem budgetið er lítið og ég þarf að hafa vél í skólann.
Ég er að nota þessa vel hér ---->
http://www.ciao.co.uk/Acer_Aspire_5684WLMi__6551298#productdetailEr einhver möguleiki að uppfæra skjákortið í þessum grip?
Ekki nógu ánægður með það, er að reyna að ná að spila Age of conan(þarf engin hörku gæði, bara ágætis fps).
Öll svör eru vel þegin, nema þau sem benda mér á ruslið í þessari tölvu, ég veit allt um það.
Takk

Re: Með að uppfæra fartölvu..
Sent: Mán 26. Maí 2008 01:02
af IL2
Ég held að það sé svo að segja ómulegt. Er skjákortið ekki innbyggt á móðurborðinu? Hvað ertu með í minni? Er kortið ekki 128 og getur farið í 256 meðþví að taka af vinnsluminninu. Ef þú stækkar það á tölvan þá ekki auðveldara með leikina? Mér fróðari menn gata örugglega svarað því.
Re: Með að uppfæra fartölvu..
Sent: Mán 26. Maí 2008 01:06
af hallizh
Takk fyrir svarið!
IL2 skrifaði:Er kortið ekki 128 og getur farið í 256 meðþví að taka af vinnsluminninu.
Væri fínt ef einhver gæti bent mér á hvernig þetta er gert.

Re: Með að uppfæra fartölvu..
Sent: Mán 26. Maí 2008 10:22
af Halli25
Það er aldrei hægt að uppfæra skjákort á fartölvum nema þá að fá sér skjákort i docku sem er ennþá á frumstigi. Eina sem þú getur gert er að uppfæra minnið og skipta um harðdisk.
Re: Með að uppfæra fartölvu..
Sent: Mán 26. Maí 2008 11:19
af ManiO
faraldur skrifaði:Það er aldrei hægt að uppfæra skjákort á fartölvum nema þá að fá sér skjákort i docku sem er ennþá á frumstigi. Eina sem þú getur gert er að uppfæra minnið og skipta um harðdisk.
Var það samt ekki hægt á einhverri fáránlegri Alienware tölvu?
Re: Með að uppfæra fartölvu..
Sent: Mán 26. Maí 2008 14:04
af hallizh
Takk fyrir svörin, helvíti er þetta samt slæmt. Ætli maður skelli sér þá ekki bara á borðtölvu á næstunni. Takk aftur.
Re: Með að uppfæra fartölvu..
Sent: Mán 26. Maí 2008 17:34
af Halli25
4x0n skrifaði:faraldur skrifaði:Það er aldrei hægt að uppfæra skjákort á fartölvum nema þá að fá sér skjákort i docku sem er ennþá á frumstigi. Eina sem þú getur gert er að uppfæra minnið og skipta um harðdisk.
Var það samt ekki hægt á einhverri fáránlegri Alienware tölvu?
Fáranlegt er lykilorð

Man samt ekki eftir að hafa séð þá vél en í 99.9% tilvika er það ekki hægt.
Re: Með að uppfæra fartölvu..
Sent: Mán 26. Maí 2008 17:55
af ManiO
faraldur skrifaði:Fáranlegt er lykilorð

Man samt ekki eftir að hafa séð þá vél en í 99.9% tilvika er það ekki hægt.
Batterís endingin var svona í mesta lagi 15 mínutur, voru með borðtölvu örgjörva, minni og ef ég man rétt borðtölvu skjákort. 17" skjár og sennilega álíka þykk

Of latur til að tjékka hvort ég finni þetta núna en hver veit hvað morgundagurinn ber með sér í skaut.
Re: Með að uppfæra fartölvu..
Sent: Mán 26. Maí 2008 20:31
af TechHead
Alienware vélarnar notuðust við útgáfu af MXM staðlinum sem Dell og Quanta voru fyrstir til að gera garðinn frægann með.
Meira hér:
http://en.wikipedia.org/wiki/MXMhttp://www.mxm-upgrade.com/