Síða 1 af 1

Aulaspurning 2

Sent: Mið 21. Maí 2008 00:38
af IL2
Ég er með skjákort sem er ekki með NEINA kælingu. Það er í augnablikinu í HTPC tölvunni hjá mér og spilar bara sjónvarpsefni og netið. Hvað þarf ég öfluga kælingu á það? Viftu eða er kæliblokk nóg?

Re: Aulaspurning 2

Sent: Mið 21. Maí 2008 00:59
af hsm
Það hlýtur nú að vera einhver kæling á því :?:
Hvernig skjákort er þetta?

Re: Aulaspurning 2

Sent: Mið 21. Maí 2008 01:02
af DoofuZ
Mæli með því að þú prófir að keyra SpeedFan, gætir séð hitastigið á kortinu þar. Ef hitinn sést þar og það er enginn rosalegur hiti á því þá þarftu ekkert að hafa áhyggjur.

Re: Aulaspurning 2

Sent: Mið 21. Maí 2008 10:01
af mind
Ekki nein kæling = brennur yfir á innan við mínótu.

Undir miðlungs skjákort geta yfirleitt keyrt 2d með bara kæliblokk - hægt að sjá með öllu gömlu medion tölvurnar, viftan er alltaf ónýt á skjákortinu samt gengur tölvan í 2d vinnslu.

Ef tölvan notar hinsvegar skjákortið í einhverskonar alvöru vinnslu(3d) þarftu örugglega viftu.

Það er svosem ekkert stórmál ef að skjákort ofhitnar. Yfirleitt drepur vélin bara á sér eða gefur þér bluescreen með nv4disp.dll error.(ef það er nvidia)

Veistu hvernig skjákort þetta er ?

Re: Aulaspurning 2

Sent: Mið 21. Maí 2008 12:09
af Allinn
Það hlýtur að vera kæliplata á því bara með enga viftu. Hvernig skjákort ertu annars með?

Re: Aulaspurning 2

Sent: Mið 21. Maí 2008 14:37
af Darknight
thetta er 5600 sem eg gaf honum, viftan er onyt a thvi, er s.s. med enga kaelingu. eg skruadi onytu viftuna meira segja af.

Re: Aulaspurning 2

Sent: Mið 21. Maí 2008 15:46
af Allinn
Þá verðuru að kaupa nýja viftu.

Re: Aulaspurning 2

Sent: Mið 21. Maí 2008 16:21
af beatmaster
Darknight skrifaði:thetta er 5600 sem eg gaf honum, viftan er onyt a thvi, er s.s. med enga kaelingu. eg skruadi onytu viftuna meira segja af.
Skrúfaðirðu viftuna af kæliplötunni eða skrúfaðirðu kæliplötuna af með viftunni á?

Re: Aulaspurning 2

Sent: Fim 22. Maí 2008 10:47
af IL2
Jæja, það er búið að hanga í gangi í 10 mínútur á netrápi og ekki brunnið yfir. Það er ENGINN kæling á því sem stendur nema flæðið í gengum kassann. Ég er að hugsa um að kaupa einhverja ódýra viftu með kæliplötu og nota bara kæliplötuna. Eina álagið á þessu korti verður að spila videó yfir í sjónvarpið.

Ég er ekki besti maður í heimi í Speed Fan en held að ég sjái engar hitatölur yfir kortið. Jú, líklega 29 eða 30 gráður á því á að vera á netinu. Á eftir að prufa þyngri vinnslu.