Síða 1 af 1

Hreinsun á örgjörva og kælingu...

Sent: Þri 20. Maí 2008 17:46
af DoofuZ
Ég er enn að vesenast með móðurborð sem ég tók úr Medion kassa og þarf víst enn og aftur að taka kælingu af örgjörva, hreinsa krem af og setja nýtt lag af gumsinu á, ekki bara útaf hitavandamáli heldur líka vegna þess að kælingin var ekki alveg nógu þétt við örgjörvan þar sem ég festi hana víst ekki nógu vel á (bara asnalegar festingar) :roll:

Ég hef hingað til bara notað Aceton og wc pappír til að hreinsa kremið af en nú var ég að spá í að breyta aðeins til hins betra. Ég keypti um daginn 1 lítra af Isopropyl (var ekki til í minna magni :roll:) og hef ætlað mér að nota það í að hreinsa kremið af almennilega, en svo keypti ég líka einhverja svona microfibre 100% polyester tusku, er það ekki bara gott stöff?

Hef samt smá áhyggjur af því hvort það muni takast í þetta sinn að gera kælinguna nógu góða, búinn að skipta um kremlag amk. tvisvar núna, en ég held að aðal vandamálið séu rispur sem eru undir kælingunni og á örgjörvanum :? Þær eru reyndar ekkert rosalegar og aðalega bara á kælingunni en samt... :| Kem kannski með nærmyndir af flötunum eftir hreinsun.

Re: Hreinsun á örgjörva og kælingu...

Sent: Mið 21. Maí 2008 19:48
af DoofuZ
*BÖMP*

Var svo að takast það loksins að taka heatsink af Geforce4 Ti4200 skjákorti sem ég ætla mér að nota í þessari tölvu en ég var búinn að vera að dunda mér við það að undanförnu að reyna að losa það af :-k Mesta vesenið hafði verið að þrýsta tveimur plast festingum upp undir kortinu en ég á ekki neitt nógu gott tól til að nota á það. Tókst svo loksins þegar ég setti kortið bara á flatan flöt, eitt gamalt geisladrif, og þrýsti svo á þar sem ein plastfestingin var og þá poppaði heatsinkið af :)

Núna er ég s.s. að spá varðandi þetta kort og þessa kælingu hvort það sé ekki örugglega rétt hjá mér að ég get líka notað þetta Isopropanol á það til að þrífa og svo bara sama krem? Er annars með svona Arctic Cooling MX-2 krem :8)

Svo er ég hér með eina mynd af heatsinkinu en mér finnst það líta svoldið út eins og kortið hafi brunnið yfir eða eitthvað :? Síðast þegar ég var með tölvuna í gangi með þessu korti þá var hitinn á því í kringum 50°C. Þarf ég kannski annað heatsink?

Re: Hreinsun á örgjörva og kælingu...

Sent: Fös 23. Maí 2008 17:09
af mind
Lítur illa út.

Persónulega myndi ég rusla skjákortinu og fá mér annað.

Re: Hreinsun á örgjörva og kælingu...

Sent: Fös 23. Maí 2008 19:42
af DoofuZ
Nýtt? Veit það nú ekki... þetta kort er nú fjandi fínt og synd og skömm að farga því bara útaf hálfónýtri kælingu :? Ætla bara að dunda mér eitthvað með að reyna að þrífa heatsinkið, efast þó að það þýði eitthvað vegna þess hve illa það lítur út og hve illa það hefur gengið að þrífa það :| Er svo að spá í að verða mér bara úti um annað svona heatsink eða eitthvað :roll:

Re: Hreinsun á örgjörva og kælingu...

Sent: Lau 24. Maí 2008 03:25
af Darknight
geforce 4 ti er natturulega bara snillt :p

passardu ekki chipset viftu eda heatsync a kortid? eg thekki ekki munstrid a kaelingunni a geforce 4 ti, enn var snillt a thessum tima var yfirleitt einhver einn standard i gangi a kaelingu thannig folk gaeti gert vid hana eda baett hana

Re: Hreinsun á örgjörva og kælingu...

Sent: Mið 28. Maí 2008 00:10
af DoofuZ
Já, ég skoðaði aðeins hvað væri til hjá tölvubúðunum og fann eina góða frá König á computer.is en sú kæling er gerð fyrir fjölmörg skjákort og þar á meðal þetta sem ég er með. Einhver sem hefur prófað svona kælingu? Kannski sniðugara að kaupa eitthvað annað eins og t.d. þessa frá Vantec eða kannski þessa frá Zalman?

Hér er svo ein góð mynd af svona korti án kælingarinnar (mitt kort er rautt, annars bara nákvæmlega eins) :)
VC_front_closeup.jpg
Geforce 4 Ti4200 án kælingar
VC_front_closeup.jpg (134.67 KiB) Skoðað 2031 sinnum

Re: Hreinsun á örgjörva og kælingu...

Sent: Mán 09. Jún 2008 14:59
af °°gummi°°
Hver er annars reynslan hjá mönnum af Medion tölvum - sé að hér eru allvega tveir - ég var sjálfur að fá eina í hendurnar sem var komin í drasl. 3Ghz s775 tölva sem var einu sinni búin að koma í gjörgæslu til mín áður en núna var móðurborðið dautt og ekkert hægt að gera. Ég var ekkert sérlega impressed með þessa tölvu, diskar hengdir á 2 skrúfum, hluti af media-bracket ekki tengdur og fl.
Hafið þið góða reynslu, eða eruð þið í svipuðum málum?

Re: Hreinsun á örgjörva og kælingu...

Sent: Mán 09. Jún 2008 15:43
af lukkuláki
°°gummi°° skrifaði:Hver er annars reynslan hjá mönnum af Medion tölvum - sé að hér eru allvega tveir - ég var sjálfur að fá eina í hendurnar sem var komin í drasl. 3Ghz s775 tölva sem var einu sinni búin að koma í gjörgæslu til mín áður en núna var móðurborðið dautt og ekkert hægt að gera. Ég var ekkert sérlega impressed með þessa tölvu, diskar hengdir á 2 skrúfum, hluti af media-bracket ekki tengdur og fl.
Hafið þið góða reynslu, eða eruð þið í svipuðum málum?



Æi Medion hefur alltaf verið eitthvað svo glatað svona rétt eins og Fiat :twisted:

Hef gert við nokkrar Medion vélar og þær hafa svo sem aldrei verið neitt sérstaklega mikið verri en annað tölvudótarí
ég allavega minnist þess ekki, ég er núna reyndar "stoltur" eigandi Medion fartölvu sjálfur sem ég skipti um móðurborðið í um daginn.
Svakalegur hávaði í viftunum í henni drasssssl.

Re: Hreinsun á örgjörva og kælingu...

Sent: Mán 09. Jún 2008 17:06
af beatmaster
Mín persónulega reynsla af Medion móðurborði er ekki góð, keypti það notað og ég náði aldrei að fá innbyggða hljóðkortið til að virka og gekk það þannig í 2 mánuði, svo dóu PS2 tengin á því og það virkaði þannig í mánuð og svo drapst usb-ið og loks hætti tölvan að boot-a (giska á að agp bus-inn hafi framið sjálfsmorð því að allir hinir vinirnir voru látnir)

Samt er þetta framleitt af MSI, þeir virðast bara hirða ruslið af gólfinu í verksmiðjunni, stimpla það MEDION OEM og senda það til þýskalands, ég get engan veginn mælt með þessu nema til að hlæja að #-o

Re: Hreinsun á örgjörva og kælingu...

Sent: Mán 09. Jún 2008 17:10
af lukkuláki
beatmaster skrifaði:Mín persónulega reynsla af Medion móðurborði er ekki góð, keypti það notað og ég náði aldrei að fá innbyggða hljóðkortið til að virka og gekk það þannig í 2 mánuði, svo dóu PS2 tengin á því og það virkaði þannig í mánuð og svo drapst usb-ið og loks hætti tölvan að boot-a (giska á að agp bus-inn hafi framið sjálfsmorð því að allir hinir vinirnir voru látnir)

Samt er þetta framleitt af MSI, þeir virðast bara hirða ruslið af gólfinu í verksmiðjunni, stimpla það MEDION OEM og senda það til þýskalands, ég get engan veginn mælt með þessu nema til að hlæja að #-o



Já svona eins og INTEL gera, hirða ruslið af gólfinu í verksmiðjunni, stimpla á það CELERON og selja það ódýrara. :P

Re: Hreinsun á örgjörva og kælingu...

Sent: Fös 12. Sep 2008 19:01
af jonsig
af hverju halda lífi í eeeld gömlu Gfti korti þetta er ekki einu sinni 4600 kort ! og viftan sem þú ætlar að splæsa í þetta er örugglega 100x verðmætari en kortið sjálft .

og talandi um Medion framleitt af MSI þá vill ég bara við bæta að MSI eru þekktir fyrir gæða vörur en maður hefur séð andskotans rusl frá þeim líka ég persónulega hef ekki verslað við þá síðan ég keypti NX6600 kort frá þeim á 40Þúsund kall í den .. það var conflict kort dauðans . og drullusokkarnir hjá fúskararnir hans ásgeirs neituðu að endurgreiða mér það þó þeir hafi komist að sömu niðurstöðu .. .þeas það virkaði ekki með neinum forritum nema nokkrum undantekningum og hentu í mig 7k reikning

en ég get sætt mig við það að ég hef valdið tölvulistanum 100x meira tjóni á móti með að "auglýsa" þá

Re: Hreinsun á örgjörva og kælingu...

Sent: Lau 13. Sep 2008 00:03
af DoofuZ
jonsig skrifaði:af hverju halda lífi í eeeld gömlu Gfti korti þetta er ekki einu sinni 4600 kort ! og viftan sem þú ætlar að splæsa í þetta er örugglega 100x verðmætari en kortið sjálft .

Ég er reyndar eftir allt saman ekki að fara að nota það kort þar sem ég komst að því um daginn að móðurborðið er með PCI-Express rauf en ekki AGP eins og þetta kort er :oops: En ég mun samt mjög líklega prófa kælinguna á þessu korti og skella því í eina gamla tölvu hjá mér (450 mhz tölva eða eitthvað í þeim dúr :roll:). Mér finnst það nú engin rosa sóun á pening að borga rétt undir 2000 fyrir svona kælingu, sérstaklega þar sem ég mun nota það í gamla vél en ekki einhverja töluvert öflugri. Ætla að kaupa mér 1gb skjákort í aðalvélina mína einhverntíman á næstu mánuðum og þá fer 256mb kortið mitt (sjá undirskrift) í þessa tölvu í staðinn :8)