Ég er enn að vesenast með móðurborð sem ég tók úr Medion kassa og þarf víst enn og aftur að taka kælingu af örgjörva, hreinsa krem af og setja nýtt lag af gumsinu á, ekki bara útaf hitavandamáli heldur líka vegna þess að kælingin var ekki alveg nógu þétt við örgjörvan þar sem ég festi hana víst ekki nógu vel á (bara asnalegar festingar)

Ég hef hingað til bara notað Aceton og wc pappír til að hreinsa kremið af en nú var ég að spá í að breyta aðeins til hins betra. Ég keypti um daginn 1 lítra af Isopropyl (var ekki til í minna magni

) og hef ætlað mér að nota það í að hreinsa kremið af almennilega, en svo keypti ég líka einhverja svona microfibre 100% polyester tusku, er það ekki bara gott stöff?
Hef samt smá áhyggjur af því hvort það muni takast í þetta sinn að gera kælinguna nógu góða, búinn að skipta um kremlag amk. tvisvar núna, en ég held að aðal vandamálið séu rispur sem eru undir kælingunni og á örgjörvanum

Þær eru reyndar ekkert rosalegar og aðalega bara á kælingunni en samt...

Kem kannski með nærmyndir af flötunum eftir hreinsun.
Gigabyte GA-MA790FXT-UD5P, AMD Phenom II X4 955 @3.2Ghz, 2 x 4gb Corsair Vengeance DDR3 @1600mhz LP, EVGA Geforce GTX 760, Seagate Barracuda 500gb, 20x Sony DVDRW, TT Big Typhoon og 700W Tagan BZ allt í Cooler Master Stacker kassa með 55" Philips HDTV :]