Síða 1 af 1

Núna vantar mig hjálp frá ykkur frábæra fólkinu

Sent: Þri 06. Maí 2008 14:45
af wixor
Hæ,

Ég er að hugsa um að fara kaupa mér Antec Fusion Media Center.
Mig langar að fá að vita hvort það sé eitthvað betra þarna úti/svipað/kostina og gallana við þetta. Og mátt líka bæta
við hvað þér finnst vera úber töff við þetta eða jafnvel hvað þér finnst sökka ef svo er. Mig vantar í raun bara góð ráð.

Síðan langar mig að vita Antec Fusion Media Center VS Gamli góði sjónvarpsflakkarinn hvort er betra og hvers vegna?
Ef svo færi að ég myndi kaupa þetta þá langar mér að fá góð ráð varðandi íhlutina sem maður setur í kassann. Ég veit
maður þarf að kaupa ýmislegt í þetta bara langar að spyrja ykkur þarf maður einhverja spes viftu t.d. eða álíka?

Ég tek það fram ég á mjög öfluga tölvu sem ég keypti hjá tölvutækni sem mér finnst vera fyrirtæki með mjög góða þjónustu!
Mæli með ef þig vantar tölvu að kíkja þangað... Enn núna vantar mér aðstoð frá ykkur frábæra fólkinu hérna.

Risa TAKK fyrir hjálpina!

Re: Núna vantar mig hjálp frá ykkur frábæra fólkinu

Sent: Þri 06. Maí 2008 20:05
af Gúrú
[Notandi laminn í klessu og upp í hann troðið þythokkípökk]

Re: Núna vantar mig hjálp frá ykkur frábæra fólkinu

Sent: Þri 06. Maí 2008 23:48
af wixor
Það þarf ekki að svara öllum spurningunum...

Það væri bara fínt að fá comment á þetta. Hvað fólki finnst um Antec Fusion Media Center VS Gamla sjónvarpsflakkarann ...

Kærar þakkir frábæra fólk þarna úti :)

Re: Núna vantar mig hjálp frá ykkur frábæra fólkinu

Sent: Mið 07. Maí 2008 10:06
af olla
????

Re: Núna vantar mig hjálp frá ykkur frábæra fólkinu

Sent: Mið 07. Maí 2008 10:26
af ManiO
Gúrú og olla, bæði þessi innlegg eru gjörsamlega tilgangslaus.


En wixor, t.d. kostur HTPC umfram flakkara er að getað haft tölvuna nettengda og náð í þætti og myndir beint inn á tölvuna.

Varðandi íhlutina þá er sniðugast að fá sér viftulaust skjákort ásamt þess að fá sér hljóðláta kælingu á örgjörvan. Einnig er mikilvægt að passa að allir íhlutirnir passi inn í kassann.

Einnig geturu spáð í Mac Mini sem lausn.

En Tölvutækni er svo með uppsettar tölvur í þessum kassa sem þú ert hrifinn af,
http://tolvutaekni.is/product_info.php? ... cts_id=782
http://tolvutaekni.is/product_info.php? ... cts_id=919

Re: Núna vantar mig hjálp frá ykkur frábæra fólkinu

Sent: Mið 07. Maí 2008 12:50
af IL2
Hugver á kassa líka sem er með USB tengingarnar á hliðinni í stað framaná eins og á Vantech kassanum. Hann er reyndar með minni aflgjafa. Ég var að sjá grein á Anandatec þar sem hann notaði stóran kassa í staðin fyrir lítin til að koma fyrir stærri viftum.

Re: Núna vantar mig hjálp frá ykkur frábæra fólkinu

Sent: Mið 07. Maí 2008 14:47
af wixor
Kærar þakkir.

Ég var áðan í tölvutækni að kynna mér þetta nánar og ég verð bara að segja ég er ánægður með þjónustuna og viðmótið hjá þeim.

Fleirum er velkomið að koma með ábendingar. Antec Fusion Media Center VS Gamli sjónvarpsflakkarinn, kostir og gallar...

Re: Núna vantar mig hjálp frá ykkur frábæra fólkinu

Sent: Mið 07. Maí 2008 15:37
af hagur
Að mínu mati eru kostirnir við HTPC umfram sjónvarspflakkara aðallega þessir:

* HTPC spilar ALLT (svo framarlega sem hún er nægilega öflug). Endalaust hægt að sækja auka filters og codecs ef uppá vantar.
* Þú getur spilað leiki í HTPC, svo framarlega sem þú ert með sæmilegt hardware í henni
* Endalausir notkunarmöguleikar, getur t.d látið hana keyra torrent client, og ef þú ert með almennilegan HTPC frontend, t.d MediaPortal, þá eru möguleikarnir endalausir (Plugins, skins).

Kostir dedicated flakkara umfram HTPC:
* Smærri, eflaust minni rafmagnsnotkun og minni hávaði

Mér dettur ekkert annað í hug í fljótu bragði. Ég er sjálfur með HTPC heima hjá mér og myndi aldrei skipta henni út fyrir sjónvarpsflakkara.

Ég hef reyndar verið að pæla í sjónvarpsflakkara til að hafa inn í hjónaherbergi við sjónvarpið sem er þar, því þetta er auðvitað minna vesen en dedicated HTPC.

Re: Núna vantar mig hjálp frá ykkur frábæra fólkinu

Sent: Mið 07. Maí 2008 21:47
af wixor
hagur,

Kærar þakkir fyrir innleggið! Ég var mjög ánægður að sjá þetta frá þér.

Re: Núna vantar mig hjálp frá ykkur frábæra fólkinu

Sent: Mið 07. Maí 2008 23:53
af IL2
Það er kanski spurning um það ef maður ætlar að spila leiki hvort maður þurfi þá ekki stærri (Hærri) kassa en Antec kassan útaf hita. En það fer þá náttúrulega líka eftir þeim leikjum sem maður vill spila.

Re: Núna vantar mig hjálp frá ykkur frábæra fólkinu

Sent: Fim 08. Maí 2008 18:52
af hagur
Ef ég held áfram ....

Það virðist sem Intel Core 2 Duo örgjörvinn sé vinsælastur í HTPC vélar um þessar mundir ef marka má umræðurnar á http://www.avsforum.com. Ég myndi því fá mér eitthvað fínt Intel móðurborð, Core 2 Duo örgjörva og a.m.k 2gb í minni. Ef þú hyggst spila Bluray/HD-DVD myndir í vélinni, þá þarftu auðvitað slíkt drif, og þar að auki þá viltu geta off-lódað decoding af örgjörvanum yfir á skjákortið. Flest, ef ekki öll NVidia og ATi skjákort af nýju og næst-nýjustu kynslóðum eru með prýðilegt hardware decoding fyrir Bluray og HD-DVD. T.d NVidia 8800GT og 8800GTS (G92), og jafnframt nýja 9xxx serían. ATi megin, þá myndi ég skoða Radeon 3850HD eða 3870HD. Hversu öflugt skjákort þú velur fer svo eiginlega eftir því hve mikið þú ætlar að spila leiki í vélinni. Einnig þarf að taka tillit til viftuhávaða og hitamyndunar, það er þessi fína lína þar sem þarf að finna.

Ef þú ætlar þér að horfa á sjónvarp í vélinni og taka upp, þá þarftu auðvitað sjónvarpskort. Þar held ég að bestu kortin séu Hauppauge PVR 150/350/500.

Annars held ég að þessar tilbúnu HTPC vélar sem Tölvutækni er að selja séu mjög góðar, a.m.k geturðu notað þær sem grunn og bætt við/breytt eftir þínum þörfum. Þær hefðu t.d gott af öflugra skjákorti uppá leikina að gera.

Gangi þér vel!

Re: Núna vantar mig hjálp frá ykkur frábæra fólkinu

Sent: Fim 08. Maí 2008 21:21
af IL2
Atugaðu að 250/350 Haupage kortin eru eldri hönun en 150 kortið. 500 kortið eru tvö 150 kort í einu þannig að þú getur bæði tekið upp og horft á sjónvarp í einu. Haupage og Leadtech kortin virðast vera vinsælust á þessari síðu

http://www.tv-cards.com/index.php

Re: Núna vantar mig hjálp frá ykkur frábæra fólkinu

Sent: Sun 11. Maí 2008 21:08
af wixor
Djíííí....

Þið eruð alveg frábærir kærar þakkir...

Hvernig eru gæðin haldið þið ef maður tekur sjónvarpskort með og tekur upp úr TV?

Kannski fáránleg spurning enn bara spyr :)