Vesen með hita
Sent: Fim 01. Maí 2008 20:48
Ég er búinn að setja eina tölvu saman, tók móðurborð og aflgjafa úr litlum asnalegum Medion kassa og setti í annan kassa. Svo tók ég eina góða kassaviftu og setti á örgjörvakælinguna sem er bara svona venjuleg stock kæling, fannst viftan sem var á svoldið hávær, en í leiðinni setti ég nýtt lag af kremi á örgjörvan og líka á norðurbrúnna (eins og sjá má í öðrum þræði hér frá mér). Og svo er ég núna kominn með XP í gang á vélinni og síðan keyrði ég Speedfan en hér fyrir neðan er mynd af því og ég hef smá áhyggjur af hitastiginu þarna. Þarf ég kannski að setja kremið betur á eða er kannski bara best að ég kaupi betri örgjörvakælingu?
Er svo að fara að reyna að finna uppfærslu fyrir BIOSinn, það er eitthvað svo takmarkað hvað er hægt að stilla og svoleiðis sem kemur reyndar á óvart því þetta er nokkuð fínt móðurborð. Þetta er MS-7046 móðurborð með Pentium 4 3ghz duo core örgjörva og 512mb minni
Er svo að fara að reyna að finna uppfærslu fyrir BIOSinn, það er eitthvað svo takmarkað hvað er hægt að stilla og svoleiðis sem kemur reyndar á óvart því þetta er nokkuð fínt móðurborð. Þetta er MS-7046 móðurborð með Pentium 4 3ghz duo core örgjörva og 512mb minni
