Síða 1 af 1
Rosalegur verðmunur á DVD+R
Sent: Fim 01. Maí 2008 19:44
af OverClocker
Er allt í lagi hjá sumum fyrirtækjum í dag?
Verðmunur á hæsta og lægsta verði á DVD+R 16x 25stk í spindle er 2.705 krónur !!!!!!!
Start.is 1.290
Tölvuvirkni 1.960
Computer.is 1.990
Tölvutækni 1.990
Att.is 2.950
Tölvutek 3.490
Tölvulistinn 3.790
Elko 3.995
Ég hefði nú búist við að Elko væru ódýrastir út af verðverndinni þeirra???!!!
Re: Rosalegur verðmunur á DVD+R
Sent: Fim 01. Maí 2008 20:05
af zedro
OverClocker skrifaði:Ég hefði nú búist við að Elko væru ódýrastir út af verðverndinni þeirra???!!!
Tjah tæknileg séð eru þeir með sama verð og Start. Held að ég leggji leið mína í elko og fái 2705kr afslátt

Re: Rosalegur verðmunur á DVD+R
Sent: Fös 02. Maí 2008 09:10
af OverClocker
Þú færð reyndar líka 10% auka afslátt af mismuninum.
"Ef kaupandi finnur vöru keypta af seljanda ódýrari annars staðar innan 30 daga frá reikningsdagsetningu getur hann fengið mismuninn endurgreiddan í peningum og 10% af mismuninum að auki."
Re: Rosalegur verðmunur á DVD+R
Sent: Fös 02. Maí 2008 09:32
af lukkuláki
OverClocker skrifaði:Þú færð reyndar líka 10% auka afslátt af mismuninum.
"Ef kaupandi finnur vöru keypta af seljanda ódýrari annars staðar innan 30 daga frá reikningsdagsetningu getur hann fengið mismuninn endurgreiddan í peningum og 10% af mismuninum að auki."
Á þetta ekki bara um þær vörur sem eru auglýstar undir heitinu
"Verðvernd" ? eða eitthvað svoleiðis.
Þetta á ekki við um allar vörur sem þeir eru með. Er það ?
Vantar ekki bara að
Vaktin taki inn þessar CD/DVD keilur í dálkinn ýmislegt.
Re: Rosalegur verðmunur á DVD+R
Sent: Fös 02. Maí 2008 09:37
af Halli25
ok förum að reikna aðeins... stef gjöld á DVD diskum er 50 kr. per disk. 25x50 gerir 1.250 bara stefgjöld á þessu svo er einhver að svindla á stefgjöldum hérna?
Re: Rosalegur verðmunur á DVD+R
Sent: Fös 02. Maí 2008 09:53
af blitz
Usss!
Ekki segja
Re: Rosalegur verðmunur á DVD+R
Sent: Fös 02. Maí 2008 10:58
af ManiO
faraldur skrifaði:ok förum að reikna aðeins... stef gjöld á DVD diskum er 50 kr. per disk. 25x50 gerir 1.250 bara stefgjöld á þessu svo er einhver að svindla á stefgjöldum hérna?
Er það ekki þannig samt að maður á að fá þau endurgreitt ef maður er ekki að nota diskana í t.d. að gera afrit af eigin gögnum sem koma stefgjöldum ekkert við? Ef svo er, þá er þetta svo sem ekki svindl heldur bara auðvelda almennum neytanda á fá réttlátt verð.
Re: Rosalegur verðmunur á DVD+R
Sent: Fös 02. Maí 2008 13:57
af Pandemic
4x0n skrifaði:faraldur skrifaði:ok förum að reikna aðeins... stef gjöld á DVD diskum er 50 kr. per disk. 25x50 gerir 1.250 bara stefgjöld á þessu svo er einhver að svindla á stefgjöldum hérna?
Er það ekki þannig samt að maður á að fá þau endurgreitt ef maður er ekki að nota diskana í t.d. að gera afrit af eigin gögnum sem koma stefgjöldum ekkert við? Ef svo er, þá er þetta svo sem ekki svindl heldur bara auðvelda almennum neytanda á fá réttlátt verð.
gangi þér vel að endurheimta þessi gjöld.
Re: Rosalegur verðmunur á DVD+R
Sent: Fös 02. Maí 2008 14:24
af ManiO
Já, gæti vel trúað að erfitt væri að fá pening aftur frá þessu "yndislega" fyrirbæri STEF. Enda ef maður metur sinn tíma sem verðmæti held ég að EF að manni tækist að ná að fá endurgreitt þá væri maður samt í mínus...