[quote="Matti21"][quote="mind"]Ef ástæðan fyrir því að fá sér frekar 1x 500gb en 1TB disk er sú að það sé hættulegt að hafa einn risa disk með öllum gögnunum á þá er alveg eins hægt að nota þá ástæðu að ef hann er síðan með 2x 500gb diska þá sé helmingi líklegra að diskur bili þar sem hann sé með 2 í stað 1 disks. Að kaupa smærri diska er ekki lausn við gagnatapi! Að gera afrit hvort sem maður gerir það sjálfur eða með einhverskonar raid stæðu er lausn!
Hvað varðar að hljóðvinnsla sé hraðvirkar á Quad Core
Ef forritið er gert fyrir Quad core = quad hraðvirkara
Ef forritið er ekki gert fyrir quad core = quad core hægvirkara
http://www.tomshardware.com/charts/cpu- ... 218%2C1311http://www.studioauditions.com/proaudio ... tingID=920Ef þú vilt segja Excelram sé eitthvað slakara en GEIL(sem er heldur ekki þekkt á íslandi) þá er æskilegt að vera með einhvern samanburð á þeim.
430W er alveg fínt nóg ef hann er með dual core , kannski þarf hann meira ef hann er með quad core.
8800GT 512 - 250W MAX (9800GTX 270 W MAX)
E8400 108 W MAX
Móðurborð 50W (+/- eftir borði)
Geisladrif 10W
harður diskur 10W
Samtals 428W í versta falli við verstu skilirði.[/quote]
Skil ekki hvernig þú færð það út að bilanatíðnin tvöfaldist ef keyptir eru tveir diskar. Ef líkurnar á því að harður diskur bili eru 30%, eru þá 120% líkur á að einn diskur bili ef ég kaupi fjóra? Nei, þær eru (30 *4)/4= 30%. Plús það að ef einn diskur af fjórum bilar þá tapa ég aðeins brot af gögnunum mínum en ekki [u]öllu.[/u]
Lang flest stærstu upptökuforritin eru orðin multi-core, þ.e.a.s geta nýtt sér eins marga kjarna og tölvan hefur upp á að bjóða, og í langflestum tilvikum er maður með fleira en eitt forrit opið í einu þegar verið er að vinna að hljóðvinnslu. Margir kjarnar ásamt "Set Affinity" valmöguleikanum í Task manager nýtast mannig mjög vel þar.
GeIL er einn af topp minnisframleiðendunum í dag. Kom td. mjög vel út í [url=http://spjall.vaktin.is/viewtopic.php?f=40&t=14155]minnisprófi Yank[/url] í fyrra.
Minni er eitthvað sem er ekki sniðugt að reyna að spara á og það hlítur að vera góð ástæða fyrir því að Excelram sé svona mikið ódýrara en td. corsair, geil eða kingstone.
Og ég sagði aldrei að 430W væru ekki nóg ég sagði bara að þau væru lítið upp á framtíðina...[/quote]
Líkkindareikningur er ekki svona einfaldur eins og þú vilt gefa til kynna. Ég sagði að þá væri helmingi líklegra að diskur bili.
Og það er alveg rétt, það er líklegra að það bili diskur þegar þú ert með 2x 30% bilanalíkur en 1x 30% bilanalíkur.
Það sem ég átti einfaldlega við er að það að fá sér marga litla diska leysir ekki gagnatapsvandamál þar sem stærri diskar eru ekki sérstaklega með meiri bilanatíðni en minni diskar.
Nefndu þá þessi stærsti upptökuforrit og fræddu okkur um hvar þetta nýtist.
Hvað minnið varðar
http://ramlist.ath.cx/ddr2/Svo getur hver gert upp við sig hvaða framleiðanda hann vill kaupa markaðssetninguna af.
(micron D9 minnin eru víst talin best)
Takið eftir því t.d. að noname brandið super talent er eiginlega alltaf með Micron.
Vildi bara sýna reikninginn bakvið að hann þyrfti ekki stærri orkugjafa svo hann héldi möguleikanum á 430W ef hann vildi hann frekar.