Síða 1 af 1

Hjálp, hljóðið í tölvunni er farið.

Sent: Fös 11. Apr 2008 01:49
af Dazy crazy
Hjálp.

Já eins og stendur í titlinum þá er hljóðið í tölvunni farið, og ég lét það óvart komast undan.
Ég er búinn að prufa að endurformatta tölvuna og ýmislegt en hljóðið bara er úti. Þegar ég tengi hátalara kemur ekki þetta venjulega popup um það.

Þetta er innbyggt hljóðkort.

Re: Hjálp, hljóðið í tölvunni er farið.

Sent: Fös 11. Apr 2008 11:31
af lukkuláki
Dazy crazy skrifaði:Hjálp.

Já eins og stendur í titlinum þá er hljóðið í tölvunni farið, og ég lét það óvart komast undan.
Ég er búinn að prufa að endurformatta tölvuna og ýmislegt en hljóðið bara er úti. Þegar ég tengi hátalara kemur ekki þetta venjulega popup um það.

Þetta er innbyggt hljóðkort.


Það vantar bara rétta driverinn ... sennilega
áttu diskinn með móðurborðinu? Þetta er á honum

Re: Hjálp, hljóðið í tölvunni er farið.

Sent: Fös 11. Apr 2008 13:52
af Turtleblob
Dazy crazy skrifaði:Já eins og stendur í titlinum þá er hljóðið í tölvunni farið, og ég lét það óvart komast undan.


Er verið að tryggja sig gegn einhverjum bröndurum eða?

Re: Hjálp, hljóðið í tölvunni er farið.

Sent: Fös 11. Apr 2008 14:36
af Dazy crazy
Já, ég á driverinn og setti hann upp strax eftir að ég formattaði og ekkert virkaði, eyddi honum og setti upp aftur en ekkert virkar.

Turtleblob: nei þetta er brandari.

Það er niðri í stikunni til hægri high definition audio sem er driverinn eins og venjulega en hann virðist ekki koma með popupinn þegar ég tengi eitthvað hljóðdrasl.

Re: Hjálp, hljóðið í tölvunni er farið.

Sent: Þri 15. Apr 2008 20:56
af Dazy crazy
Ég er búinn að installa hljóðdriverunum 2svar sinnum uppá nýtt en hljóðið bara kemur ekki.

Getur verið að eitthvað í biosnum hafi einhver áhrif á þetta?

djöfull núna virkar ekki entertakkinn á lyklaborðinu (nota þennan hjá numpad)

Re: Hjálp, hljóðið í tölvunni er farið.

Sent: Mið 16. Apr 2008 21:11
af Dazy crazy
betra upp með póstinn

Er enginn sem getur hjálpað mér með þetta vandamál, þarf nánari lýsingu?

Re: Hjálp, hljóðið í tölvunni er farið.

Sent: Mið 16. Apr 2008 21:32
af Cikster
Mæli með að þú grafir upp bæklinginn sem fylgdi með móðurborðinu og kíkir inn í bios. Alveg möguleiki að þurfi eitthvað að breyta stillingu þar (sérstaklega ef þú hefur þurft að resetta bios eftir slæma yfirklukkun).