Síða 1 af 1

Loksins loksins loksins Solid state HDD

Sent: Fös 04. Apr 2008 09:50
af lukkuláki
http://www.pcpro.co.uk/news/183714/intels-shock-entry-into-hard-disks.html#

Jæja loksins komin hreyfing á hlutina og nú fara solid state hörðu diskarnir að koma (hafa verið til hjá computer.is á ofurverði)
þá ætti verðið að lækka, eftir því sem samkeppni eykst og framleiðendum fjölgar.

Tilkoma þessara diska ætti að fækka verulega data loss og þvílíku veseni utan þess að þetta er algerlega hljóðlaust.

Ég hef sett nokkra sérpantaða solid state diska í vélar í vinnunni og þvílík snilld. En þetta er dýrt.

Vonandi bara kemur þetta sem fyrst og á mannsæmandi verði.

Re: Loksins loksins loksins Solid state HDD

Sent: Fös 04. Apr 2008 10:43
af einzi
Var ekki SSD komið í airbook makkann? heyrði líka af því að SSD hafi valdið mönnum vandræðum í gegnumlýsingartækinu þar sem enginn diskur var sjáanlegur þá héldu menn að þetta væri "device" en ekki tölva

Re: Loksins loksins loksins Solid state HDD

Sent: Fös 04. Apr 2008 21:51
af ManiO
einzi skrifaði:Var ekki SSD komið í airbook makkann? heyrði líka af því að SSD hafi valdið mönnum vandræðum í gegnumlýsingartækinu þar sem enginn diskur var sjáanlegur þá héldu menn að þetta væri "device" en ekki tölva


Macbook Air er kominn á lista yfir leyfilega hluti hjá tilheyrandi stofnun í BNA, þannig að það á ekki lengur að vera vandamál.

Re: Loksins loksins loksins Solid state HDD

Sent: Mið 09. Apr 2008 19:43
af Gúrú
Bíddu, hvað gerðist þá, ef þetta var tekið sem "device"?

Var þér ekki leyft í gegn með þetta eða?

Re: Loksins loksins loksins Solid state HDD

Sent: Mið 09. Apr 2008 19:59
af ManiO
Gúrú skrifaði:Bíddu, hvað gerðist þá, ef þetta var tekið sem "device"?

Var þér ekki leyft í gegn með þetta eða?


http://www.macnn.com/articles/08/03/10/ ... confusing/


Einnig má nefna að Lenovo eru að koma með vél sem verður í harðri samkeppni við Macbook Air, X200 sem verður með 11" skjá. Er reyndar kominn 13,3" sem er með DVD brennara og SSD, kallast X300. Persónulega myndi ég frekar fá mér þær ef ég væri að leitast eftir lítilli vél og taka áhættuna á að skella upp Linux.