Síða 1 af 1
Sjónvarpshýsing
Sent: Lau 29. Mar 2008 21:48
af w.rooney
Veit einhver hvort að það kosti himinn og haf að gera við þessa sjónvarpsflakkara , einn svoleiðis fór í gólfið hjá mer og displayið fór í köku á honum og kemur ekkert upp , hvorki í tölvu eða sjónvarpi gerist ekki neitt nema að það kviknar ljós á hýsingunni .. held samt að diskurinn virki þvi að ég heyri að hann keyrist upp.
Er ekki bara hagstæðara að fá ser einn ódyrann í staðinn fyrir að láta gera við þetta dót ?
Þetta er tvix spilari sem að var ekki svo dýr á sinum tíma ..
Re: Sjónvarpshýsing
Sent: Lau 29. Mar 2008 22:15
af GuðjónR
Ég myndi afskrifa hann.

Re: Sjónvarpshýsing
Sent: Sun 30. Mar 2008 01:09
af w.rooney
en hvernig er að kaupa þessa flakkara fra frændum okkar í USA .. er 13% tollur + vsk á þessu eða eitthvað meira .. er ekki eins kerfi í hörðum diskum og tv-flökkurum og hjá okkur ?
Re: Sjónvarpshýsing
Sent: Sun 30. Mar 2008 12:51
af mind
Ef ég man rétt er það mun meira en 13% , held það sé 30% tollur á þessu.
Lögunum var breytt svo sjónvarpsflakkarar færu í dýrari flokk.
Re: Sjónvarpshýsing
Sent: Sun 30. Mar 2008 18:11
af GuðjónR
mind skrifaði:Ef ég man rétt er það mun meira en 13% , held það sé 30% tollur á þessu.
Lögunum var breytt svo sjónvarpsflakkarar færu í dýrari flokk.
Um að gera að pína sauðsvartan almúgan aðeins meira!
Re: Sjónvarpshýsing
Sent: Sun 30. Mar 2008 21:18
af mind
Sko GuðjónR við skulum bara hafa það á hreinu að ef við almúginn(héreftir nefnt fátæka fólkið) borgar ekki brúsann af svona hlutum þá þarf fína fólkið(ríka fólkið) að gera það!
Og það vita allir að leiðin til valda er að lofa almúganum öllu(sem yfirleitt kemur sér illa fyrir ríkt fólk) og standa svo ekki við neitt af því(sem yfirleitt kemur sér vel fyrir fína fólkið).
Ég held það sé líka verið að leggja skatt á "monitora", semsagt skjái án tv-tuner til að koma í veg fyrir að fólk flytji þá inn til að þurfa ekki borga skattmann þessi 32% fyrir tv-tunerinn í sjónvarpinu sem maður notar ekki lengur.
Re: Sjónvarpshýsing
Sent: Sun 30. Mar 2008 21:21
af GuðjónR
mind skrifaði:Sko GuðjónR við skulum bara hafa það á hreinu að ef við almúginn(héreftir nefnt fátæka fólkið) borgar ekki brúsann af svona hlutum þá þarf fína fólkið(ríka fólkið) að gera það!
Og það vita allir að leiðin til valda er að lofa almúganum öllu(sem yfirleitt kemur sér illa fyrir ríkt fólk) og standa svo ekki við neitt af því(sem yfirleitt kemur sér vel fyrir fína fólkið).
Ég held það sé líka verið að leggja skatt á "monitora", semsagt skjái án tv-tuner til að koma í veg fyrir að fólk flytji þá inn til að þurfa ekki borga skattmann þessi 32% fyrir tv-tunerinn í sjónvarpinu sem maður notar ekki lengur.
So true !
Re: Sjónvarpshýsing
Sent: Lau 05. Apr 2008 13:45
af w.rooney
en er eitthvað örðuvísi "úsendingar" eða format á BNA flökkrum eða fra evrópu .. s.s get ég horft á flakkara fra BNA í sjónvarpinu mínu ?
Re: Sjónvarpshýsing
Sent: Lau 05. Apr 2008 17:02
af Xyron
Bandaríkin nota sjónvarpsstaðal sem heitir NTSC en evrópa notar(á flestum stöðum) PAL kerfið.. allir flakkarar sem ég notað bjóða upp á þann valmöguleika að skipta á milli PAL og NTSC
Svo er spurning með það hvort það séu til einhverjir flakkarar sem eru læstir á eitthvað ákveðið kerfi? hef ekki ennþá séð slíkan flakkara, en þori ekki að lofa hvort þeir séu til..