Síða 1 af 1
Móðurborð og hátalarakerfi
Sent: Sun 23. Mar 2008 22:09
af pulsar
Þegar ég uppfærði þá hef ég ekki fengið hátalarakerfið mitt (
http://is.europe.creative.com/products/ ... duct=10321 ) til að virka fullkomnlega, fæ ekki side speakers til að virka með 8CH í Audio input n output settings.
En þeir virka þó ef ég breyti stillingum, en þá koma þeir í staðinn fyrir bak hátalarana.
Ég hélt að þetta væri bara stillingaratriði en svo virðist ekki vera, þetta virkaði flott með creative hljóðkortinu sem ég var með á undan þessari tölvu, ég á það ennþá en ég á ekki að þurfa að nota það..
Enda er þetta Realtek HD hljóðkort, þrælfínt en hvað er málið samt?
Sent: Sun 23. Mar 2008 23:41
af ÓmarSmith
Getur verið að þú notir MIC tengið fyrir hluta af þessum hátölurum ?
Mig minnir að á innbyggðu kortunum hafi þetta verið e-ð skítamix.
Sent: Fim 27. Mar 2008 19:31
af pulsar
ÓmarSmith skrifaði:Getur verið að þú notir MIC tengið fyrir hluta af þessum hátölurum ?
Mig minnir að á innbyggðu kortunum hafi þetta verið e-ð skítamix.
Held ég þurfi að nota creative hljóðkort fyrir þetta, virðist vera eina lausnin, búinn að prufa allt.
Og þetta eru 4 snúrur í boxið, og þrjár út.. semsagt í hljóðkortið (Græni=Front|appelsínuguli=Subw og Center|svarti=bak og side.. en virka bara annaðhvort side eða bak, ekki bæði).. botna ekki alveg í því. Virkaði fínt með creative kortinu
Flókið dæmi..
Re: Móðurborð og hátalarakerfi
Sent: Fös 28. Mar 2008 08:30
af mind
Mig minnir þetta sé rétt hjá Omarsmith.
Það var eitthvað skítamix inní software hjá Realtek til að láta MIC vera síðasta output.
Re: Móðurborð og hátalarakerfi
Sent: Fim 29. Maí 2008 12:55
af pulsar
Ekki enn búinn að finna úr þessu..
Re: Móðurborð og hátalarakerfi
Sent: Fim 29. Maí 2008 13:19
af mind
XP eða VIsta ?
Re: Móðurborð og hátalarakerfi
Sent: Fim 29. Maí 2008 14:24
af ManiO
Búinn að setja upp driver fyrir kortið?
Á DFI borðinu mínu þá kemur upp melding þegar ég plögga snúru í inntak um hvað sé verið að tengja.
Re: Móðurborð og hátalarakerfi
Sent: Fös 30. Maí 2008 21:19
af pulsar
XP og það kemur líka melding hjá mér.
Re: Móðurborð og hátalarakerfi
Sent: Lau 31. Maí 2008 12:57
af mind
Byrjum á software því það er líklegra.
Farðu í litla rauða hátalarann niðri hægra horninu

Realtek HD Audio Manager
Veldu Audio I/O
Smelltu á play hnappinn og athugaðu hvort það kemur úr öllum hátölurunum.
Ef það virkar allt þá ætti þetta vera Windows/Forrit
Ef þú færð ekki úr öllum þá er þetta vitlaust tengt eða vitlaus driver.