Síða 1 af 1

[LEYST!] Harðdiskavesen í "nýrri" vél með Windows

Sent: Lau 15. Mar 2008 22:26
af hagur
Sælir,

Var að setja upp nýjan server hérna heima, sem er nokkurra ára gömul P4 vél. Setti upp á hana Windows Server 2003.

Gamli "serverinn" minn var með Windows 2000 professional. Ég tók svo aðaldiskinn úr henni og ætlaði að nota sem aukadisk í nýju vélinni en nýja vélin sá diskinn bara sem óformattaðan, þ.e hann kom upp í disk managment service sem óformattaður diskur. Ég prufaði að henda honum aftur í gömlu vélina til að double checka og hann var alveg í lagi þar.

Svo er ég með external USB 2.0 disk, sem ég plöggaði í nýja serverinn og viti menn, hann kemur líka bara upp sem unformatted í disk management service og sést ekki í my computer ....

Ég hélt að málið væri kannski eitthvað USB vesen á nýju vélinni, en fyrst að hinn IDE-tengdi diskurinn hegðaði sér líka svona, hvað getur þá málið verið?

Nota bene, ég prufaði að tengja USB diskinn við lappann minn sem er með Windows XP og þar virkaði hann fínt líka.

Allir eru diskarnir formattaðir með NTFS. Er eitthvað þekkt incompatibility á milli Win 2003 server og Win 2000/XP NTFS?

Sent: Lau 15. Mar 2008 23:42
af hagur
Heyrðu, málið leyst .....

Ég komst að því að það sem ég þurfti að gera var einfaldlega að fara í "Change drive letter and paths" í disk management service og gefa disknum drive letter, því einhverra hluta vegna gerðist það ekki sjálfkrafa eins og hefur alltaf gerst hjá mér. Eftir það virkar hann eðlilega ....

Skrítið.