USB Vesen - Minnislyklar og iPod virka ekki


Höfundur
Frussi
Tölvutryllir
Póstar: 667
Skráði sig: Lau 26. Ágú 2006 19:45
Reputation: 146
Staða: Ótengdur

USB Vesen - Minnislyklar og iPod virka ekki

Pósturaf Frussi » Mán 10. Mar 2008 19:00

Ég er hérna með frekar gamla borðtölvu en það er allt í lagi með hana nema þegar ég tengi USB lykla eða iPod og reyni að opna í My Computer þá kemur: The Disk in drive F is not formatted. Do you want to format it now?

Ég prófaði að formatta ómerkilegan lykil en það hafði ekkert að segja, hann formattaðist ekki einusinni :?

Ég veit ekki hvort það virkar að tengja flakkara af því að minn er bilaður einsog er, en mig minnir að það hafi virkað síðast þegar ég prófaði (Ég hef ekkert notað tölvuna síðan um jólin)

Já, og iPodinn kemur fram í iTunes en þar segir að hann sé Corrupted en hann virkar alveg í fartölvunni minni.

Einhverjar ráðleggingar?



Skjámynd

hagur
Besserwisser
Póstar: 3153
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
Reputation: 463
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf hagur » Mán 10. Mar 2008 19:24

Ég lenti í þessu einu sinni með gamla vél sem ég var að reyna að tengja IPod við. Ástæðan var einfaldlega incompatibility tengt USB version, þ.e IPodinn er USB 2.0 en tölvan aðeins með USB 1.1. Flest USB 2.0 tæki eru backwards compatible með USB 1.1 en sú var ekki rauninn með IPodinn.

Ég verslaði einfaldlega PCI USB 2.0 stýrispjald á nokkra hundraðkarla og henti í vélina og allt virkaði eins og í sögu eftir það.

Þetta ætti að redda þér: http://www.computer.is/vorur/2928




Höfundur
Frussi
Tölvutryllir
Póstar: 667
Skráði sig: Lau 26. Ágú 2006 19:45
Reputation: 146
Staða: Ótengdur

Pósturaf Frussi » Mán 10. Mar 2008 19:29

Vélin er gömul, en ekki svo gömul, öll portin eru 2.0 svo það er ekki vandamálið og svo hefur þetta alltaf virkað þangað til bara rétt fyrir jól




TechHead
Geek
Póstar: 822
Skráði sig: Þri 23. Nóv 2004 14:56
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf TechHead » Mán 10. Mar 2008 20:44

Hljómar eins og "skemmdir" USB reklar

Hægrismelltu á My Computer, veldu "Manage".

Í Navanum vinstra megin velurðu svo "Device Manager" og í hægri Navanum
finnurðu "Universal Serial Bus Controllers" og opnar tréið með því að smella
á plúsinn.

Því næst skaltu eyða út öllum reklunum undir "Universal Serial Bus Cnt." og
byrjar á þeim neðsta og vinnur þig upp.

Því næst endurræsirðu tölvuna og volla USB tækin þín virka á ný :wink:




Dazy crazy
ÜberAdmin
Póstar: 1317
Skráði sig: Fim 29. Nóv 2007 23:46
Reputation: 5
Staðsetning: Lýtó
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf Dazy crazy » Mán 10. Mar 2008 21:17

Ef þú ert að nota usb mús mun hún líklega ekki virka eftir þetta.

til að slökkva er hægt að gera alt+F4 og ýtir svo á stafinn sem er undirstrikaður. hmmm, gæti líka verið usb lyklaborð.




Höfundur
Frussi
Tölvutryllir
Póstar: 667
Skráði sig: Lau 26. Ágú 2006 19:45
Reputation: 146
Staða: Ótengdur

Pósturaf Frussi » Mán 10. Mar 2008 21:35

Á ég bara að gera Delete á allt?