Síða 1 af 1
Amd örgjörvar og Móðurborð
Sent: Mán 03. Mar 2008 12:55
af Dr3dinn
Jæja nú spyr ég og vonast endilega eftir góðum svörum
Ég er með eftirfarandi vélbúnað
(CPU1) AMD Athlon™ 64 X2 Dual Core Processor 4600+ @ 2394MHz ( ALiveNF7G-HDready mainboard) (RAM) 2GB, 1.53GB free (HDDs) 465GB, 333GB free
(VGA1) NVIDIA GeForce 8800 GTS (320MB), 1024x768x16, 100Hz (OS) Microsoft Windows XP Professional (SP2), 1h 40m 43s uptime, 1d 13h 16m 9s uptime record
1. Spurning
Ég er að spá hvort ég myndi finna mun á X2 6400+ Retail / OEM og örranum sem ég er með fyrir?
2.Spurning
Ég heyrði frá góðum félaga mínum að þetta móðurborð styður örranna og einungis er þörf á að uppfæra biosinn til að höndla öflugri örgjörva.
Er þetta 100% rétt?
3.Spurning
Hvernig uppfæri ég bios ef svo kæmi til að ég þyrfti þess?
Ef einhver væri það viðkunnalegur að geta svarað mér þá þakka ég kærlega fyrir það, því þetta er fyrsti þráðurinn sem ég sendi hingað á spjallið.
Í von um góð svör

Sent: Mán 03. Mar 2008 14:15
af ÓmarSmith
:Þú þarft sýnsit mér að uppfæra í AM2 móðurborð , ég er viss um að þú myndir finna e-n mun á þessu, já.
en persónulega myndi ég fara yfir í Intel

Kaupa P35 Gigabyte borð og E8400 örgjörva t.d.
En þú gerir það sem þú vilt.
Sent: Mán 03. Mar 2008 14:18
af beatmaster
Er þetta ekki AM2 móðurborð? sjá nánar á
þessum link
Sent: Mán 03. Mar 2008 19:32
af HR
ÓmarSmith skrifaði::Þú þarft sýnsit mér að uppfæra í AM2 móðurborð , ég er viss um að þú myndir finna e-n mun á þessu, já.
en persónulega myndi ég fara yfir í Intel

Kaupa P35 Gigabyte borð og E8400 örgjörva t.d.
En þú gerir það sem þú vilt.
Ef þú myndir henda 8400 örgjörva og P35 móðurborði saman þá myndi örgjörvinn þurfa að klukka sig niður í 1066 sem er hálfgerð sóun ef þú ætlar að eyða 20þús kalli í örgjörva :/
Sent: Mán 03. Mar 2008 19:51
af Klemmi
Lingurinn ... af hverju segirðu það ?
Sent: Mán 03. Mar 2008 20:01
af HR
Klemmi skrifaði:Lingurinn ... af hverju segirðu það ?
FSB á P35 móðurborði er 1066 en á E8400 er hann 1333.
Því væri sóun að kaupa svona fínan örgjörva og láta hann klukka sig niður.
Má líkja þessu við að vera með 667Mhz og bæta við 800Mhz minnum, sem myndu klukka sig niður.
Sent: Mán 03. Mar 2008 21:38
af Selurinn
Lingur, hefurðu frætt þig nógu mikið varðandi FSBið sem er gefið uppá móðurborðum og örgjörvum.
Þú veist að allir Duo örgjövar keyra bara á 266mhz, þessi bandvídd á móðurborðunum er bara algjört overkill!
Sent: Mán 03. Mar 2008 23:07
af Yank
Lingurinn skrifaði:ÓmarSmith skrifaði::Þú þarft sýnsit mér að uppfæra í AM2 móðurborð , ég er viss um að þú myndir finna e-n mun á þessu, já.
en persónulega myndi ég fara yfir í Intel

Kaupa P35 Gigabyte borð og E8400 örgjörva t.d.
En þú gerir það sem þú vilt.
Ef þú myndir henda 8400 örgjörva og P35 móðurborði saman þá myndi örgjörvinn þurfa að klukka sig niður í 1066 sem er hálfgerð sóun ef þú ætlar að eyða 20þús kalli í örgjörva :/
Vona Tölvuteks vegna að þú sért að sópa gólf þarna enda, væri hræðilegt ef þú værir þarna á gólfinu að leka þessari vitleysu í viðskiptavini. En svona að öllu gríni slepptu
Þá var ein aðal ástæða fyrir markaðsetningu Intel á P35, X38, G35, G33, Q35, og Q33 kubbasettunum 1333MHz front side bus stuðningur.
Af nýju kubbasettunum eru það P31, G31 sem fara einungis í 1066MHz
Sent: Mán 03. Mar 2008 23:30
af HR
Vá skemmtilegt þetta.
Ég spurði einmitt einn sem er í Tölvutek um þetta og hann sagði mér að hann myndi klukka sig niður. Þegar ég fer að skoða þetta núna þá sé ég að það er al rangt.
Bið afsökunar á þessu, í þessu tilfelli átti ég nú samt að hafa vitað þetta, en tók orði þeim sem ég spurði að þessu.
Sent: Mán 03. Mar 2008 23:34
af Klemmi
Ég ætla ekki einu sinni að skrifa það sem ég hugsaði. Hef trú á að Yank dragi mig að landi varðandi það.
Sent: Þri 04. Mar 2008 08:20
af ÓmarSmith
Ég var líka að fara að missa mig, var skapi næst að hringja nirrí TEK og tilkynna þeim þetta..hehe
Batnandi mönnum er best að lifa bara, núna er Lingurinn amk gáfaðari í dag en í gær eins og þeir segja.
P35 er bara alveg einstaklega mikið snilldar borð á góðu verði. Og þau ásamt nýju 45nm línunni eiga vel góða samleið, auðvelt í yfirklukki , jafnvel fyurir mestu byrjendur.
Sent: Þri 04. Mar 2008 18:55
af Klemmi
Yank skrifaði:Af nýju kubbasettunum eru það P31, G31 sem fara einungis í 1066MHz
Þetta er hins vegar ekki rétt, hef heyrt þessu fleygt áður, en bendi á
CPU-Support-lista fyrir eitt af P31 borðunum frá Gigabyte. Eins og sjá má ganga þau jafn vel svo langt að styðja 45nm tæknina

Sent: Þri 04. Mar 2008 20:15
af Dr3dinn
Þakka fyrir góðu svör, en þar sem ég er með eina intel vél nú þegar fyrir alla "almennilega" vinnslu og nota hina einungis í sem leikjavél.
Myndi ekki meika sens að nota þá amd ennþá í leikina.
Einhvern tíma var þetta endalausa væl um að amx væri betra í leikina.
Er sú gamla tugga löngu hætt eða bara intel búnir að gjörsigra í þessu stríði sem stendur?
Sent: Þri 04. Mar 2008 22:06
af ÓmarSmith
Já það var þannig,
Intel eru að standa sig frábærlega en AMD eru ekkert með slæma örgjörva.
En við viljum lang flestir benda fólki á INTEL þar sem að reynslan er bara góð með þá og ending að sama skapi.
Intel Core 2 duo og Quad 2 Quad eru sjúkir í leikina, ekkert öðruvísi en það.
Svo yfirklukkast þeir leikandi, og e-r frægur maður sagði
" Að eiga Intel core 2 duo og yfirklukka hann ekkert, er eins og að eiga ristavél en ekkert rafmagn "