Síða 1 af 1
Hljóðkort á móðurborði vs PCI hljóðkort
Sent: Sun 02. Mar 2008 19:52
af DoofuZ
Ég er að fara að setja saman tölvu sem á að nota í hljóðvinnslu og var að spá, þarf þá ekki pottþétt að kaupa sér hljóðkort eins og t.d.
Sound Blaster Audigy SE 7.1, 24 bita hljóðkort eða væri onboard hljóðkort nógu gott? Er nokkuð viss að það sé betra að kaupa bara sér kort en sakar þó ekki að spyrja

Sent: Sun 02. Mar 2008 19:58
af Windowsman
Það er betra að kaupa kort.
En það er alltaf spurning hvort að þú þurfir að kaupa kort.
Þú gætir notað peningana einhvert annað, ég held að þú þurfir ekki hljóðkort sér nema í tónlistarvinnslu ( töluverðri).
Sent: Sun 02. Mar 2008 20:17
af DoofuZ
Já, sko þessi tölva verður notuð í einhverja amatör tónlistavinnslu og verða notuð forrit eins og Pro Tools og Reason.
Sent: Sun 02. Mar 2008 20:45
af HR
Myndi alls ekki mæla með Audigy, X-fi er línan sem þú ættir að pæla í ef þú ætlar út í PCI hljóðkort.
Sent: Sun 02. Mar 2008 21:10
af Yank
Mörg high end móðurborð koma orðið með mjög fínum hljóðkortum. En það er meira vit að taka midrange móðurborð fyrir helmingi minna og splæsa í hljóðkort ef hljóðvinsla er málið.