Síða 1 af 1
SoundBlaster Fatal1ty böggur
Sent: Fös 29. Feb 2008 17:39
af ZiRiuS
Sælar.
Ég er að lenda í svolítið skrítnu með þetta kort. Þannig er mál með vexti að þegar eitthvað hljóð kemur þá er það eins og það sé vel hraðspólað, svona strumpahljóð eða eitthvað álíka fáránlegt og um leið og ég kannski byrja lagið upp á nýtt er þetta í lagi, svo skiptist aftur um lag og þá þarf ég að spóla til baka aftur. Þetta gerist með öll forrit (Winamp, iTunes, WMP, MSN, IRC bara you name it).
Ég er með nýjustu driverana, meira að segja prófaði einhverja beta drivera en ekkert lagast.
Dettur ykkur eitthvað í hug hvað gæti verið að?
Takk.
Sent: Fös 29. Feb 2008 20:10
af Gúrú
Ég er ekki að sjá hvernig þetta er hljóðkortið :S, prufaðu að spila annað lag
Prófaðu að gera rollback alveg í bara byrjunardriverana og settu allt upp aftur, gáðu hvað gerist þá
En hvernig spilar maður annars lög með IRC og MSN?
Sent: Fös 29. Feb 2008 20:23
af zedro
Gúrú skrifaði:En hvernig spilar maður annars lög með IRC og MSN?
You dont

Sent: Fös 29. Feb 2008 20:25
af ZiRiuS
Ég er að tala um að öll hljóðin í tölvunni verða svona, ekki bara tónlistin

Sent: Fös 29. Feb 2008 20:36
af HR
Ég lendi stundum í þessu en þá þarf ég venjulega bara að endurræsa tölvuna.
Sent: Fös 29. Feb 2008 20:39
af ZiRiuS
Ég nenni því nú ekkert alltaf þegar þetta gerist :S
Sent: Fös 29. Feb 2008 20:46
af HR
ZiRiuS skrifaði:Ég nenni því nú ekkert alltaf þegar þetta gerist :S
Enda gerist þetta örsjaldan hjá mér.
Spurning um að láta þá sem þú keyptir kortið af kíkja á það?
Sent: Fös 29. Feb 2008 20:54
af Viktor
Viðgerð ?
Sent: Fös 29. Feb 2008 20:55
af HR
Sallarólegur skrifaði:Viðgerð ?
Láta þá kíkja á það svo að þeir geti úrskurðað hvort það sé bilað

Sent: Fös 29. Feb 2008 23:47
af ZiRiuS
Þar liggur vandinn við, þetta kort er keypt í Bandaríkjunum :\
Sent: Fös 29. Feb 2008 23:48
af Gúrú
Getur samt ennþá fengið viðgerðarþjónustu(borgar bara) hjá einhverjum sem selur svipuð eða eins kort.
Sent: Fös 29. Feb 2008 23:53
af ZiRiuS
Ég held að þetta sé frekar eitthvað software tengt frekar en hardware...
Sent: Lau 01. Mar 2008 00:08
af HR
ZiRiuS skrifaði:Ég held að þetta sé frekar eitthvað software tengt frekar en hardware...
Mhm.
Ég er samt að pæla, hversu langt frá skjákortinu staðsettir þú hljóðkorti?
Það er möguleiki að það sé að spila inn í, en mér finnst það frekar ólíklegt. Síðan getur þú líka prófað að setja allt upp frá grunni, hent út öllum driverum og forritum sem fylgja kortinu og setja upp clean.
Sent: Lau 01. Mar 2008 00:47
af zedro
Lingurinn skrifaði:Ég er samt að pæla, hversu langt frá skjákortinu staðsettir þú hljóðkorti?
Það er möguleiki að það sé að spila inn í, en mér finnst það frekar ólíklegt.
What the F**k? Eru hljóðkort orðinn geislavirk nútildags eða?
Hvernig í ósköpunum getur þetta haft áhrif? Please define?!?
Sent: Lau 01. Mar 2008 00:58
af HR
Zedro skrifaði:Lingurinn skrifaði:Ég er samt að pæla, hversu langt frá skjákortinu staðsettir þú hljóðkorti?
Það er möguleiki að það sé að spila inn í, en mér finnst það frekar ólíklegt.
What the F**k? Eru hljóðkort orðinn geislavirk nútildags eða?
Hvernig í ósköpunum getur þetta haft áhrif? Please define?!?
Ég hef heyrt af fólki og lesið um á netinu að hef fólk er að troða hljóðkortunum sínum beint fyrir neðan skjákortin í kassanum sínum, að þau fari að fá truflanir í það eða suð. Kann ekki að útskýra það frekar en það að þegar fólk færði hljóðkortið neðar í kassanum og þá lagaðist þetta.
Sent: Lau 01. Mar 2008 11:27
af ZiRiuS
Lingurinn skrifaði:Zedro skrifaði:Lingurinn skrifaði:Ég er samt að pæla, hversu langt frá skjákortinu staðsettir þú hljóðkorti?
Það er möguleiki að það sé að spila inn í, en mér finnst það frekar ólíklegt.
What the F**k? Eru hljóðkort orðinn geislavirk nútildags eða?
Hvernig í ósköpunum getur þetta haft áhrif? Please define?!?
Ég hef heyrt af fólki og lesið um á netinu að hef fólk er að troða hljóðkortunum sínum beint fyrir neðan skjákortin í kassanum sínum, að þau fari að fá truflanir í það eða suð. Kann ekki að útskýra það frekar en það að þegar fólk færði hljóðkortið neðar í kassanum og þá lagaðist þetta.
Þú segir nokkuð... Ég hef allavega engu að tapa með að prufa að færa það.
Ég tjékka á því og sé til hvað gerist.
Sent: Lau 01. Mar 2008 11:47
af MuGGz
ég er með xfi elite pro kortið mitt beint fyrir neðan skjákortið, allt í gúddí þar
