Síða 1 af 1

Intel Core 2 Duo E6750 vs Athlon64 5000+ Black Edition

Sent: Sun 24. Feb 2008 13:43
af eigill3000
Já bróðir minn er að fara að fá sér tölvu fyrir fermingarpeninginn og ég hef verið að kíkja á síður fyrir hann og þessir tveir turnar koma til greina...

http://kisildalur.is/?p=2&id=212

http://tolvutaekni.is/product_info.php?cPath=23_96&products_id=817


Þá er það 320GB Samsung Spinpoint 7200RPM SATA2 , Gigabyte GA-M57SLI-S4 og Athlon64 X2 5000+ Black Edition

á móti Samsung 500GB Serial-ATA II 16MB , Gigabyte P35-DS3L og Intel Core 2 Duo E6750


Er þetta 10þúsund+ virði??? :/

Sent: Sun 24. Feb 2008 14:19
af MuGGz
Ég myndi taka E6750 vélina án þess að hika

Sent: Sun 24. Feb 2008 14:42
af Windowsman
Intel það er bara miklu betri vél.

Síðan, held ég að það væri sniðugt að breyta 8800GT yfir í 8800GTS.

Það munar nokkrum þúsund köllum en það er töluvert sniðugri kaup í þessu.

Sent: Sun 24. Feb 2008 19:03
af HR
Án efa E6750!

Hann er meira að segja betri en AMD 6000 :)

Sent: Sun 24. Feb 2008 19:16
af Dazy crazy
Ég verð nú bara að segja að mér finnst þetta hálf bjánalegur samanburður að bera saman amd og intel á sitthvoru verðinu.

Af hverju barstu þessar vélar saman?

http://kisildalur.is/?p=2&id=488

http://tolvutaekni.is/product_info.php? ... cts_id=817

Sama verð = auðveldara að bera saman
Intel vs Intel = auðveldara að bera saman
og Intel betra en amd = eitthvað annað bara

Munurinn á þessum vélum er

Superclocked skjákort í tölvutækni umfram hina.
500 GB harður diskur í tölvutækni umfram hina.
550W aflgjafi í kísildal umfram 500W í tölvutækni.
Ég á sjálfur black dragon (reyndar 2x2GB) og þau eru ótrúlega góð.

Sent: Fim 28. Feb 2008 14:08
af eigill3000
Ætla að fá Intel tilboðið og splæsa einu Quad í staðinn :P

Haldiði ekki að Quad 6600 eldist betur heldur en þessir 2 core...??

Sent: Fim 28. Feb 2008 15:34
af Gúrú
Er sjálfur í /488 hjá kísil og hún er mjög góð :), er að vísu með 8800GT 512mb en ekki þetta 9600GT, myndi mæla með því að fá þér /488 með quad ef þú ert svona æstur í að fá þér quad ;), yrði einhverjum 6000 kr dýrara en sennilega þess virði ef þú ætlar að láta vélina endast betur, en það er spurning hvort 550W örgjörvi er nógu góður fyrir quad.

Sent: Fim 28. Feb 2008 15:39
af Dazy crazy
550 er miklu meira en nóg fyrir quad, ég er með quad og sli og 550 er alveg nóg.

Sent: Fim 28. Feb 2008 15:42
af Gúrú
Hvað ertu með marga harða diska?

Sent: Fim 28. Feb 2008 15:44
af Dazy crazy
3

Sent: Fim 28. Feb 2008 15:49
af Gúrú
Fer þetta ekki samt að telja þegar þú ert kominn með USB dósakælara og 22" skjá, 3 harðadiska, annan usb dósakælara, prentara, G15, heyrnartól, stýripinna og skanna? :twisted:

Þó svo að prentarinn tæki sennilega rafmagn í gegnum aðra snúru.

En svo ef þú ert að taka einhvern noname 550W örgjörva er hann ekkert endilega að skila þér meira en 350W

Sent: Fim 28. Feb 2008 15:56
af halldorjonz
Gúrú skrifaði:Fer þetta ekki samt að telja þegar þú ert kominn með USB dósakælara og 22" skjá, 3 harðadiska, annan usb dósakælara, prentara, G15, heyrnartól, stýripinna og skanna? :twisted:

Þó svo að prentarinn tæki sennilega rafmagn í gegnum aðra snúru.

En svo ef þú ert að taka einhvern noname 550W örgjörva er hann ekkert endilega að skila þér meira en 350W


WELL ÉG ER MEÐ 22" skjá, g15, g5, amd6000(tekur 120w.. 6750 tekur bara 60w þannig quad hlýtur að vera um 100), 8800gt og 1 hdd, heyrnatól, og 500w aflgjafi nægir mér vel :8)

Sent: Fim 28. Feb 2008 16:09
af zedro
Piff þið eruð allir kellingar, skella sér á 1 kiloWatt aflgjafa! :8)

Sent: Fim 28. Feb 2008 16:50
af ÓmarSmith
Spara þegar kemur að aflgjafa ... er það heimskulegasta sem þú gerir.

Punktur.


Að lenda í því að PSU-ið drulla upp á bak er miður skemmtileg reynsla, getur skemmt allt draslið í vélinni hjá þér sem þú vilt VITANLEGA ekki að komi fyrir.

Líka bara varðandi stöðugleika á öllu draslinu hjá þér þá myndi ég persónilega aldrei vera með e-ð noname 500w crap. Tekur því einfaldlega ekki að taka sénsinn.

Sent: Fim 28. Feb 2008 16:55
af Dazy crazy
Kísildalsmenn settu saman tölvuna mína svo þessum aflgjafa hlýtur að vera treystandi fyrir þessu.

En eykst ekki aflþörf örgjörva þegar þeir eru yfirklukkaðir, ef svo hvað er það þá mikið sirka?

Og já, eitt enn, þegar aflgjafi er ekki í fullri vinnslu er hann þá samt að dæla öllum sínum wöttum inná rafmagnsreikninginn eða fer hann í hvíld?

Sent: Fim 28. Feb 2008 17:12
af Klemmi
Watta talan á aflgjöfum er peak-powerið sem hann getur verið að gefa út á hverjum tímapunkti, hann er ekki að gefa constant 500 eða 500W út.

Annars sé ég að Kísildalur er búinn að breyta tilboði númer 488 sem Dagur bendir á, setja inn 9600GT í stað 8800GT og lækka verðið sem því nemur, ekkert að því, en 9600GT er ekki nálægt vel yfirklukkuðu 8800GT korti :)

Annars er ég hjartanlega sammála Ómari, þú sparar ekki í aflgjafanum og finnst ekki sanngjarnt gagnvart viðskiptavininum að gefa ekki upp nafnið á kassanum og/eða aflgjafanum sem er miðað við í tilboðinu, en það er bara mín persónulega skoðun. Mér finnst þessir þættir skipta miklu máli, sama gildir um það þegar verzlanir segja ekki til um hvaða framleiðanda á hörðum diskum, skjákortum eða öðrum íhlutum um er að ræða, nefna aðeins specca.

Annars Dagur, þá eykst jú orkuþörfin þegar þú ert að yfirklukka örgjörvann, þægilegt að sjá það með þessari reiknivél.

En svo ef þú ert að taka einhvern noname 550W örgjörva er hann ekkert endilega að skila þér meira en 350W

en það er spurning hvort 550W örgjörvi er nógu góður fyrir quad.

Gúrú, svo ertu annars að tala um aflgjafa, ekki örgjörva. Hins vegar er það rétt hjá þér, vandaður 350W aflgjafi getur verið sniðugari heldur en lélegur 550W, en það er helst vegna stöðugleika eins og Ómar kom inn á, en einnig vegna þess að það sem skiptir mestu með aflgjafa í dag, vegna orkufrekra skjákorta og annara íhluta, er hversu mikinn straum þeir eru að gefa út á 12V spennunni, frekar heldur en hvað peak-powerið sem þeir gefa út sé.

Sent: Fim 28. Feb 2008 18:24
af eigill3000
Klemmi skrifaði:
Annars sé ég að Kísildalur er búinn að breyta tilboði númer 488 sem Dagur bendir á, setja inn 9600GT í stað 8800GT og lækka verðið sem því nemur, ekkert að því, en 9600GT er ekki nálægt vel yfirklukkuðu 8800GT korti :)




Er ekki 8800 GT betri en 9600 GT?? :S

Sent: Fim 28. Feb 2008 18:28
af Klemmi
Jú, 8800GT er betra en 9600GT, hvað þá yfirklukkað 8800GT líkt og ég skrifaði.

Ég sé skil ekki hvernig þú lest öfugt út úr svarinu hjá mér :shock:

Sent: Fim 28. Feb 2008 18:33
af eigill3000
HAHAHA... hef farið framhjá því... btw. Takk fyrir :D

Sent: Fim 28. Feb 2008 21:41
af Gúrú
Híhí sorrí klemmi, meinti auðvitað aflgjafa ekki örgjörva :)

Þegar maður skrifar þetta allt svona í keng og notar ekki enter er erfitt að spotta stafsetningarvillur :)

Sent: Fim 28. Feb 2008 23:09
af HR
Kassinn sem um er að ræða í Kísildal heitir EEZ Cool og 400w aflgjafinn er frá sama framleiðanda og fylgir með kassanum. ;)

Sent: Fös 29. Feb 2008 02:40
af Klemmi
Í tilboðinu stendur 520W aflgjafi :) Það er enginn 520W stakur aflgjafi á síðunni og hjá kassanum stendur 400W, þannig að það er engin leið að vita hvaða aflgjafa er um að ræða í umræddu tilboði :oops:

Og Gúrú, þóttist vita að þú hefðir aðeins ruglast þarna :) Bara benda þér á það frekar en nokkuð annað :D

Sent: Sun 02. Mar 2008 03:58
af eigill3000