Síða 1 af 1

Vantar hjálp með að velja móðurborð.

Sent: Lau 09. Feb 2008 14:48
af dezeGno
Jæja, ég er að velja hluti í nýja leikjavél fyrir vin minn og mig vantar smá hjálp við að finna rétta móðurborðið. Þetta er það sem ég er kominn með nú þegar:

Intel Core 2 Duo E8400 3GHz - 21.900
- http://tolvutaekni.is/product_info.php?products_id=958

SuperTalent 2x1GB DDR2 800MHz PC6400 - 6.900
- http://tolvutaekni.is/product_info.php? ... cts_id=678

Samsung 500GB Sata II 16MB cache - 10.900
- http://tolvutaekni.is/product_info.php? ... cts_id=552

eVGA Geforce 8800GTS 512MB G92 kjarni - 34.900
- http://tolvutaekni.is/product_info.php? ... cts_id=915

Antec Nine Hundred Performance One - 16.900
- http://tolvutaekni.is/product_info.php? ... cts_id=502

Thermaltake ToughPower 700W aflgjafi - 16.900
- http://tolvutaekni.is/product_info.php? ... cts_id=809

Þessi vél verður bara notuð í leiki. Budget er 120.000 en þó má fara í sirka 130.000 en helst ekki ofar en það. Hann þarf engan skjá.
Helst að fá móðurborðið hjá Tölvutækni þar sem að ég veit að hann á eftir að fá góða þjónustu þar ef eitthvað skildi koma upp á, og bjóða Tölvutækni upp á fría uppsettningu?

Takk fyrir mig og vonast eftir góðum svörum :D

Sent: Lau 09. Feb 2008 15:00
af halldorjonz
ÉG myndi fá mér þessa tölvu, nema bara biðja þá um að setja 6850 INTEL í staðinn..
snilldar tölva ábyggilega, besta innihaldið sem þú færð í dag
allavega held ég á 125þús: http://tolvutaekni.is/product_info.php? ... cts_id=917

Sent: Lau 09. Feb 2008 15:15
af Windowsman
afhverju E8400 að kaupa Q6600 eru miklu betri kaup.


En fyrir leikjatölvu myndi ég reyna að kaupa eVGA nForce 780i SLI, 4xDDR2, 6xSATA2, 3xPCI-E x16 (3-Way SLI) Þar eru góðir SLI möguleikar

Linkur http://tolvutaekni.is/product_info.php? ... cts_id=954

En það er fullt af öðrum möguleikum en ég fann þetta í flýti.

Síðan er linkurinn sem halldorjonz lét líka möguleiki

Sent: Lau 09. Feb 2008 15:36
af dezeGno
Er ekki 8400 mun betri í leikinn heldur en q6600? Og hann mun ekki fara í 3-Way SLI þó það mætti alveg halda 2-Way SLI möguleikanum opnum, og já, móðurborðið verður að styðja 1000MHz minni? Er það gáfulegt að taka svona minni eða ætti ég frekar að taka 800MHz?

Sent: Lau 09. Feb 2008 15:39
af Windowsman
ég held að það sé gáfulegra að taka 800mhz minni en það fara allir leikir á endanum að styðja Quad Core svo að ég myndi taka Q6600 líka upp á að það eru miklu meiri framtíðarmöguleikar með Quad

Sent: Lau 09. Feb 2008 15:52
af halldorjonz
Windowsman skrifaði:ég held að það sé gáfulegra að taka 800mhz minni en það fara allir leikir á endanum að styðja Quad Core svo að ég myndi taka Q6600 líka upp á að það eru miklu meiri framtíðarmöguleikar með Quad


En munu leikir eins og "Counter-Strike:Source" og svoleiðis online leikir fara styðja það?
Btw. vá hvað það væri frekar klikkað að vera með 3 skjákort haha :D

Sent: Lau 09. Feb 2008 16:09
af Windowsman
Ég ætla ekki að fullyrða eitt eða neitt en ég býst við því að allir leikir sem eru nýlegir hljóti bráðlega að fara að styðja Quad Core.

En bæði upp á framtíðar möguleikana þegar öll forrit styðja Quad en það er mörgu sinnum búið að fara yfir þetta á vaktinni að í þessum verðhring er lang gáfulegast að taka Q6600

Sent: Lau 09. Feb 2008 16:11
af zedro
Flott vél nema antec kassinn.

Þessi kassi er eflaust mesta drasl sem ég veit um, fínt loftflæði já kannski
en lítill og plásslaus og leiðinlegt að vinna í honum. Þetta er svo heimskuleg
hönnun að hálfu væri nóg o.O td. efri HDD braketinn er pretty much useless
ef þú ert með 2 skjákort.

Skjákorts-, Móðurborðs- og Tölvukassa-framleiðendur eru ekki mikið að
haldast í hendur :P

Fá sér CoolerMaster Stacker :8)

Sent: Lau 09. Feb 2008 16:39
af dezeGno
Ég uppfærði þráðinn og er núna kominn með 2GB 800Mhz og Antec Nine Hundred kassan en eruði með eitthvað gott móðurborð í huga með möguleika á SLI í framtíðinni?

Sent: Lau 09. Feb 2008 18:00
af TechHead
Asus P5N-D

Google it...