Síða 1 af 1

Passar þetta saman?

Sent: Fim 07. Feb 2008 18:22
af Pink-Shiznit
Þar sem ég er nýliði í þessum málum:p Þá vil ég spyrja, virkar þetta ekki örugglega saman?

Corsair ValueSelect 1GB DDR400
184pin, PC3200, 400MHz, CL3
Og
MSI K9N Neo-F - nForce 560
4xSATA2 Raid, Gb Lan, PCI-E 16X, 4xDDRII 800

Þar sem þetta er DDRII borð, styður það samt ekki alveg venjulegt DDR minni?

Einnig megiði segja mér hvort þetta séu vitlaus kaup.

Borð: http://www.att.is/product_info.php?prod ... e7fcb1796d

Örri:
http://www.att.is/product_info.php?prod ... e7fcb1796d

Þetta er bara einhver 12.7k sem þetta kostar, og ég nota tölvuna bara í að vafra á netinu og hlusta á tónlist, ekkert annað! Er þetta þá ekki alveg nóg fyrir mig?

Sent: Fim 07. Feb 2008 18:27
af Selurinn
Minnið kemur ekki með að passa í móðurborðið.

Sent: Fim 07. Feb 2008 18:33
af Pink-Shiznit
Rosalega var það leiðinlegt að heyra :(

Hvað með þetta?

Corsair ValueSelect pöruð 2 stk. 1GB (=2GB) DDR2
240pin, PC2-5300, 667MHz, CL5

Sent: Fim 07. Feb 2008 19:12
af Dazy crazy
já þetta ætti að passa.

Ástæðan fyrir því að hin passa ekki er að þau eru 184 pinna (ddr) en ddr2 eru 240 pinna, það væri eins og að ætla að setja 5 gata felgu á bíl með 4 bolta :wink:

Sent: Fim 07. Feb 2008 19:48
af Pink-Shiznit
ahh nú fatta ég þetta ;) Takk fyrir það. En væru þetta ekki ágætiskaup fyrir tónlistar tölvu? Og í mesta lagi red alert 2 :p
Ég er með ATA100 disk, hann virkar alveg við þetta borð right?