Síða 1 af 1
Ný tölva eftir 7 ára bið
Sent: Fim 07. Feb 2008 01:10
af hrabbi
Góða kvöldið.
Nú er gamla tölvan mín orðin algjörlega óþolandi og því hafði ég hugsað mér að kaupa nýja. Ég hef hins vegar ekkert fylgst með vélbúnaðarheiminum undanfarin ár og veit ekkert í minn haus á þeim vettvangi lengur. Ég veit ekki einu sinni hvaða verð er í gangi en mér sýnist fljótt á litið að 50-70, jafnvel 80þús sé algengt.
Ég vil geta spilað nýjustu leikina þokkalega, ég er mikið í EVE þessa dagana (oftast með 2 clienta í gangi) en spila gjarnan 1stu persónu leiki og strategy. Þarf þó ekki að vera með fleiri hundruð ramma/sek í einhverri ofurupplausn. Ég multitaska mikið og er gjarnan með 10-15 glugga opna í einu. Nota reiknihugbúnað á borð við Matlab og svo þetta klassíska (office, video, netið og allt það). Horfi einnig gjarnan á TV í tölvunni.
Ég ætla líka að kaupa mér 22" widescreen skjá og hafði augastað á BenQ skjáunum hjá Tölvuvirkni. Mælið þið með þeim eða einhverjum öðrum ?
Ég hafði látið mér detta í hug:
* 2-4GB vinnsluminni. Hvað er "nóg"? Einhver sérstök tegund og þá hvaða tölur, 4-4-4 og allt það ?
* 1-2 320GB diska, jafnvel 1 160GB system disk ?
* Mér skilst að skjákortið sé #1. Ég vil áreiðanlegt nVidia kort. Hef þurft að sætta mig við lélegar stillingar í leikjum og vil breyta því upp að vissu marki. Ég tel að DX10 stuðningur sé nauðsyn. Vil hafa meiri/jafnmikil gæði og bestu 7xxx kortin bjóða uppá. Ég sé 8600 GTS 256MB á tæpar 10þús á verðvaktinni og næsta fyrir ofan kostar yfir 20þús ??? Virka 10þús króna kortin í leikina ?
* Örgjörvi og móðurborð sem passa saman og passa við skjákortið. Ég vil helst hafa móðurborð í vandaðri kantinum enda hef ég lent í miklum raunum með "drasl" borð. AMD/Intel skiptir ekki höfuðmáli, bara það sem gefur mest afl fyrir peninginn. Móðurborð þarf að hafa 1-2 PCI raufar.
* Hvaða stærð af aflgjafa hentar?
Ég er að leita að góðu value/performance balance (eins og sennilega allir). Allar hugmyndir vel þegnar. Hvernig er eðlilegast að skipta peningunum í staka hluti, t.d. ca. x þús í örgjörva, y þús í skjákort o.s.frv. ?
Ég á fínan kassa, DVD skrifara, mús og lyklaborð.
Með fyrirfram þökk.
Sent: Fim 07. Feb 2008 09:19
af Dazy crazy
2/4 það er þitt val, ef þú kemur til með að nota windows vista þá mæli ég með 4
Varðandi timings á minnunum þá er lægri tala betri t.d. 4.4.4.12 er betra en 5.5.5.18, 800 Mhz mun áreiðanlega duga þér, til að vera nokkuð öruggur með framtíðina myndi ég taka quad core sem er samt ekki minna en 20.000kr.
móðurborð í vandaðari kantinum?
hérna eru nokkur borð sem þú getur skoðað
Það eru komnir 500 GB harðir diskar sem eru rétt í kringum 10.000 og eru margir nokkuð góðir.
þetta skjákort ræður við eitthvað af nýjustu leikjunum, en ekki í fullri upplausn og ekki það sem kemur á næstunni hef ég heyrt.
Sent: Fim 07. Feb 2008 12:35
af urban
í rauninni hef ég aðeins eina spurningu handa þér
hvað viltu eyða miklu í þetta og hvert er algert hámark (ef við segjum budget 80 þús þá getur 10 þús í viðbót breytt alveg ótrúlega miklu)
og á þá verð á skjánum að vera innifalið í þessu hámarksverði ?
Sent: Fim 07. Feb 2008 13:51
af Selurinn
Hvernig líst þér á þennan pakka, án efa best value fyrir peninginn.
Móðurborð: Gigabyte P35-DS3L með 3 PCI raufum
http://www.tolvutek.is/product_info.php ... s_id=11345
10.900 kr.-
Örgjövi: Q6600
http://www.computer.is/vorur/6437
19.400 kr.-
Vinnsluminni: OCZ Reaper 2x2gb=4gb 800mhz 4-4-4-15
http://www.tolvutek.is/product_info.php ... s_id=11448
14.900 kr.-
Skjákort: Ati Radeon HD3850
http://www.tolvuvirkni.is/ip.php?inc=vi ... ATi_HD3850
15.860 kr.-
Harður Diskur: 500GB Samsung SATAII
http://www.att.is/product_info.php?cPat ... ts_id=3993
8.250 kr.-
Aflgjafi: 450W Coolmax með 140mm viftu og stýringu
http://www.tolvutek.is/product_info.php ... s_id=11768
6.990 kr.-
TOTAL 76.300 KRÓNUR
Gotta móðurborð sem er gott til yfirklukkunar með þessum örgjöva með 3 PCI raufum sem kemur örugglega vel til nota seinna.
Hagstæðasti 4 kjarna örgjövi sem völ er á í dag.
Gott vinnsluminni með rosa góða kælingu og góð timings sem veitir meira svigrúm ef þú ætlar að yfirklukka seinna
Besta skjákort sem þú færð fyrir peninginn. Kíktu bara t.d. á
http://www.tomshardware.com og þá sérðu afhverju.
Góður og hraður harður diskur.
450W Coolmax aflgjafi sem er hljóðlátur útaf stórri viftu og alveg nóg fyrir þetta setup og gert þá ráð fyrir að þú bætir við slatta seinna
Hvernig líst þér á þetta?
Kveðja.....
Svar
Sent: Fim 07. Feb 2008 14:46
af hrabbi
Ég þakka svörin.
urban : Ég tók skjáinn ekki með í þessari áætlun. Minn er ónýtur þ.a. ég þarf hvort eð er að kaupa mér nýjan. Ég er fátækur námsmaður á leigumarkaði þannig að ég vil helst _alls ekki_ fara yfir 80þús

Helst vil ég vera undir 70 þús en mér sýnist að það sé frekar erfitt m.v. það sem ég vil. Sidenote: breytir það alveg rosalegu að fara úr 80 í 90?
Já þetta hljómar fínt hjá Selinum. Eru ATI kortin málið þessa dagana? Skv. Tom's Hardware sýnist mér það a.m.k. Gæti þá jafnvel borgað sig að bíða þar til 512MB útgáfan af ATI3250 kortinu kemur aftur (eða jafnvel 3870)?
Ég held ég taki ódýrasta Quad core örgjörvann. Held líka að ég haldi mig við 160GB fyrir system og 250-320GB fyrir gögn þar sem mér finnst fátt meira pirrandi en að þurfa að höndla með bunka af drasli þegar ég strauja tölvuna og ég er ekki frá því að hún sé sneggri ef þessu er haldið aðskildu. Ef minnið og móðurborðið er quality stöff þá hljómar það líka vel.
Hvernig er með skjáinn (BenQ), mælir fólk með honum eða ætti ég að fá mér Acer sem kostar nokkrum þús.köllum minna?
Og svo annað : þegar fólk fær tilboð frá tölvuverslunum er þá yfirleitt einhver afsláttur í því eða er ekki bara tekinn saman pakki og heildarverðið fundið?
Kv. Hrafn.
Sent: Fim 07. Feb 2008 15:02
af Dazy crazy
þetta sem þú ert að tala um með harða diskinn er bara vesen, getur skipt 500 Gb harða diskinum upp í partitionir þannig að ein er 100 og 2 eru 200 eða eitthvað svoleiðis og ef þú þarft að strauja eitthvað þá geturðu straujað þær allar í sitthvoru lagi
Áttu stýrikerfi eða þarf það að vera inní þessu 70 budgeti?
Já það getur munað miklu um hver 10 þúsundin þó það sé sárt að láta það af hendi getur það sparað þér uppfærslu í nánustu framtíð.

Sent: Fim 07. Feb 2008 15:05
af Selurinn
Hvaða væl er þetta í ykkur endalaust.
Ég er námsmaður og er svo langt frá því að vera fátækur og ég á engan ríkan pabba né móður, allavega ekki svo ég viti.
Þið eyðið bara fjárinu ykkar í allskonar vitleysu, farið nú aðeins að pæla í hlutina.
Vitleysa
Sent: Fim 07. Feb 2008 15:22
af hrabbi
Selur : Hver er að væla? Það er fínt að þú ert ekki fátækur og eigir fátæka foreldra (ekki fínt), en þegar ég segi að ég sé fátækur á ég ekki við að ég sé undir fátæktarmörkum heldur að á meðan ég er í námi láti ég peningana endast á milli vinnutarna án þess að þurfa að taka bankalán. Í því felst að ég reyni að eyða þeim ekki í vitleysu eins og þú bendir á að fólk flaski oft á, eins og t.d. of dýra og öfluga tölvu fyrir mínar þarfir. Kannski þú bendir mér á þessar línur í bókhaldinu hjá mér sem standa fyrir eyðslu í vitleysu úr því að þú ert því kunnugur?
Það er ekki erfitt að hemja sig og svara á vandaðan hátt á svona vettvangi.
Sent: Fim 07. Feb 2008 15:24
af Selurinn
Fyrirgefðu, missti mig aðeins
Spurning þá að þú takir aðeins slakari örgjöva......
En þetta skjákort myndi ég ekki hika frá
Og ódýrara móðurborð myndi ég ekki fara í.
Og með þennan pakka sem ég bendi þér á.
Það er alveg þess virði að eyða auka 10000 kalli, þetta mun endast þér svo miiiiklu lengur.
Sent: Fim 07. Feb 2008 15:52
af hrabbi
Þakka svarið aftur
Skjákortið sem þú myndir ekki hika frá er það xx50 eða xx70 útgáfan? Hver er ca. endingartíminn á þessum grip og minnkar hann ekki snarlega ef ég fer í ódýrari örgjörva?
Kv. H.
Sent: Fim 07. Feb 2008 16:21
af Selurinn
xx50.
Örgjövar eru svo langt frá því í dag að vera flöskuháls fyrir leikina svo að fara í einhvern ódýrarri Duo örgjöva er ekkert svo vitlaust heldur, eins og t.d. E6750 og E6550.
Sent: Fim 07. Feb 2008 16:38
af Dazy crazy
Stýrikerfi kostar líka svolítið auka ef þú ert heiðarlegur fátækur námsmaður.

Sent: Fös 08. Feb 2008 16:28
af Gúrú
Eða bara að sleppa því að vera í setja-saman vandræðum og kaupa þér
Þessa og svo stýrikerfið wherever. Ef þig langar t.d. í betri örgjörva eða einhvað geturðu örugglega bara talað við þá um það
Og elsku Selurinn minn, ætlar hann að vera með tölvuna í plastpoka? Þú þarft turn og diskadrif, og sennilega brennara, og stýrikerfi, og síðast en ekki síst, þá er quadinn ekki sá mest orkusparandi. Aflgjafinn getur verið uppistaðan í endingargóðri vél. Ættir að taka þér 500-600W örgjörva fyrir quadinn ef þú ætlar að fá þér hann. En eins og ég segi.
Þetta "TOTAL 76.300 KRÓNUR" í bold er ekkert að garga cheap á mann, nema þú ætlir að hafa vélina í plastpoka og emaila þér sjálfum leiki og bíómyndir.
Sent: Fös 08. Feb 2008 18:45
af Windowsman
Lesa það sem hann sagði
'' Ég á fínan kassa, DVD skrifara, mús og lyklaborð. ''
Sent: Fös 08. Feb 2008 21:12
af Gúrú
Afsakið afsakið
Virðist hafa lesið allan þráðinn en misst af þessu.
En enn og aftur bendi ég á að þetta passar ekki endilega í kassann
