asus p5n og inno3d 680


Höfundur
Dazy crazy
ÜberAdmin
Póstar: 1317
Skráði sig: Fim 29. Nóv 2007 23:46
Reputation: 5
Staðsetning: Lýtó
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

asus p5n og inno3d 680

Pósturaf Dazy crazy » Mið 06. Feb 2008 22:57

Jæja vaktarar, hvað getiði sagt mér sniðugt og ósniðugt um þetta móðurborð.

Asus P5N32-E SLI 680i

Og einnig vildi ég fá að heyra, eða lesa, reynslu ykkar af þessu borði, bæði slæma og góða.

Inno3d SL7i680a

Ég stend frammi fyrir erfiðri ákvöðun :( og var að vona að þið, kæru vaktarar, gætuð hjálpað mér svolítið. :D :wink:




Yank
</Snillingur>
Póstar: 1058
Skráði sig: Mið 29. Des 2004 17:01
Reputation: 0
Staðsetning: www.tech.is
Staða: Ótengdur

Pósturaf Yank » Mið 06. Feb 2008 23:33

Það sem er ósniðugt við þessi borð er að Nvidia var að gefa út arftaka 680i nefnilega 780i kubbasettið. Þannig búast má við að stuðningur við 680i fari að dvína enda það kubbasett tekið að "eldast"

Þannig að í stað fyrir þessi 680i borð er t.d. komið þetta.
http://tolvutaekni.is/product_info.php?products_id=954

En vissulega dýrara, og splúnku nýjum kubbasettum getur fylgt örlítð bras meðan verið er að ná af þeim vanköntum með uppfærslum á bios og reklum.

Annars hef ég enga persónulega reynslu af þessum tveim 680i borðum, en lítill fugl hvíslaði því að mér einu sinni að viftan á Inno3D mætti vera hljóðlátari.




Höfundur
Dazy crazy
ÜberAdmin
Póstar: 1317
Skráði sig: Fim 29. Nóv 2007 23:46
Reputation: 5
Staðsetning: Lýtó
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf Dazy crazy » Mið 06. Feb 2008 23:56

Ég hefði nú alveg getað hvíslað því að þér, og ef ég væri nálægt tölvunni þyrfti ég að öskra það (ÝKT).

Mér líst ekki á 780 kubbasettin þar sem kælingin á 680 hefur ekki gengið neitt sérlega vel og ég var bara að velta því fyrir mér hvort ég ætti að skipta yfir í asusinn af því að inno3d hefur verið að stíða mér svolítið.

Hvað eru aðal kostirnir við 780 umfram 680 í afköstum, er það bara hraðari samskipti á milli hlutanna eða býr eitthvað meira að baki þessarar risastóru viftu?

780 gæti það orðið þegar reynsla verður komin á það en eins og er þá dugir 680 kubbasettið mér.




Yank
</Snillingur>
Póstar: 1058
Skráði sig: Mið 29. Des 2004 17:01
Reputation: 0
Staðsetning: www.tech.is
Staða: Ótengdur

Pósturaf Yank » Fim 07. Feb 2008 00:06

dagur90 skrifaði:Ég hefði nú alveg getað hvíslað því að þér, og ef ég væri nálægt tölvunni þyrfti ég að öskra það (ÝKT).

Mér líst ekki á 780 kubbasettin þar sem kælingin á 680 hefur ekki gengið neitt sérlega vel og ég var bara að velta því fyrir mér hvort ég ætti að skipta yfir í asusinn af því að inno3d hefur verið að stíða mér svolítið.

Hvað eru aðal kostirnir við 780 umfram 680 í afköstum, er það bara hraðari samskipti á milli hlutanna eða býr eitthvað meira að baki þessarar risastóru viftu?

780 gæti það orðið þegar reynsla verður komin á það en eins og er þá dugir 680 kubbasettið mér.


Mér finnst tryggð þín við Nvidia kubbasett mjög mótsagnakennd við reynslu þína. Kæmi ekki bara til greina að taka P35 eða X38, þ.e.a.s ef þú ert ekki að keyra SLI?




Höfundur
Dazy crazy
ÜberAdmin
Póstar: 1317
Skráði sig: Fim 29. Nóv 2007 23:46
Reputation: 5
Staðsetning: Lýtó
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf Dazy crazy » Fim 07. Feb 2008 00:13

Þannig liggur nú í því að ég á 2 8800 gt kort þannig að þetta er ekki beint tryggð heldur nauðsyn :cry:

Áður en ég keypti þetta þá hafði ég bara alls enga reynslu af þessu :oops:




TechHead
Geek
Póstar: 822
Skráði sig: Þri 23. Nóv 2004 14:56
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf TechHead » Fim 07. Feb 2008 00:13

Svo er Nforce 790i kubbasettið væntanlegt í Mars =)




Höfundur
Dazy crazy
ÜberAdmin
Póstar: 1317
Skráði sig: Fim 29. Nóv 2007 23:46
Reputation: 5
Staðsetning: Lýtó
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf Dazy crazy » Fim 07. Feb 2008 00:17

Vá ætlar þessu aldrei að linna. Mikið vorkenni ég þeim sem byrjuðu að "bíða" í haust. :lol: