Síða 1 af 1

Flakkari - hávaði og texti!

Sent: Mán 04. Feb 2008 09:38
af coldcut
Sælir piltar

þannig er mál með vexti að ég keypti mér Icy Box mp-303 flakkara í Tölvulistanum á laugardaginn og setti síðan í hann 320gb WD harðan disk úr Computer.is...vandamál mín eru í raun tvö.

1. Þegar kveikt er á flakkaranum þá heyrist mikið í honum og það er mjög pirrandi, sérstaklega þegar maður er að horfa á mynd og heyrir líka hljóðið úr flakkaranum, það er eins og diskurinn sé laus (sem hann er ekki, búinn að skrúfa hann eins ogá að gera) og svo heyrist eins og svona "skrifhljóð".

2. Ef ég er með myndir í tölvunni sem eru með íslenskum texta (.srt file til dæmis) get ég þá alls ekki notað textann í flakkaranum? Og ef það er hægt hvernig rigga ég því þá?

með fyrirfram þökk

Sent: Mán 04. Feb 2008 10:02
af Klemmi
Western Digital diskar eru einfaldlega hávaðasamir, víbra meira heldur en aðrir diskar og henta því ekki vel í flakkara eða "ódýrari" kassa.

Því miður þekki ég ekki inn á þessa flakkara nógu vel til að geta hjálpað þér með part 2.

...

Sent: Mán 04. Feb 2008 10:13
af coldcut
aaahhh damn...hendi honum þá bara í tölvuna og kaupi annan í flakkarann

hvaða merki ætti ég þá að leita að? Seagate eða?

Sent: Mán 04. Feb 2008 10:40
af Klemmi
Af minni reynslu er Samsung lágværustu diskarnir, helsti munurinn á þeim og Seagate er að það brakar örlítið í Seagatinum þegar hann er að vinna.