Síða 1 af 1

Ráð varðandi AGP skjákort.

Sent: Sun 03. Feb 2008 07:48
af Danni V8
Sælir vakthafar.

Núna er ég í klemmu með tölvuna mína sem er orðin eitthvað í kringum þriggja ára gömul. Hún er með ATI Readon X800XT Platinum Edition 256mb og það kort er alveg að gefast upp. Ef það kemur einhver smá þrívídd í meira en 640x480 þá dugar það í svona 10-20 mín áður en tölvan krassar, bara allt stopp og svo byrjar hún að bíppa á fullu og skjárinn blikkar pixelum (einsog Digital Ísland). Áður en þetta allt gerist fer viftan á fullan snúning og örugglega yfir útsláttarmörk. Eina sem mér dettur í hug er að ég þurfi að skipta út korti, er búinn að prófa að opna og þrífa tölvuna að innan og það hjálpaði mjög lítið en þetta skánaði þó eitthvað við það.

Nú er ég að spá, hvernig kort ætti ég að fá mér í staðinn? Þarf að vera AGP kort og þola löng race í BMW E92 M3 Challange leiknum online því og það geta verið upp í 16 bílar að þvælast í góðri þrívídd á skjánum og pína tölvugreyið mitt. (Var að fá Logitech G25 stýri og núna þarf ég að geta notað bílaleikina :D )

Var búinn að hugsa um að uppfæra kælinguna á kortinu, en miðað við mína þolinmæði og rýrnandi tölvukunnáttu þá bara ætla ég ekki að reyna við það.

Þannig nýtt skjákort er málið en mig vantar aðstöð við að velja það. Ég set mörkin á svona 20.000 ISK fyrir kort.

Eða borgar það sig að eyða aðeins meira og fara í allan pakkan, móðurborð með PCI-Express, minniskubb(a), PCI-E skjákort og nýjan örgjörva... Með þetta úrelta drasl mitt er það þess virði að uppfæra þetta?

Hvað finnst ykkur snillingunum?

PS. tölvan er svona:
Móðurborð: Asus með AMD Socket 939
Örgjörfi: AMD 3000XP 2,24ghz x64
Minni: Ekki minna en 1gb allavega............ :oops.
Skjákort: ATI Readon X800XT P.E. 256mb AGP
Hljóðkort: Soundblaster Augigy 2 með External tengja- og stillingaboxi
HDD: 2x 300gb SATA, 1x200gb IDE og 1x 120gb IDE

Sent: Sun 03. Feb 2008 11:38
af Dazy crazy
Ef það er viftan á skjákortinu sem fer á fullt þá gæti verið ryk í kæliplötunni eða kælikremið bara orðið lélegt.

Sent: Sun 03. Feb 2008 14:52
af Xyron
Vel uppsettur póstur hjá þér!

Hljómar eins og skjákortið hjá þér sé að ofhitna, spurning um hvort að það sé eitthvað sem er hægt að laga. Eins og dagur benti á, þá er möguleiki að það vanti t.d. kælikrem á milli örgjörvans og kæliplöturnar á skjákortinu, myndi nú kannski byrja á að fara á þessa síðu hérna til að greina hvað það er sem plagar skjákortið þitt.. ef það er video minnið sem er orsökin, þá er sniðugra að skipta bara um skjákort..

Annars veit ég til þess að margir downclocka skjákortin sín til þess að fá þau aftur til að virka.. Sakar ekki að prófa það

Ef þú ætlar þér að kaupa nýtt skjákort þá mæli ég með að taka eitthvað ódýrt, tekur því ekki að fara í neitt dýrt miðað við þann vélbúnað sem þú ert með.

Skannaði rétt svo yfir þessar helstu tölvuíhlutabúðir og leist hvað best á Þetta kort frá tölvuvirkni miðað við verð/performance

Sent: Sun 03. Feb 2008 14:58
af zedro
Gætir líka prófað að blása duglega útúr kassanum, helst með loftpressu en
loftbrúsi er ágætur líka :) ss. blása ryki útúr kassanum.... ryk og kæliplötur
fara ekki vel saman ;)

Sent: Sun 03. Feb 2008 18:30
af Danni V8
Ég þakka góð svör. Fór inní skúr með tölvuna og tók hana í sundur og blés og ryksugaði í margar mínútur. Alveg ótrúlegt hvað það var búið að safnast mikið ryk fyrir í tölvunni. Tók skjákortið líka í sundur og þreif allt þar undir og setti nýtt kælikrem, allt annað líf að spila tölvuleiki núna!

Virkar eins og er einsog í sögu, vona að þetta er saga með happy ending :8)

Kveðja, Einn sáttur :D

Sent: Sun 03. Feb 2008 18:34
af Dazy crazy
Það var gott að þetta lagaðist, ókeypis.
:wink:
Sumir hérna vilja samt meina að það sé ekkert ofboðslega sniðugt að ryksuga tölvurnar vegna stöðurafmagns. Ég persónulega hef ekkert orðið var við að neitt hafi skemmst hjá mér vegna stöðurafmagns en samt hef ég farið frekar frjálslega í gegnum tölvurnar hjá mér. :roll:

Hvað er það í ryksugi sem myndar stöðurafmagn? Skiptir engu máli hvort ryksuguendinn er járn eða plast?

Sent: Sun 03. Feb 2008 18:42
af Danni V8
Ég er með svona bursta á endanum á ryksugunni. Nota hann í allt með ryki, "þurrka" af með honum á heimilinu meira að segja. Myndar ekkert stöðurafmagn en það þarf að taka tölvuna alla í sundur til að nota hann því hann tekur svo mikið pláss. Þannig ég lét það nægja að taka bara skjákortið og hljóðkortið úr og blása inn í tölvuna með ryksuguhausinn að ofan að taka við öllu rykina sem þyrlaðist upp við að blása svo það myndi ekki bara falla inn í tölvuna aftur og gera mína vinnu gjörsamlega tilgangslausa!

http://www.geyservac.com/images/Hi%20qu ... _thumb.jpg

Sent: Sun 03. Feb 2008 19:25
af Dazy crazy
ok takk fyrir það, geri það næst en hvað er það sem myndar stöðurafmagnið?

Sent: Sun 03. Feb 2008 20:07
af Danni V8
Það veit ég ekki um. En ég man í gamla daga þegar ég var polli að byrja að fikta í tölvum þá kenndi pabbi mér alltaf að koma við power supply-ið áður en ég byrjaði að vinna í tölvunni, sem ég geri alltaf. Ef ég er ekki nógu jarðtengdur þá er best að koma við PSU-ið til að losna við alla hleðslu sagði hann mér, í staðinn fyrir að koma fyrst við kannski skjákortið og grilla það.

Annars hef ég ekki heyrt um neinn sem skemmir tölvu með stöðurafmagni þannig ég dreg bara þá áliktun að þetta er bara myth!

Sent: Sun 03. Feb 2008 22:36
af Dazy crazy
Mér hefur verið sagt að snerta ofn eða eitthvað en mér virðist það vera þægilegra að snerta bara pwr supplyið þannig að þannig verður það bara í framtíðinni og ef ég grilla eitthvað með stöðurafmagni... þá er það þér að kenna hehehe :twisted: :wink: :roll: (þetta er grín fyrir þá sem ekki eru vaknaðir)