Síða 1 af 1

Vantar að vita muninn ?

Sent: Fim 31. Jan 2008 00:44
af mic
Hver er munurinn á þessum örgjöfum Duo E6750 og Quad Q6600.
Og hvor er betri fyrir leikina?

Takk fyrir.

Sent: Fim 31. Jan 2008 01:06
af Selurinn
http://spjall.vaktin.is/viewtopic.php?t=16776
Þannig að Quad er með 4 kjarna :)

En ef þú átt nóg pening til að bleða í Quad þá er það miklu betra :)

Sent: Fim 31. Jan 2008 21:43
af ÓmarSmith
Nei það er ekket endilega rétt hjá þér Rostungur ;)

Það hefur alveg sýnt sig að E6850 er betri þegar kemur að leikjaspilun enda ekki einn einasti leikur sem styður við 4 kjarna í augnablikinu.

Crysis mun gera það síðar með patchi en eins og staðan er í dag eru það bara 2 kjarnar.

Ef við komandi er bara að hugsa um leikjaspilun en ekki "Þunga" forrita vinnslu þá tæki ég bara E6850 og myndi smella honum í 3.5Ghz með góðri kælingu :)

En Quadinn er auðvitað mjög öflugur í alla staði :)

Sent: Fim 31. Jan 2008 23:00
af Selurinn
Ég ætlaði nú bara að reyna að gera þetta einfalt fyrir kauða.
Þetta er hlutur sem hægt er að argua endalaust.

En ok skítt með það, fáðu þér bara E6850

Sent: Fös 01. Feb 2008 11:02
af ErectuZ
Spurning um að vera future-safe?

Ég fékk mér alla vega quad core því að ég vildi vera tilbúinn og hafði ekki ætlað mér að uppfæra neitt næstu árin, ásamt því að ég stunda stundum (heh) nokkuð þunga forritvinnslu :wink:

En síðan verður auðvitað kominn betri og öflugri quad core en þessir sem fást í dag þegar quad-core leikirnir fara að streyma inn :8)

Sent: Fös 01. Feb 2008 13:03
af Selurinn
Þetta er líka góð spurning varðandi það hversu oft þú ætlar að uppfæra.

Ef þú ætlar að uppfæra mjög seint aftur, þá myndi ég segja alltaf Quad-Core