Hvernig fær maður windows til að styðja 4 gb minni ?

Skjámynd

Höfundur
Jon1
Geek
Póstar: 859
Skráði sig: Sun 20. Jan 2008 04:25
Reputation: 16
Staðsetning: Rvk
Staða: Ótengdur

Hvernig fær maður windows til að styðja 4 gb minni ?

Pósturaf Jon1 » Þri 29. Jan 2008 12:56

Málið er, ég er með móðurborð sem styður 8 gb 677/800/1066
en samt tekur tölvan ekki við 4 1gb 800 kubbum. Er ekki enhvað nörd hérn sem gæti reddað mér :)?



Skjámynd

einzi
spjallið.is
Póstar: 439
Skráði sig: Þri 27. Maí 2003 11:25
Reputation: 1
Staðsetning: Ísafjörður
Staða: Ótengdur

Pósturaf einzi » Þri 29. Jan 2008 13:55

Maður virðist aldrei ná að svara þessari umræðu um 4GB og 32bita stýrikerfi/vélbúnaður

Það er tvennt ólíkt hvort móðurborðið styðji meira en 4GB eða hvort stýrikerfið styðji meira en 4GB.

Taxi skrifaði:Sko málið er að 3,5.GB er FRÆÐILEGT hámark fyrir 32-bita XP/Vista stýrikerfi.

En það fer eftir því hversu mikið af vélbúnaði er í tölvunni,þú ert líklega með fullhlaðna vél,2 skjákort,4xDDR2,hljóðkort og þráðlaust netkort.

Eftir því sem kortum í móðurborðsraufunum fjölgar minnkar minnið um 256MB fyrir hvert kort, 4 kort = -1GB sem við tökum af 3,5 hámarkinu = 2,5GB sem þú sér í 32-bita XP/Vista.

Ekki kenna neinu nema Microsoft um þetta vandamál,þetta er bara memory adressing vandamál sem hefði verið hægt að forðast.(MS guggnaði á að fara alveg yfir í 64-bita kerfi)


Smá punktur sem ég kom inná líka

einzi skrifaði:Málið er að Windows XP ( 32-bit ) getur ekki notað öll 4gíg í vinnsluminni út af minnisaddressing máli. Útskýrist þannig að stýrikerfið ( og stundum hardware ) hefur bara ákveðinn fjölda af minnisföngum í 32bit kerfum (4,294,967,295 eða ca 4GB) og þá eiga öll innri tæki eftir að taka sitt minni á meðan 64-bit hefur 18,446,744,073,709,551,615 eða 18 ExaBæti ( 1 ExaBæti = 1.000.000.000 GígaBæti ) minnisföng.

Microsoft var með flott dæmi sem heitir Physical Address Extension ( PAE ) til að leysa þetta í winxp 32bit en hætti við það út af einhverjum ástæðum. Nú er aðeins hægt að fá PAE í server os eins og Windows Server 2003.




Nokkrir þræðir sem ræða þetta vandamál.
3gb en ekki 4gb!!
taka skjákort vinnsluminni af þeim 3,5 gígabætum sem xp les?
Windows Vista Business DDR2 Ram

Wikipedia um memory addressing Hér

Ask Dan ræðir þetta vandamál líka og fer vel ofan í málið



Skjámynd

Höfundur
Jon1
Geek
Póstar: 859
Skráði sig: Sun 20. Jan 2008 04:25
Reputation: 16
Staðsetning: Rvk
Staða: Ótengdur

Takk

Pósturaf Jon1 » Þri 29. Jan 2008 21:33

Takk æðislega. sorry að spurja svona spurningar sem hefur verið svarað 100 sinnum :)