Síða 1 af 1
Þarf að formata HDD en má ekki! Hjálp!!
Sent: Mið 23. Jan 2008 16:10
af einar92
Ég var með eina fartölvu sem hrundi og var hellingur af myndum á.! ég tók hdd úr henni og setti í Hýsingu fyrir Fartölvudiska.
Málið er það að Windows Vista heimtar að fá að formata disikinn fyrir notkunn.
en ég má það ekki hellingur af myndum á þessum disk sem ég þarf að ná!..
einhverrar hugmyndir hvað sé hægt að gera???
Sent: Mið 23. Jan 2008 16:47
af zedro
Brunað með hann í Kísildal og vona hið besta

Sent: Mið 23. Jan 2008 17:06
af Dazy crazy
Ef þeir geta gert við hann þá flýtirðu þér eins og hrædd hæna að taka backup af öllu draslinu

Sent: Mið 23. Jan 2008 17:19
af Windowsman
Haha keyra um það bil 300km til að komast í Kísildal.

Sent: Mið 23. Jan 2008 17:37
af Dazy crazy
Hahaha, get tekið hann eftir 2 vikur og skilað svo eftir 1 og 1/2 mánuð þegar ég er á ferðinni,hehe.
Sent: Mið 23. Jan 2008 18:48
af arnarj
eh, prófa að tengja hann við xp ?
Sent: Mið 23. Jan 2008 19:42
af viddi
Reddaðu þér bara R-Studio og recoveraðu af honum með því.
Sent: Mið 23. Jan 2008 19:52
af Gets
Tengdu hann bara við Windows XP og málið er í höfn.
Sent: Mið 23. Jan 2008 23:07
af Kristján Gerhard
Þetta er málið þegar kemur að svona hlutum, kostar soldið, en þó töluvert minna en að fara með hana á verkstæði.
http://www.grc.com/spinrite.htm
Sent: Fim 24. Jan 2008 14:29
af einzi
Ég lenti einu sinni í svona, og þá kom linux til bjargar. En ég veit ekki hvort vélin hjá þér bootar bara ekki eða hvort vélin sjálf sé hrunin.
Náði mér í
Knoppix LiveCD, bootaði vélinni af geisladisknum, knoppix fann öll partitions og ég gat afritað öll gögn af disknum yfir á netshare án nokkurs vesens.
Gætir skoðað þann möguleika líka.
Sýnist málið ekki endilega vera data recovery því bootsector eða annað stýrikerfistengt gæti verið bilað og þá náttúrulega bootar hún ekki. Data recovery væri frekar gert ef maður formattar nú óvart diskinn já eða diskurinn verður gjörsamlega fubar, og þá er bara málið að passa sig að skrifa ekki neitt á diskinn sem á að bjarga gögnum af.
Sent: Fim 24. Jan 2008 16:20
af Halli25
Kristján Gerhard skrifaði:Þetta er málið þegar kemur að svona hlutum, kostar soldið, en þó töluvert minna en að fara með hana á verkstæði.
http://www.grc.com/spinrite.htm
Hann er að reyna þetta í Vista ekki XP, svo ég skjóti útí loftið... gæti verið að þetta myndi virka í XP eins og ArnarJ bendir á?
Sent: Fim 24. Jan 2008 16:22
af einzi
faraldur skrifaði:Kristján Gerhard skrifaði:Þetta er málið þegar kemur að svona hlutum, kostar soldið, en þó töluvert minna en að fara með hana á verkstæði.
http://www.grc.com/spinrite.htm
Hann er að reyna þetta í Vista ekki XP, svo ég skjóti útí loftið... gæti verið að þetta myndi virka í XP eins og ArnarJ bendir á?
Gæti gert það .. Gæti ekki gert það.. vegir Windows eru órannsakanlegir og því kannski bara málið að prófa á XP vél
Sent: Lau 26. Jan 2008 17:26
af einar92
Búinn að prófa líka á xp.. ég á einn ubuntu live cd tékka hann næst...