Að tengja DVD spilarann við tölvuna.


Höfundur
Windowsman
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 378
Skráði sig: Sun 23. Sep 2007 11:57
Reputation: 0
Staðsetning: við tölvu
Staða: Ótengdur

Að tengja DVD spilarann við tölvuna.

Pósturaf Windowsman » Lau 19. Jan 2008 18:19

Ég er hérna að reyna að tengja DVD spilarann við tölvuna svo að ég geti horft á myndir í gegnum hann.

Það er S-video tengi aftan á spilaranum á ég að tengja S-Video snúru frá spilaranum í tölvuna og síðan VGA frá DVD spilaranum yfir í tölvuskjáin?


Intel Pentium 4, Dell Dimension 5000 móðurborð, 1gb 533mhz minni, Ati RadeonX300, 160GB+250GB+500GB HDD, 19" Dell LCD, Lohietch X-530.
Tölvutækni Æðisleg þjónusta, frábært verð og frábært starfsfólk. http://www.Tolvutaekni.is

Skjámynd

hagur
Besserwisser
Póstar: 3153
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
Reputation: 463
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf hagur » Lau 19. Jan 2008 23:06

Þú ert ekki með S-Video IN á tölvunni, nema þú sért með sjónvarpskort.

Skjákort eru aðeins með S-Video OUT.

Eini sénsinn er semsagt að þú sért með sjónvarpskort og tengir þá úr DVD spilaranum í S-Video IN á sjónvarpskortinu, ræsir svo eitthvað TV-forrit og tjúnar inná S-Video tengið og færð þannig upp myndina, en þú munt án efa tapa einhverjum gæðum á því. Auk þess þarftu einnig að tengja hljóðið sérstaklega við tölvuna.

Önnur leið er auðvitað að tengja bara DVD spilarann beint við tölvuskjáinn, en til þess að það sé hægt, þá þarf tölvuskjárinn að vera með Composite, Component eða S-Video tengi, en það er sjaldgæft nema í fínni LCD skjáum.

Þá vantar líka hljóðið ....

Ertu ekki með DVD drif í tölvunni? Ef svo er, þá auðvitað notarðu það bara og t.d VLC player.




Höfundur
Windowsman
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 378
Skráði sig: Sun 23. Sep 2007 11:57
Reputation: 0
Staðsetning: við tölvu
Staða: Ótengdur

Pósturaf Windowsman » Lau 19. Jan 2008 23:09

Er með það sko:D

En ég er t.d. með sjónvarpskort og ég sleppi þessu þá bara of mikið vesen.


Intel Pentium 4, Dell Dimension 5000 móðurborð, 1gb 533mhz minni, Ati RadeonX300, 160GB+250GB+500GB HDD, 19" Dell LCD, Lohietch X-530.
Tölvutækni Æðisleg þjónusta, frábært verð og frábært starfsfólk. http://www.Tolvutaekni.is

Skjámynd

Halli25
Bara að hanga
Póstar: 1579
Skráði sig: Fim 13. Sep 2007 12:42
Reputation: 67
Staðsetning: Hveragerði
Staða: Ótengdur

Pósturaf Halli25 » Mán 21. Jan 2008 09:54

hagur skrifaði:Þú ert ekki með S-Video IN á tölvunni, nema þú sért með sjónvarpskort.

Skjákort eru aðeins með S-Video OUT.

Eini sénsinn er semsagt að þú sért með sjónvarpskort og tengir þá úr DVD spilaranum í S-Video IN á sjónvarpskortinu, ræsir svo eitthvað TV-forrit og tjúnar inná S-Video tengið og færð þannig upp myndina, en þú munt án efa tapa einhverjum gæðum á því. Auk þess þarftu einnig að tengja hljóðið sérstaklega við tölvuna.

Önnur leið er auðvitað að tengja bara DVD spilarann beint við tölvuskjáinn, en til þess að það sé hægt, þá þarf tölvuskjárinn að vera með Composite, Component eða S-Video tengi, en það er sjaldgæft nema í fínni LCD skjáum.

Þá vantar líka hljóðið ....

Ertu ekki með DVD drif í tölvunni? Ef svo er, þá auðvitað notarðu það bara og t.d VLC player.


Hefurðu ekki heyrt um VIVO Video in/video out... mörg skjákort með þannig í dag :)


Starfsmaður @ IOD

Skjámynd

hagur
Besserwisser
Póstar: 3153
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
Reputation: 463
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf hagur » Mán 21. Jan 2008 14:16

Jú, reyndar hef ég heyrt um það.

Ég held bara að það sé frekar sjaldgæfur fídus. Þar að auki fannst mér aðferðin sem Windowsman ætlaði sér að nota við að horfa á DVD hreinlega ekki vesenisins virði, þessvegna minntist ég ekki einu sinni á þennan möguleika.