Síða 1 af 1

Custom Resolution

Sent: Lau 19. Jan 2008 18:11
af dezeGno
Góðan dag.

Ég fór í dag og fjárfesti í einu stk. BenQ G2400W og setti upp og allt gekk frábærlega, þangað til að ég ætlaði að setja inn custom resolutions með hjál nVidia control panel. Er með 8800GTX kort ef það hjálpar eitthvað til.

Eina sem ég fæ upp á skjáinn er að ég þurfi að prófa upplausnina áður en ég geti notað hana, ýti á okay, og þá fæ ég villuna að "Custom Mode test failed". Ég er búin að reyna að fara og ná í nýjasta driverinn frá nVidia, kannski að ég prófi það aftur og ég er búin að prófa forrit eins og PowerStrip til að fá custom upplausn en það virkar ekki heldur. Einhver sem gæti verið með skýringu á þessu? :S

Takk.

Sent: Lau 19. Jan 2008 18:15
af TechHead
Því viltu setja Custom upplausn á skjáinn?

Custo Res er aðallega hugsað fyrir sjónvörp og slíkt sem styðja ekki þessar
hefðbundnu tölvuupplausnir =)

Sent: Lau 19. Jan 2008 18:52
af dezeGno
Ég hef verið að gera vídeó fyrir tölvuleiki, t.d. cs & cod og þar vil ég geta unnið með t.d. 960*600, 960*540 eða eitthvað slíkt og þess vegna vantar mig það :)

Sent: Lau 19. Jan 2008 20:27
af ÓmarSmith
Ég bjó til Custom Res fyrir Crysis

1280 x 800 = Brilliant upplausn.

Ég þurfti að fikta e-ð í stillingunum áður en tölvan samþykkti það samt. Minnir að ég hafi samt valið manual og breytt engu.

Sent: Mán 21. Jan 2008 23:29
af Viktor
Getur prufað að nota PowerStrip, http://www.download.com.

Tip kom hjá mér áðan "Did you know that you can make custom res. with many display drivers ....."