Síða 1 af 1

Nota sama skjá á tvær tölvur?

Sent: Lau 19. Jan 2008 15:14
af Windowsman
Ég er hérna með tvær tölvur en einungis einn skjá. Mig langar að geta skipt skjánum í tvennt þannig að hægra megin sé tölvan sem notar DVI og vinstra megin VGA eða öfugt.

Er það hægt og ef það er hvernig?

Sent: Lau 19. Jan 2008 15:18
af arnarj
fer að sjálfsögðu bara eftir skjánum. Mjög sjaldgæft að þetta sé hægt. Veit að 24" dell skjáir eru með mynd í mynd og einnig hægt að splitta skjánum í tvennt, sjálfum finnst mér sá fítus ekki koma neitt sérlega vel út.

Sent: Lau 19. Jan 2008 15:21
af Windowsman
Ég er ekki að leitast eftir Topp Gæðum en á meðan ég er ekki með skjá gæti verið þæginlegt að t.d. formatta eina og horfa á myndir í hinni:D

Sent: Lau 19. Jan 2008 15:51
af zedro
Heirðu ég er með einmitt lausnina handa þér,
switchar sem gera þér það kleift að vera með
tvær tölvur á einn skjá og þurfa bara eitt lyklaborð,
mús (og hátalara, dýrari gerðin)

[url=http://www.kisildalur.is/?p=2&id=494]Mynd
InfoSmart INKS02P @ 2.500kr[/url]

[url=http://www.kisildalur.is/?p=2&id=495]Mynd
InfoSmart INKS2100 @ 3.500kr[/url]

[url=http://www.kisildalur.is/?p=2&id=599]Mynd
Infosmart INSP02A @ 3.900kr[/url]

Sent: Lau 19. Jan 2008 15:58
af Windowsman
sniðugt. með hverju tengi ég þetta í skjáinn.

Endilega segja mér meira um þetta