Síða 1 af 1
Samsung 245BW vs. Acer AL2416WS
Sent: Fös 18. Jan 2008 15:59
af dezeGno
Jæja.
Núna er verið að skoða skjái, og er ég að leita eftir skjá á verðbilinu 40-50 þúsund, FullHD og minnst 300 cd/m² í birtu. Skiptir mig engu máli hversu stórir þeir eru, bara að þeir styðji réttu upplausnina.
Jæja, ég sá þessa skjái og var svona að velta fyrir mér hvorn þið mynduð velja og hvers vegna? Finnst frekar lélegt að Acer skjárinn sé ekki með DVI tengi, en skiptir það einhverju rosalegu? Á ég eftir að sjá mikin mun á VGA & DVI tengi? Lýst aðeins betur á Samsung skjáinn.
Einnig meigið alveg endilega nefna einhverja aðra skjái sem þið vitið um sem eru svipaðir og þessir og á sama verðskalanum.
Samsung 245BW
Acer AL2416WS
Takk kærlega.
Sent: Fös 18. Jan 2008 17:39
af TechHead
Myndi nú hiklaust taka þennann:
BenQ G2400W
Kostar rétt undir 40k, er að skila sömu gæðum og samsunginn + hdmi tengi.
Þótt að uppgefin birta á skjánum sé aðeins 250 lumens þá er ég að nota
svona skjá í vinnunni allann daginn og mig grunar að þetta sé hófleg mæling.
Allavegana mæli ég með því að þú skoðir og berir alla skjáina saman með
berum augum því það er eina leiðin til að velja rétta skjáinn.
Sent: Fös 18. Jan 2008 20:34
af dadik
Og já, þú sérð mikinn mun á VGA og DVI tengi ...
Sent: Fös 18. Jan 2008 21:01
af dezeGno
Allt í lagi. Takk fyrir þetta, geri ráð fyrir því að ég fari á rúntin á morgun og tjékki á þessum skjáum í eigin persónu. Er annars ekkert mál að fá að sjá svona skjá og hvernig hann er þegar hann er t.d. tengdur við tölvu? Eru verslanir tilbúnar í eitthvað svoleiðis? Annars segi ég bara takk kærlega fyrir svörin TechHead og dadik.
Sent: Fös 18. Jan 2008 21:11
af TechHead
Well það eru nú flestar verslanir með vörurnar sýnar til sýnis....
Ef ekki þá bara að heimta að fá að skoða

Sent: Fös 18. Jan 2008 21:34
af dezeGno
Okay, flott er. Takk aftur.
Sent: Fös 18. Jan 2008 23:30
af ÓmarSmith
Ég tæki klárlega Samsungin. Hann er meiriháttar góður en ég viðurkenni að ég hef ekki séð þennan BENQ sem Tölvuvirkni menn eru með.
Speccarnir á honum eru ekkert spes en Seeing is Believing. :Það er alveg staðreynd.
Sent: Lau 19. Jan 2008 15:58
af dezeGno
Jæja, ég fór og tók smá rúnt í tölvutækni, tölvuvirkni og computer.is og skoðaði skjána í eigin augum og ég skellti mér á BenQ G2400W sem hann TechHead mælti með og ég verð að segja að ég varð ekki fyrir vonbrigðum. Snildar skjár á frábæru verði. HDMI, DVI og VGA plögg og hefur alveg næga birtu, sá allavega ekki neinn mun á Samsung (400 lumens) og BenQ (250 lumens).
Sent: Mán 21. Jan 2008 09:30
af Halli25
dezeGno skrifaði:Jæja, ég fór og tók smá rúnt í tölvutækni, tölvuvirkni og computer.is og skoðaði skjána í eigin augum og ég skellti mér á BenQ G2400W sem hann TechHead mælti með og ég verð að segja að ég varð ekki fyrir vonbrigðum. Snildar skjár á frábæru verði. HDMI, DVI og VGA plögg og hefur alveg næga birtu, sá allavega ekki neinn mun á Samsung (400 lumens) og BenQ (250 lumens).
Ef þú varst að skoða Acer til að byrja með þá hefðirðu átt að skoða þennan:
Acer P241WD nánar um hann
hérna