Furðulegt tölvuvandamál
Sent: Þri 15. Jan 2008 22:30
Það er eitt furðulegt vandamál í gangi hjá félaga mínum. Hann fór og keypti sér nýja tölvu, móðurborð, örgjörva, vinnsluminni og aflgjafa. Hann og vinur hans setja tölvuna saman og tengja allt rétt og kveikja á tölvunni. Það kemur fyrst á skjáinn þetta „Geforce 7950 GT...512MB...“ og það dótarí. Svo gerðist ekkert nema restart. Aftur og aftur. Þeir prufuðu eitthvað að fikta í köplunum, setja öðruvísi tengi á skjákortið, tengja harða diskinn ekki, tengja hann með molex, sata og ýmislegt fleira en ekkert fékk tölvuna til að fara í gang.
Það endar þá með því að þeir setja hana í viðgerð þar sem þeir keyptu hana. Þá nær hann í tölvuna og borgar 3.000 kr fyrir viðgerðina, og þeir á verkstæðinu sögðu ástæðuna vera þá að „tölvan hefði verið kolvitlaust tengd“.
Svo fer hann með hana heim, tengir rafmagn og skjá og það sama gerist. Restart eftir vga post. Þá fer hann með tölvuna aftur á verkstæðið og sér að hún virkar hjá þeim á verkstæðinu þegar þeir setja hana í samband. Þá fundum við út að þetta hlyti að vera power-snúran eða rafmagnið heima hjá honum. Þeir létu hann hafa nýja power snúru og hann fór heim að prufa, og viti menn, ekkert skeði.
Þá varð hann orðin frekar pirraður og fór með tölvuna heim til vinar síns til að athuga hvort það virkaði. Það sama gerðist heima hjá honum. Restart eftir vga postið. Þá prufa þeir að tengja aflgjafa vinar hans í tölvuna hans og gera það rétt. Þá kveikja þeir á tölvunni, og viti menn, hún svínvirkar og þeir setja upp Windows.
Þá fer hann með aflgjafan til þeirra á verkstæðinu og eftir töluvert þras fær hann nýan, eins aflgjafa.
Þá fer hann heim, og ennþá er sama vandamálið. Þá fer hann aftur í tölvubúðina og fær aflgjafa sem er 2.000 krónum dýrari. Sá fyrsti kostaði 5.900 og sá seinni 7.900 eða eitthvað álíka. Þá fer hann heim, og tengir allt eins og það á að vera og sama vandamál kemur upp! Tölvan virkar bara á verkstæðinu.
Tölvan virkar á verkstæðinu, ekki heima hjá honum, ekki heima hjá vini hans nema með aflgjafanum frá vini hans. Hvað er hægt að gera í þessu?
EDIT: Langar líka að fá að vita hvert hlutverk tölvubúðarinnar er í þessu tilfelli. Ef varan virkar ekki á venjulegum heimilum?
Það endar þá með því að þeir setja hana í viðgerð þar sem þeir keyptu hana. Þá nær hann í tölvuna og borgar 3.000 kr fyrir viðgerðina, og þeir á verkstæðinu sögðu ástæðuna vera þá að „tölvan hefði verið kolvitlaust tengd“.
Svo fer hann með hana heim, tengir rafmagn og skjá og það sama gerist. Restart eftir vga post. Þá fer hann með tölvuna aftur á verkstæðið og sér að hún virkar hjá þeim á verkstæðinu þegar þeir setja hana í samband. Þá fundum við út að þetta hlyti að vera power-snúran eða rafmagnið heima hjá honum. Þeir létu hann hafa nýja power snúru og hann fór heim að prufa, og viti menn, ekkert skeði.
Þá varð hann orðin frekar pirraður og fór með tölvuna heim til vinar síns til að athuga hvort það virkaði. Það sama gerðist heima hjá honum. Restart eftir vga postið. Þá prufa þeir að tengja aflgjafa vinar hans í tölvuna hans og gera það rétt. Þá kveikja þeir á tölvunni, og viti menn, hún svínvirkar og þeir setja upp Windows.
Þá fer hann með aflgjafan til þeirra á verkstæðinu og eftir töluvert þras fær hann nýan, eins aflgjafa.
Þá fer hann heim, og ennþá er sama vandamálið. Þá fer hann aftur í tölvubúðina og fær aflgjafa sem er 2.000 krónum dýrari. Sá fyrsti kostaði 5.900 og sá seinni 7.900 eða eitthvað álíka. Þá fer hann heim, og tengir allt eins og það á að vera og sama vandamál kemur upp! Tölvan virkar bara á verkstæðinu.
Tölvan virkar á verkstæðinu, ekki heima hjá honum, ekki heima hjá vini hans nema með aflgjafanum frá vini hans. Hvað er hægt að gera í þessu?
EDIT: Langar líka að fá að vita hvert hlutverk tölvubúðarinnar er í þessu tilfelli. Ef varan virkar ekki á venjulegum heimilum?
.