Furðulegt tölvuvandamál

Skjámynd

Höfundur
Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6855
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 962
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Furðulegt tölvuvandamál

Pósturaf Viktor » Þri 15. Jan 2008 22:30

Það er eitt furðulegt vandamál í gangi hjá félaga mínum. Hann fór og keypti sér nýja tölvu, móðurborð, örgjörva, vinnsluminni og aflgjafa. Hann og vinur hans setja tölvuna saman og tengja allt rétt og kveikja á tölvunni. Það kemur fyrst á skjáinn þetta „Geforce 7950 GT...512MB...“ og það dótarí. Svo gerðist ekkert nema restart. Aftur og aftur. Þeir prufuðu eitthvað að fikta í köplunum, setja öðruvísi tengi á skjákortið, tengja harða diskinn ekki, tengja hann með molex, sata og ýmislegt fleira en ekkert fékk tölvuna til að fara í gang.

Það endar þá með því að þeir setja hana í viðgerð þar sem þeir keyptu hana. Þá nær hann í tölvuna og borgar 3.000 kr fyrir viðgerðina, og þeir á verkstæðinu sögðu ástæðuna vera þá að „tölvan hefði verið kolvitlaust tengd“.

Svo fer hann með hana heim, tengir rafmagn og skjá og það sama gerist. Restart eftir vga post. Þá fer hann með tölvuna aftur á verkstæðið og sér að hún virkar hjá þeim á verkstæðinu þegar þeir setja hana í samband. Þá fundum við út að þetta hlyti að vera power-snúran eða rafmagnið heima hjá honum. Þeir létu hann hafa nýja power snúru og hann fór heim að prufa, og viti menn, ekkert skeði.

Þá varð hann orðin frekar pirraður og fór með tölvuna heim til vinar síns til að athuga hvort það virkaði. Það sama gerðist heima hjá honum. Restart eftir vga postið. Þá prufa þeir að tengja aflgjafa vinar hans í tölvuna hans og gera það rétt. Þá kveikja þeir á tölvunni, og viti menn, hún svínvirkar og þeir setja upp Windows.

Þá fer hann með aflgjafan til þeirra á verkstæðinu og eftir töluvert þras fær hann nýan, eins aflgjafa.
Þá fer hann heim, og ennþá er sama vandamálið. Þá fer hann aftur í tölvubúðina og fær aflgjafa sem er 2.000 krónum dýrari. Sá fyrsti kostaði 5.900 og sá seinni 7.900 eða eitthvað álíka. Þá fer hann heim, og tengir allt eins og það á að vera og sama vandamál kemur upp! Tölvan virkar bara á verkstæðinu.

Tölvan virkar á verkstæðinu, ekki heima hjá honum, ekki heima hjá vini hans nema með aflgjafanum frá vini hans. Hvað er hægt að gera í þessu?

EDIT: Langar líka að fá að vita hvert hlutverk tölvubúðarinnar er í þessu tilfelli. Ef varan virkar ekki á venjulegum heimilum?
Síðast breytt af Viktor á Mið 16. Jan 2008 00:46, breytt samtals 1 sinni.


I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB


Dazy crazy
ÜberAdmin
Póstar: 1317
Skráði sig: Fim 29. Nóv 2007 23:46
Reputation: 5
Staðsetning: Lýtó
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf Dazy crazy » Þri 15. Jan 2008 22:51

reka álfana út.


Klám og stríð er undirstaða allrar tækni!


Selurinn
Kerfisstjóri
Póstar: 1230
Skráði sig: Fös 24. Feb 2006 15:51
Reputation: 2
Staðsetning: Mhz
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf Selurinn » Þri 15. Jan 2008 23:00

ég segi bara eitt stórt WTF



Skjámynd

Pandemic
Stjórnandi
Póstar: 3774
Skráði sig: Fim 31. Júl 2003 15:25
Reputation: 135
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Pósturaf Pandemic » Þri 15. Jan 2008 23:23

Mér líður eins og homopata á vaktinni með óhefðbundnar aðferðir við að laga tölvur.. en annars ekki vill svo til að þið voruð með eitthvað tengt í usb portin á meðan þið prófuðið þetta? þá sérstaklega fremri.

Þetta er nefninlega það sem gerist við mína vél þegar ég er með HP prentaran tengd í fremri slottinn.



Skjámynd

Höfundur
Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6855
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 962
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf Viktor » Mið 16. Jan 2008 00:35

dagur90 skrifaði:reka álfana út.

Reyndi það án árángurs :(

Selurinn skrifaði:ég segi bara eitt stórt WTF

Sama hér.

Pandemic skrifaði:Mér líður eins og homopata á vaktinni með óhefðbundnar aðferðir við að laga tölvur.. en annars ekki vill svo til að þið voruð með eitthvað tengt í usb portin á meðan þið prófuðið þetta? þá sérstaklega fremri.

Þetta er nefninlega það sem gerist við mína vél þegar ég er með HP prentaran tengd í fremri slottinn.

Búnir að prufa allar útfærslur. Með öllu tengdu, bara skjár og power tengt, tengja ekki HD, tengja ekki DVD drif, tengja annað skjákort, nota önnur tengi í skjákort en PCIe tengi... :o

En hvað finnst fólki að hann ætti að gera í þessu?


I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB


Dazy crazy
ÜberAdmin
Póstar: 1317
Skráði sig: Fim 29. Nóv 2007 23:46
Reputation: 5
Staðsetning: Lýtó
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf Dazy crazy » Mið 16. Jan 2008 00:44

gefa mér hana svo ég geti fiktað :evillaugh.




ErectuZ
Geek
Póstar: 872
Skráði sig: Mið 24. Mar 2004 21:17
Reputation: 0
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf ErectuZ » Mið 16. Jan 2008 00:48

Hlýtur að vera einhver breyta milli verkstæðisins og heima hjá þér :shock:

Tengja annan skjá? (Þó þið hafið prufað annað skjákort, skjárinn er alla vega ein breyta sem er væntanlega ekki eins hjá þér og verkstæðinu)

Plöggið í veggnum? Búnir að prufa annað plögg?

Fjöltengi ef þið notið slíkt? Prufað annað fjöltengi?

Ég er bara að skjóta útí bláinn hérna en hver veit :lol:



Skjámynd

Höfundur
Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6855
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 962
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf Viktor » Mið 16. Jan 2008 09:41

ErectuZ skrifaði:Hlýtur að vera einhver breyta milli verkstæðisins og heima hjá þér :shock:

Tengja annan skjá? (Þó þið hafið prufað annað skjákort, skjárinn er alla vega ein breyta sem er væntanlega ekki eins hjá þér og verkstæðinu)

Plöggið í veggnum? Búnir að prufa annað plögg?

Fjöltengi ef þið notið slíkt? Prufað annað fjöltengi?

Ég er bara að skjóta útí bláinn hérna en hver veit :lol:


Heyyy..erum búnir að prufa annað HÚS. :o Allt í því húsi var upprunalegt, skjár og þetta dót allt.


I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB


Selurinn
Kerfisstjóri
Póstar: 1230
Skráði sig: Fös 24. Feb 2006 15:51
Reputation: 2
Staðsetning: Mhz
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf Selurinn » Mið 16. Jan 2008 11:55

Ég myndi skjóta á gallað móðurborð og að þið hafið bara verið svo ótrúlega óheppnir að þetta hafi ákkurat virkað á verkstæðinu.

Ef það er möguleiki að borgá uppí betra ´móðurborð þá myndi ég gera það.



Skjámynd

Höfundur
Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6855
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 962
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf Viktor » Mið 16. Jan 2008 14:35

Selurinn skrifaði:Ég myndi skjóta á gallað móðurborð og að þið hafið bara verið svo ótrúlega óheppnir að þetta hafi ákkurat virkað á verkstæðinu.

Ef það er möguleiki að borgá uppí betra ´móðurborð þá myndi ég gera það.

Var að spá í það, en það virkar alltaf á verkstæðinu og með öðrum aflgjafa.


I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB

Skjámynd

arnarj
Gúrú
Póstar: 573
Skráði sig: Mán 28. Okt 2002 22:40
Reputation: 8
Staðsetning: 113 Reykjavík
Staða: Ótengdur

Pósturaf arnarj » Mið 16. Jan 2008 16:23

þetta hljómar svo furðulega að nánast það eina sem mér dettur í hug að þegar þið félagarnir séuð við vélina að vond lykt eða andremma slái hana út af laginu?


p.s. jarðtenging á klónum?




GTi
has spoken...
Póstar: 173
Skráði sig: Fim 24. Ágú 2006 14:03
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf GTi » Mið 16. Jan 2008 16:33

Er félagi þinn búinn að prófa aflgjafa vinar síns í tölvunni heima hjá sér?



Skjámynd

urban
Stjórnandi
Póstar: 3750
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
Reputation: 474
Staðsetning: Undir hægra megin
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf urban » Mið 16. Jan 2008 18:01

alveg augljóst að við þessu er að eins eitt að gera.

semja við verkstæðið að fá að leiga af þeim smá part og flytja þangað :)


en annars dettur mér í augnablikinu ekkert til hugar


Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !

Skjámynd

Höfundur
Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6855
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 962
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf Viktor » Mið 16. Jan 2008 19:46

urban- skrifaði:alveg augljóst að við þessu er að eins eitt að gera.

semja við verkstæðið að fá að leiga af þeim smá part og flytja þangað :)


en annars dettur mér í augnablikinu ekkert til hugar

Haha, var að spá í það... hann er desperate í cs.

Gaurarnir í Tölvuvirkni voru ekkert til í að gera fyrir hann. Hann ætlar bara að skila þessu og kaupa notaða, hann er kominn með díl.

Takk fyrir svörin ;)


I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB


TechHead
Geek
Póstar: 822
Skráði sig: Þri 23. Nóv 2004 14:56
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf TechHead » Mið 16. Jan 2008 23:33

Viktor skrifaði:Gaurarnir í Tölvuvirkni voru ekkert til í að gera fyrir hann.


Bíddu nú við? Ekkert til í að gera fyrir hann?
Gerðum nú allt sem í okkar valdi stóð til að komast að því hvort eitthvað
væri að búnaðinum sem hann keypti í hjá okkur og létum hann hafa dýrari
aflgjafa honum að kostnaðarlausu, þrátt fyrir það að búnaðurinn sem hann
keypti hjá okkur hafi verið í fullkomnu lagi.

Þegar komið var með tölvuna fyrst til okkar á verkstæðið (taktu eftir að við
tókum ekki að okkur að setja hana saman) þá ræsti vélin ekki upp og
samsetning vélarinnar var skoðuð of eftirfarandi fannst að:

Harðdiskur tengdur með bæði 12v SataPower tengi og 12v Molex. -lagað
Ein platan í Faceplate var fyrir skjákortstengi móðurborðs og platan þvingaði því móðurborðið - lagað
Geisladrif tengt á slave en ekki master -lagað.
Notast við molex straumtengja splitter í Skjákort í stað dedicated
straumtengis úr aflgjafa -lagað.

Þegar búið var að fara yfir áðurupptalda hluti og resetta BIOS var vélin
ræst og gekk hún eðlilega. Windows setup var keyrt og farið að þeim stað
þar sem beðið er um Product key í setup allt án vandkvæða. (Eina bilana
lýsing sem fékkst var sú að "tölvan vildi ekki fara í windows setup)

Fyrir þessa vinnu var einungis rukkað lágmarksgjald 3000kr.
Vinur þinn þrætti fyrir það að borga fyrir þessa vinnu þó að honum hafi
verið gerð full skil fyrir því að þetta væri ekki vinna sem unnin væri í
ábyrgð því vélbúnaður vélarinnar var í lagi að frátaldri samsetningu.

________________________

Svo kemur hann með vélina aftur á verkstæðið og kennir aflgjafanum um
og heimtar nýjann (Taktu eftir að við höfum selt vel á hundrað svona PSU
án nokkura vandræða heima hjá fólki) Allt í lagi með það, skiptum
aflgjaanum út í ábyrgð.
_________________________
Í þriðja sinn kemur hann og er bara harður á því að aflgjafinn sé bilaður
og heimtar annann dýrari með frekju, sem hann fær því við erum farnir
að trúa því að aflgjafinn sé bilaður þrátt fyrir að vélin hafi verið prófuð
tvisvar hjá okkur og gengið eins og klukka.
_________________________

Það sem ég tel vera að er það að það er verið að tengja einhvern USB
búnað við tölvuna sem leiðir út eða eitthvað slíkt og vegna þess að þessir
nýrri aflgjafar eru með útsláttar rofa sem margir gamlir aflgjafar höfðu
ekki sé ástæðan fyrir því að hún virkar með gamla aflgjafanum.



Skjámynd

Pandemic
Stjórnandi
Póstar: 3774
Skráði sig: Fim 31. Júl 2003 15:25
Reputation: 135
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Pósturaf Pandemic » Mið 16. Jan 2008 23:45

Björgvin og co. feila aldrei, Mér sýnist líka þeir hafa reynt að gera allt til að hjálpa "vini" þínum, en samt er hann bara með frekju*
Það er einhver faktor sem er slá vélinni út hjá ykkur, eins og TechHead nefndi og ég sjálfur þá er þetta dæmigert gamall og lélegur Power kapall, of mikið rafmagnsálag á USB-port eða leiðir út frá einhverjum aukabúnaði. Það seinasta sem ég myndi giska á er móðurborðið.

Tölvuvirkni eru greinilega að gera ALLT sem þeir geta til að hjálpa ykkur og ég ætla að trúa því í gegnum netið því það eina sem ég hef nokkurntímann farið með í viðgerð á ævinni fór til Tölvuvirkni og það voru mín mistök og hann rukkaði mig ekki krónu.



Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 17205
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2369
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Tengdur

Pósturaf GuðjónR » Mið 16. Jan 2008 23:49

TechHead skrifaði:
Viktor skrifaði:Gaurarnir í Tölvuvirkni voru ekkert til í að gera fyrir hann.


Bíddu nú við? Ekkert til í að gera fyrir hann?
Gerðum nú allt sem í okkar valdi stóð til að komast að því hvort eitthvað
væri að búnaðinum sem hann keypti í hjá okkur og létum hann hafa dýrari
aflgjafa honum að kostnaðarlausu, þrátt fyrir það að búnaðurinn sem hann
keypti hjá okkur hafi verið í fullkomnu lagi.

Þegar komið var með tölvuna fyrst til okkar á verkstæðið (taktu eftir að við
tókum ekki að okkur að setja hana saman) þá ræsti vélin ekki upp og
samsetning vélarinnar var skoðuð of eftirfarandi fannst að:

Harðdiskur tengdur með bæði 12v SataPower tengi og 12v Molex. -lagað
Ein platan í Faceplate var fyrir skjákortstengi móðurborðs og platan þvingaði því móðurborðið - lagað
Geisladrif tengt á slave en ekki master -lagað.
Notast við molex straumtengja splitter í Skjákort í stað dedicated
straumtengis úr aflgjafa -lagað.

Þegar búið var að fara yfir áðurupptalda hluti og resetta BIOS var vélin
ræst og gekk hún eðlilega. Windows setup var keyrt og farið að þeim stað
þar sem beðið er um Product key í setup allt án vandkvæða. (Eina bilana
lýsing sem fékkst var sú að "tölvan vildi ekki fara í windows setup)

Fyrir þessa vinnu var einungis rukkað lágmarksgjald 3000kr.
Vinur þinn þrætti fyrir það að borga fyrir þessa vinnu þó að honum hafi
verið gerð full skil fyrir því að þetta væri ekki vinna sem unnin væri í
ábyrgð því vélbúnaður vélarinnar var í lagi að frátaldri samsetningu.

________________________

Svo kemur hann með vélina aftur á verkstæðið og kennir aflgjafanum um
og heimtar nýjann (Taktu eftir að við höfum selt vel á hundrað svona PSU
án nokkura vandræða heima hjá fólki) Allt í lagi með það, skiptum
aflgjaanum út í ábyrgð.
_________________________
Í þriðja sinn kemur hann og er bara harður á því að aflgjafinn sé bilaður
og heimtar annann dýrari með frekju, sem hann fær því við erum farnir
að trúa því að aflgjafinn sé bilaður þrátt fyrir að vélin hafi verið prófuð
tvisvar hjá okkur og gengið eins og klukka.
_________________________

Það sem ég tel vera að er það að það er verið að tengja einhvern USB
búnað við tölvuna sem leiðir út eða eitthvað slíkt og vegna þess að þessir
nýrri aflgjafar eru með útsláttar rofa sem margir gamlir aflgjafar höfðu
ekki sé ástæðan fyrir því að hún virkar með gamla aflgjafanum.

Gátuð þið ekki gert neitt meira? :arrow:



Skjámynd

Höfundur
Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6855
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 962
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf Viktor » Fim 17. Jan 2008 00:00

Finnst ótrúlegt af þér að nota orðið "heimta" í þessu máli. Mér finnst ekkert sjálfsagðara en að þegar maður kaupir nýjar vörur, by the way þá voru þetta allt vörur keyptar hjá ykkur nema harður diskur+cd drif sem þeir prufuðu að aftengja, og ekkert skeði.

Bíddu nú við? Ekkert til í að gera fyrir hann?

Ég sé ekki hvernig það hjálpar honum að skoða tölvuna á eina staðnum sem hún virkar á. Hvernig ætliði að finna vandamál ef þið viðurkennið ekki að það sé til staðar?

TechHead skrifaði:Svo kemur hann með vélina aftur á verkstæðið og kennir aflgjafanum um
og heimtar nýjann


Rangt, hann var búinn að fara þangað áður, þar var hann spurður hvort það hafi eitthvað USB verið tengt og hann svaraði "Nei, prufuðum að hafa bara skjá + rafmagn og hún restartaði sér" og skýringin sem var gefin var sú að það hlyti eitthvað að vera að power snúrunni. Hann heimtaði engan nýjan.

Finnst þér eitthvað að því að kenna aflgjafanum þegar það er búið að prufa annað hús, og þegar nýr aflgjafi var notaður, þá ræsti tölvan sig heima hjá þeim? En ekki með hans aflgjafa? Finnst þetta segja sig sjálft að það sé eitthvað að.

Í þriðja sinn kemur hann og er bara harður á því að aflgjafinn sé bilaður
og heimtar annann dýrari með frekju, sem hann fær því við erum farnir
að trúa því að aflgjafinn sé bilaður þrátt fyrir að vélin hafi verið prófuð
tvisvar hjá okkur og gengið eins og klukka.


Heimtar annan dýrari? Hvað ertu að bulla? Ég fór með honum í þessa ferð og þetta gekk svona fyrir sig:
Hann segir: ,,Jæja, þessi aflgjafi er ekki alveg að gera sig á mínu heimili"
Maður í verslun: ,,Ok" og hann réttir honum þennan nýja aflgjafa. Þvílík frekja.

Það sem ég tel vera að er það að það er verið að tengja einhvern USB
búnað við tölvuna sem leiðir út eða eitthvað slíkt og vegna þess að þessir
nýrri aflgjafar eru með útsláttar rofa sem margir gamlir aflgjafar höfðu
ekki sé ástæðan fyrir því að hún virkar með gamla aflgjafanum.


Það bara stenst ekki. Þeir prufuðu marg oft að hafa bara skjá+power og ekki virkaði það. Ég horfði á það.

Þetta lýtur út fyrir mér að Tölvuvirkni hafi einfaldlega ekki trúað að tölvan virkaði ekki hjá honum af því að hún virkaði alltaf á verkstæðinu.

Ég vill undirstrika það að sá sem keypti þessar vörur ber ENGA ábyrgð á mínum skrifum.

Pandemic skrifaði:Það er einhver faktor sem er slá vélinni út hjá ykkur, eins og TechHead nefndi og ég sjálfur þá er þetta dæmigert gamall og lélegur Power kapall, of mikið rafmagnsálag á USB-port eða leiðir út frá einhverjum aukabúnaði. Það seinasta sem ég myndi giska á er móðurborðið.

Furðulegt. Það voru prufaðar um það bil 5 power snúrur, þar á meðal ný úr tölvuvirkni. Svo var ekkert tengt í tölvuna nema skjár + aflgjafi. Prufað ir voru alls 3 skjáir, 3 innstungur í einu húsi, 3 power kaplar þar, svo var farið í annað hús, fleiri kaplar prufaðir þar, annar skjár.
Ekkert gerðist fyrr en þeir tengdu við aflgjafa í annari tölvu.

Pandemic skrifaði:Björgvin og co. feila aldrei, Mér sýnist líka þeir hafa reynt að gera allt til að hjálpa "vini" þínum, en samt er hann bara með frekju*

Eh? Eru þetta svona "þú ert vinurinn" gæsalappir? Held að þeir hjá tölvuvirkni geti alveg staðfest að sá sem keypti þetta heitir ekki Viktor. Ef það er eitthvað vandamál.

Finnst svo furðulegt að kalla það frekju að finnast að þegar maður kaupir vöru þá eigi hún að virka á venjulegu heimili. :o Veit að allir sem ég þekki eru á minni skoðun, findist ótrúlegt ef einhver hérna væri á öðru máli. Ætli hún hafi ekki bara umbreyst alltaf í hvert skiptið sem hún fór í bílinn heim, svo lagast á leiðinni í verkstæðið í tvö skipti.
Síðast breytt af Viktor á Fim 17. Jan 2008 07:33, breytt samtals 1 sinni.


I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB


Selurinn
Kerfisstjóri
Póstar: 1230
Skráði sig: Fös 24. Feb 2006 15:51
Reputation: 2
Staðsetning: Mhz
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf Selurinn » Fim 17. Jan 2008 00:28

Gvuð minn almáttugur ég þoli ekki svona vesen í kringum fólk!

*sheds a tear :(*




TechHead
Geek
Póstar: 822
Skráði sig: Þri 23. Nóv 2004 14:56
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf TechHead » Fim 17. Jan 2008 08:42

Selurinn skrifaði:Gvuð minn almáttugur ég þoli ekki svona vesen í kringum fólk!

*sheds a tear :(*


hehe segðu :roll:




Windowsman
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 378
Skráði sig: Sun 23. Sep 2007 11:57
Reputation: 0
Staðsetning: við tölvu
Staða: Ótengdur

Pósturaf Windowsman » Fim 17. Jan 2008 08:59

Afhverju bað hann ekki um að fá viðgerðarmann heim með sér og sýna honum að þetta virkaði ekki?



Skjámynd

elv
Of mikill frítími
Póstar: 1980
Skráði sig: Sun 23. Mar 2003 21:53
Reputation: 19
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf elv » Fim 17. Jan 2008 09:34

Windowsman skrifaði:Afhverju bað hann ekki um að fá viðgerðarmann heim með sér og sýna honum að þetta virkaði ekki?



Myndi hann vilja borga það :roll: Efa það stórlega
Voða erfit fyrir verslunina þegar allt virkar hjá þeim , en ekki heima hjá honum.




Dazy crazy
ÜberAdmin
Póstar: 1317
Skráði sig: Fim 29. Nóv 2007 23:46
Reputation: 5
Staðsetning: Lýtó
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf Dazy crazy » Fim 17. Jan 2008 10:21

fyrir löngu þá var til tölva heima sem gerði þetta sama, hún virkaði ekki heima en virkaði á verkstæði og skýringin á því var sú að hún var sett í skottið og kólnaði og svo tekinn beint úr kuldanum inn á verkstæði og þá virkaði hún og þá var það harði diskurinn sem var farinn að stirðna og lagaðist í frosti og þá var hann settur með reglulegu millibili í frystikistuna og svínvirkaði eftir það.

ÞETTA ER DAGSATT.


Klám og stríð er undirstaða allrar tækni!


ÓmarSmith
Vaktari
Póstar: 2550
Skráði sig: Fim 13. Júl 2006 19:30
Reputation: 44
Staðsetning: Kópavogur
Staða: Ótengdur

Pósturaf ÓmarSmith » Fim 17. Jan 2008 10:45

Stórefa að það sé case-ið. Stebbi hefði bara átt að skutlast heim til kauða til að staðfesta þetta.

Annars er spurning um að raða vélinni saman alveg frá grunni aftur. Hvort gæti hafa verið móðurborðið með fail eða hvað það var.

Ég lennti í bölvuðu vesenni um daginn og lét TölvutækniPésa og Klemma setja vélina undir hnífinn og hún svinvirkaði hjá þeim.
Well.

Ég fór aftur heim en ekkert gerðist, í annað skiptið sem hún fór þangað kom það svo upp á bátinn að þetta var Móbóið sem var grillað og PSU-ið í seinna skiptið ;)

Ég fékk bara að sjálfsögðu nýtt móðurborð en psu-ið var gamalt þannig að ég splæsti bara sæll og glaður í nýtt 700W Kvikindi og vélin hefur ekki feilað síðan.


En með fullri virðingu fyrir TechHead og hans verslun ( ég hef persónulega bara fengið ljómandi þjónustu þarna og fínt spjall ) En þá hafa komið upp fleiri en 1 og 2 svona leiðindar sögur frá þeim og þeirra viðgerðum :S

Hvort það sé alveg rétt sem notendur skrifa veit ég auðvitað ekki.

Eiiiina sem mér þykir afspyrnu lélegt af þeim er að gera ekki meira af því að REMBAST við að panta meira af Guitar Hero 3 á Xbox360 ;)

Ég væri búinn að senda amk 4 til þeirra ef þetta væri til..hehe


Gigabyte Aorus Elite V2 * Ryzen 5 5600x * Nvidia RTX3080 * 16Gb Corsair LPX CL16 3600 * Corsair RM850x * Acer Predator X34 34" 100hz * Corsair Carbite 400D * Sennheiser HD560s


TechHead
Geek
Póstar: 822
Skráði sig: Þri 23. Nóv 2004 14:56
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf TechHead » Fim 17. Jan 2008 11:07

elv skrifaði:
Windowsman skrifaði:Afhverju bað hann ekki um að fá viðgerðarmann heim með sér og sýna honum að þetta virkaði ekki?



Myndi hann vilja borga það :roll: Efa það stórlega
Voða erfit fyrir verslunina þegar allt virkar hjá þeim , en ekki heima hjá honum.


Naglinn sleginn á höfuðið