Síða 1 af 1
taka skjákort vinnsluminni af þeim 3,5 gígabætum sem xp les?
Sent: Lau 12. Jan 2008 20:47
af Dazy crazy
Ég hef séð að fólk er að tala eitthvað um að xp sjái ekki öll 4 gígabætin af vinnsluminni og ég er með 4 gígabæt vinnsluminni en 2x512mb skjákort taka 1 gígabæti af vinnsluminninu (right?)
tölvan sínir ekki nema 2,5 gígabæt, er það þá vegna þess að xp sér bara 3,5 - 1 = 2,5 eða er hljóðkortið eða eitthvað annað að taka vinnsluminni líka?
allavega í tölvulistanum þá fékk bróðir minn sér acer fartölvu með 1gígabæti í sumar en tölvan sýndi bara 768 MB við fórum í tölvulistann og spurðum hvað væri að og hann sagði að skjákortið tæki 256MB
(asnalegt að selja tölvu með einungis 768MB með windows vista sem þarf lágmark 1gB)
það sem ég hélt var að skjákortið tæki sitt 1 Gb og svo myndi xp lesa þau 3 sem eftir væru, er það rangt?
taka skjákortin vinnsluminni 4GB-1GB=3GB og eitthvað annað tekur þetta 0,5GB sem eftir er og xp les restina eða tekur xp sín 3,5 og skjákortin taka af því sitt GB 3,5GB-1GB=2,5?
vona að þetta skiljist

Sent: Lau 12. Jan 2008 21:48
af GuðjónR
Ertu að spyrja að einhverju? eða segja okkur frá eitthvað?
Og titillinn...ég botna hvorki upp né niður í honum.
Sent: Lau 12. Jan 2008 21:53
af Dazy crazy
ég spurði alveg fullt
breytt og bætt, vona að þú skiljir það núna
Sent: Lau 12. Jan 2008 23:04
af Revenant
Svona til að fá þetta á hreint:
Ef þú ert með 4GB vinnsluminni þá getur XP bara notað 3,5GB af því (þetta er takmörkun af stýrikerfinu).
Vinnsluminni á skjákorti hefur engin áhrif á venjulegt vinnsluminni*.
* Þetta á bara við um borðtölvur. Fartölvur geta notað svokallað hypermemory til fá hluta af vinnsluminninu til sinni eigin nota. Þetta er gert t.d. til að spara rafmagn (færri hlutir -> minni rafmagnseyðsla) en þá er hluti af vinnsluminninu notaður sem video buffer.
Sent: Lau 12. Jan 2008 23:45
af Dazy crazy
ha, taka skjákortin ekki vinnsluminni af borðtölvunni minni, af hverju stendur þá bara 2,5 GB, í hvað fer eitt gýgabæt?
virkar þetta hypermomory þannig að skjákortið er ekki að nota sín 328 megabæt og í staðinn tekur það af vinnsluminninu, og hvernig tek ég það kjaftæði af.
rafmagnseyðsla pff
það kaupir enginn góða fartölvu með 17" skjá til þess að SPARA RAFMAGN!!!! (reyndar ætti enginn að kaupa fartölvu yfir höfuð til þess að vera notuð í eitthvað kröfuhart, fartölva á að vera léleg og bara til þess að ferðast með og skrifa glósur og eitthvað en borðtölvuna á að hafa góða, bang for buck r'sum. þetta er allavega
mín skoðun)
og af hverju er fólki ekki sagt frá því ef tölvan er gerð lélegri til að spara rafmagn, eiga bara allir að vita þetta. "#%/$%& Tölvulistinn
Kísildalur er bara málið

Sent: Mán 14. Jan 2008 10:06
af Halli25
Þær eru líka gerðar lélegri til að spara pening... svo þú færð það sem þú borgar fyrir

Sent: Mán 14. Jan 2008 11:43
af Dazy crazy
en ég get gert hana betri með einhverjum stillingum er það ekki, ef ég disablea það að skjákortið taki þessi 256mb af vinnsluminninu fer það þá sjálfvirkt að nota sín 3hundruð og eitthvað.
guð hvað ég hata tölvulistann, seldu mér drasl heyrnatól og þau brotnuðu á fyrstu vikunni en vildu ekki taka við þeim af því að það sá á þeim, ég gerði ekki neitt vont við þau, var bara að setja þau á mig og crash.
þetta eru/voru creative hs 600 og það er smá pinni sem heldur eyrunum á þessu drasli og ég er bara fúll!!

Sent: Mán 14. Jan 2008 12:26
af Blackened
Gaur.. lestu þér til eða eitthvað
í fartölvum er oftast Skjástýring.. sem er ekki það sama og skjákort, og skjástýringin getur notað vinnsluminnið í tölvunni fyrir videobuffer og svoleiðis afþví að skjástýringar hafa yfirleitt ekkert minni innbyggt.
Skjákort í venjulegum borðtölvum eru bara með innbyggð minni og þau koma vinnsluminninu í tölvunni EKKERT við..
þú sérð bara 3.5gíg af 4 í Windows XP afþví að það er 32bit og 32bit styður bara ekki meira minni en þetta (ef þú vilt vita afhverju þá geturu googlað það)
Ef að þú myndir fá þér 64bita stýrikerfi þá myndiru sjá öll 4 gígabætin
Og auðvitað vilja tölvulistinn ekki taka við heyrnatólunum þínum þó að þú hafir þursast til að brjóta þau á fyrstu vikunni..
Þetta væri eins og ég myndi óvart missa skjáinn minn í gólfið fljótlega eftir að ég fengi hann og myndi ætlast til að búðin sem seldi mér hann myndi bæta mér tjónið..
Ef að þú ætlar að kaupa þér heddfóna þá kaupiru þér bara Sennheiser eða eitthvað

getur ekki klikkað
Sent: Mán 14. Jan 2008 12:46
af Dazy crazy
ég sé bara 2,5 gígabæt af þessum 4
ég ætla ekki að svara hinu því að það gæti verið bara kannski stjarnfræðilega rétt hjá þér.
þetta er acer aspire 9300 með 17" skjá og það stendur á miðanum á henni að hún sé með 6000-6400 eitthvað geforce skjákort 386 MB
Sent: Mán 14. Jan 2008 13:40
af einzi
Mér skillst að það magn af lausu physical minni sem þú sérð ráðist af hardware í tölvunni þinni. Microsoft stækkaði minnið víst sem hardware fær að nota í SP2 og hver veit nema þetta sé eitthvað extreme case hjá þér
Microsoft skrifaði:http://support.microsoft.com/kb/888137/en-usNote If you disable PAE mode on a computer that has 4 GB of RAM, the
System Properties dialog box may report approximately 3.12 GB of RAM, and the System Information tool may report that the total physical memory is approximately 2,710.00 MB. The same values are reported after you upgrade to Windows XP SP2
svo er það önnur spurning .. ertu viss um að það séu 4 gíg í tölvunni?
Sent: Mið 16. Jan 2008 21:22
af Dazy crazy
er eg viss!! er ekki allt i lagi hja ther kallinn.
kisildalur auglysti tolvuna med 4 gigum og tha er hun med 4 gigum og svo ef thad stendur 2,5 tha er hun allavega ekki med 2
Sent: Mið 16. Jan 2008 23:34
af beatmaster
og afhverju í ósköpunum ertu ekki búinn að hafa samband við Kísildalsmenn og spyrja þá hvað sé málið

Sent: Fös 18. Jan 2008 00:14
af Dazy crazy
ég er í löngum og erfiðum skóla og hef ekki tíma nema um helgar og tók ekki eftir þessu fyrr en í þessari viku.
Sent: Sun 20. Jan 2008 17:17
af Taxi
Sko málið er að 3,5.GB er FRÆÐILEGT hámark fyrir 32-bita XP/Vista stýrikerfi.
En það fer eftir því hversu mikið af vélbúnaði er í tölvunni,þú ert líklega með fullhlaðna vél,2 skjákort,4xDDR2,hljóðkort og þráðlaust netkort.
Eftir því sem kortum í móðurborðsraufunum fjölgar minnkar minnið um 256MB fyrir hvert kort, 4 kort = -1GB sem við tökum af 3,5 hámarkinu = 2,5GB sem þú sér í 32-bita XP/Vista.
Ekki kenna neinu nema Microsoft um þetta vandamál,þetta er bara memory adressing vandamál sem hefði verið hægt að forðast.(MS guggnaði á að fara alveg yfir í 64-bita kerfi)
þú þarft bara 64-bita stýrikerfi og 4GB verða til ráðstöfunar þar.

Sent: Sun 20. Jan 2008 18:14
af -Oli-
er þetta ekki líka svona hjá vista kerfinu, ég er með 4gb en sé bara um 3,25gb?
Sent: Sun 20. Jan 2008 21:04
af Dazy crazy
Jú hjá vista 32 bita kerfinu.
Takk Taxi