Síða 1 af 1

Uppfærsla, SLi vs Single

Sent: Mið 09. Jan 2008 15:36
af einzi
Jæja

Ég er aðeins að spá í smá uppfærslu. Svona er málið

Ég er með MSI nVidia NX7900-GTO 512MB kort og er mjög sáttur við það en nú langar mér aðeins að fá meira power. Ég hef verið að spá hvort ég ætti að fá mér stærra kort eða hvort ég ætti að fá mér SLI móðurborð, og þá annaðhvort finna mér annað nx7900 kort eða fá mér 2x 8600 kort.

Og þá eru það spurningarnar:

Ef ég fengi mér singe kort er þá nx8800gt/gto/gtx málið?
8800 og 8600 styðja jú DX10 en ég er svo helvíti fastur á því að fara ekki í Vista að ég sé ekki að græði á því.

Ef ég fengi mér SLI hvort ætti ég að fá mér 2x nx7900gto eða fá mér 2x nx8600gt

Hvað skal gera :P

Sent: Mið 09. Jan 2008 15:40
af TechHead
Færð þér 1x 8800GTS 512mb PUNKTUR

Sent: Mið 09. Jan 2008 15:53
af ÓmarSmith
Jesús Einzi. Þú ættir að vera nógu skólaður til að vita að þú eyðir ekki pening í 8600 kort SLI þegar 1stk 8800GT er öflugra og kostar svipað.

TAla nú ekki um ef þú vildi svo enn meira power og bættir við öðru 8800GT.

En ég myndi eins og staðan er í dag splæsa í 8800GTS (G92) kortið. Það er á um 37000 ódýrast og það er alveg fjári öflugt kort. Það er alveg á pari við 8800GTX kort en töluvert ódýrara.

Ef þér liggur ekki lífið á þá er von á nýju línunni frá Nvidia núna í Febrúar og eru það kort sem kosta um 450 dollara og eiga skv Toms Hardware að vera um það bil 30% öflugri en 8800 Ultra sem er öflugasta kortið í dag.

Og ég mæli bara með því að bíða, því það er svo fjári stutt í þessi kort sem lofa alveg rosalega góðu.

Sent: Mið 09. Jan 2008 16:13
af TechHead
ÓmarSmith skrifaði:Það er á um 37000 ódýrast


Hell NO. Fæst á 31860 hjá okkur í Tölvuvirkni :8)

Sent: Mið 09. Jan 2008 19:03
af einzi
Jesús Ómar :) Þó að ég sé nú nokkuð skólaður þá er þetta ekki mín sterkasta hlið. Dæmið með 8600 varpaði ég svona aðallega með af gamni svo menn hefðu nú eitthvað til að rífast yfir. Var svona farinn að lítast best á að fá mér single kort því það svona hefur minnstan kostnað í kringum sig.
Mér liggur svo sem ekkert á en er farinn að spá aðeins í að buffa vélina aðeins upp.

En hvaða nýja lína er að koma frá nvidia ( var það kannski 9800GX2 Quad SLi ready kortið)? þá erum við að tala um $450 og þá líklegast 50-60 þús komið á klakann.

Sent: Mið 09. Jan 2008 21:10
af ÓmarSmith
Það er bara svo erfitt að segja. Það á að koma 9800 GTS og GTX og eflaust þá GX2 líka.

Fyrst þegar ég las um 9800GTS var talað um að það eitt og sér yrði ódýrt og nokkuð á pari við 8800 Ultra eða öflugra.

En maður veit aldrei fyrr en þau koma svo .