Ætli það fari ekki eftir hvað þú ert til í mikið vesen og hvað þú þarft raunverulega mikla kælingu.
Ég hef séð vatnskælingu með vatnskassa og stórri og hæggengri viftu sem heyrist lítið í. Tekur pláss og er samt með viftu.
Ég hef einnig séð utanáliggjandi kæliturn sem er með marga lítra í riffluðum kæliturni sem notar mikla vatnsmiðlun til að kæla viftulaust og er algerlega hljóðlaust. Þetta er náttla flottasta kælingin en er fyrirferðarmikil og dýr.
http://www.directron.com/reserator2.html
Mitt álit er að það er eins gott að eyða pening í góða og hljóðláta loftkælingu en að eyða ennþá meiri pening í lélega vatnskælingu. Já, nú eða bara spandera í verulega flotta vatnskælingu ef maður er tilbúinn að spandera í þetta. Ef sú flotta verður fyrir valinu er eins gott að panta bara að utan sjálfur, sennilega ódýrara og meira úrval.