Enn sem áður var ég að surfa á tom's hardware síðunni og rakst á uppfærslu samanburð á móðurborðum. Þegar AMD hleypti Phenom af stokkunum vildu þeir meina að hann gengi í AM2, AM2+ og AM3 socket og væri því góður uppfærslumöguleiki þar sem hann gengi í eldri borð líka því hann er backward's combatible í hypertransport.
Tom's hardware ákváðu að prufa þetta þar sem nú væri liðinn mánuður frá því að AMD sleppti Phenom út og töldu þeir það nægan tíma fyrir móðurborðsframleiðendur að gefa út biosupdate. Phenom gekk ekki í neitt móðurborðanna sem þeir prufuðu án þess að updatea bios. Prufuð voru 10 borð en örgjörfinn gekk aðeins í 2 borð af þeim og sum af þessum móðurborðum voru með allt að ársgömlum uppfærslum þó að þau hafi verið álitin high-end móðurborð.
Það er því ólíklegt að það gangi öllum vel að uppfæra í Phenom sem hafa áhuga á slíku vegna skorts á uppfærslum á bios en, nota bene er bara liðinn mánuður frá því að Phenom var gefinn út og allar líkur eru á að framleiðendur móðurborða fari að hysja upp um sig buxurnar og fari að hrækja út bios uppfærslum á næstunni auk þess sem móðurborð með spider kubbasettinu fara að koma út.
Greinin:
http://www.tomshardware.com/2007/12/26/phenom_motherboards/
Ég hef alltaf verið hallur undir AMD og ég er farinn að pæla í Intel útaf sucky benchmarka hjá AMD, nú eða hreinlega bara leyfa gamla rokknum að ganga í hálft ár í viðbót og sjá hvort AMD hysji ekki upp um sig brækurnar.