Síða 1 af 1

Hýsing sem styður SATA

Sent: Lau 29. Des 2007 21:03
af Viktor
Var að kaupa iMicro hýsingu frá Task http://task.is/?prodid=2598.
Ég spurði starfsmanninn hvort það virkaði að setja SATA2 disk í hann, og hann sagðist ekki vera viss. Svo hann kíkti í Manualinn og sá að það var max data rate 3.000MB svo þetta virkaði með SATA2.
Svo kem ég heim, set glænýan 500GB WD sata2 disk í og set í gang, en ekkert kemur á skjáinn um að USB hýsing hafi tengst.

Re: Hýsing sem styður SATA

Sent: Lau 29. Des 2007 21:22
af CendenZ
Viktor skrifaði:Var að kaupa iMicro hýsingu frá Task http://task.is/?prodid=2598.
Ég spurði starfsmanninn hvort það virkaði að setja SATA2 disk í hann, og hann sagðist ekki vera viss. Svo hann kíkti í Manualinn og sá að það var max data rate 3.000MB svo þetta virkaði með SATA2.
Svo kem ég heim, set glænýan 500GB WD sata2 disk í og set í gang, en ekkert kemur á skjáinn um að USB hýsing hafi tengst.


Ég lendi alltaf í veseni með þessa utanáliggjandi sata2 flakkara

Eilífðarrafurmagnsvesen, er allt tengt og er ekki auka usb tengi fyrir rafmagn ?

Re: Hýsing sem styður SATA

Sent: Lau 29. Des 2007 21:38
af Viktor
CendenZ skrifaði:
Viktor skrifaði:Var að kaupa iMicro hýsingu frá Task http://task.is/?prodid=2598.
Ég spurði starfsmanninn hvort það virkaði að setja SATA2 disk í hann, og hann sagðist ekki vera viss. Svo hann kíkti í Manualinn og sá að það var max data rate 3.000MB svo þetta virkaði með SATA2.
Svo kem ég heim, set glænýan 500GB WD sata2 disk í og set í gang, en ekkert kemur á skjáinn um að USB hýsing hafi tengst.


Ég lendi alltaf í veseni með þessa utanáliggjandi sata2 flakkara

Eilífðarrafurmagnsvesen, er allt tengt og er ekki auka usb tengi fyrir rafmagn ?


Það er allt tengt, og eitthvað tengi sem er tengt í rafmagn :o

Sent: Sun 30. Des 2007 10:57
af Pandemic
SATA2 diskar eru nákvæmlega sömu diskar og SATA diskar yfir höfuð það eina sem þetta 2 vísar í er feature set sem diskurinn bíður uppá og því ætti ekki að skipta neinu máli hvort hýsingin styðji SATA2 því að ef svo er ekki þá virkar þetta feature set bara ekki. As simple as that.

Sent: Þri 01. Jan 2008 23:14
af Viktor
Þetta hefur verið lagað :)
Fór í Administrative Tools og þaðan í Disk Management. Vandamálið fólst í því að ekki var búið að setja NTFS format í gang á honum eða setja hann upp eins og HDD yfir höfuð. "Formataði" hann(hann var tómur) og nú virkar þetta fínt :) Takk fyrir svörin.