Síða 1 af 1

Creative 580

Sent: Fim 27. Des 2007 21:24
af IL2
Ég var niðri í Tölvutekk áðan og sá að þeir voru að selja þessa hátalara á 3.000. Það er náttúrulega enginn peningur fyrir 5.1 kerfi en nokkuð líklegt að hljómurinn sé í samræmi við það.

Ég reyndi að Googla þá en fékk ekkert af viti. Samt er ég að velta því fyrir mér hvort það sé gáfulegt að kaupa þá sem alhliða hátalara. Hefur einhvern reynslu af þeim

Sent: Fim 27. Des 2007 23:07
af TechHead
SBS 580 Speccar

Samkvæmt þessum speccum er þetta hátalarasett að skila 41 RMS W. og 78 Peak W.

Reyndar er SNR ekki nema 80db með 40Hz ~ 20kHz tíðni þannig að þetta er
svona bónus sett =)

Sent: Fös 28. Des 2007 09:15
af IL2
Já, ég geri mér fulla grein fyrir því. En sem sett fyrir fólk sem gerir ekki of miklar kröfur, held ég að þetta sé í lagi. Hlýtur að vera betra en plast hátalarar. Enda þegar maður horfir á hátalarasett við hliðina á þeim sem eru 2-3 falt dýrari hlýtur það að segja manni eitthvað.