Síða 1 af 1

Acer 22" upplausn.

Sent: Mán 24. Des 2007 20:50
af notendanafn
Sælir,

Var að prófa jólagjöfina. Og ég er með hann tengdann við fartölvuna mína í VGA tengið. Ég er með stillt á 1680 x 1050 upplausn, eeeen það er eins og hún passi ekki, s.s. ég desktoppið er stærra en skjárinn, ef að ég færi músina útí hliðar skjásins, þá færist desktoppið.

Vonandi skiljiði hvað ég á við, þetta er mjög svipað og að vera með "zoom" ið á, á DigitalIsland, sé s.s. bara eins og það sé zoomað. Ef að þetta útskýrir vandamálið betur.

Gæti vandamálið verið útaf því að ég er með hakað í "Extend my desktop to this screen?" er btw líka með 1680x1050 upplausn á fartölvunni.
Hvað á ég að haka í, í staðinn?

Takk fyrir og gleðileg jól.

Sent: Mán 24. Des 2007 23:53
af hsm
Ég lenti í þessu með ASUS 7800GTX skjákorti, var með ASUS driver installaðan.
Þetta var ekki fartölva en samt sem áður þá erum við að tala um sömu upplausn.
Ég setti inn driverinn frá Nvidia og þá lagaðist þetta.
Þetta er bara svona hugdetta því að vandamálið lýsir sér eins :)
Var með upplausnina stillta á 1050 X 1680 sama og skjárinn minn er og ég þurfti samt að skrolla til hliðar, eins og myndin passaði ekki á skjáinn.

Sent: Þri 25. Des 2007 00:16
af notendanafn
Takk fyrir svarið,

Ég leitaði á netinu af ATI driverum, og það er greinilega mjög lítið framboð af driverum fyrir þetta gamla kort, nema frá Omega.

Ég dl-aði og installaði Omega driver. Og núna er allt í topplagi, nema að það sést engin mynd á fartölvunni, mjög fín mynd á Acer skjánum, en sé ekkert á fartölvunni, og já e´g er búinn að fkta fullt í properties.

:/

Einhverjar hugdettur?