Síða 1 af 1
8800GTS
Sent: Sun 16. Des 2007 23:59
af tonycool9
ég er með 8800 GTS 320mb yfirklukkað í 590/1840.. ef eg nú fæ mér 8800 gts 512 mb utgafuna(G92) myndi eg sja einhvern mun a performencinu i leikjum og svoleiðis?

Sent: Mán 17. Des 2007 00:42
af Yank
Fer allt eftir því í hvaða upplausn þú ert að spila og hvaða gæðum. Ef þú ert að spila leiki í 1680x1050 eða hærri upplausn með allt í botni t.d. anti-aliasing x8 eða anisotropic filtering x16. þá já.... þú finnur töluverðan mun í sumum nýrri leikjum, þó ekki öllum. Það er vegna þess að þá fara 320MB af minni að vera takmarkandi á fjölda ramma.
Annars er í vinnslu umfjöllun um 8800GTS G92 samanborið m.a. við 8800GTS 320MB, sem kemur til með að segja þér allt um þetta.
Sent: Mán 17. Des 2007 02:58
af tonycool9
ég er að stefna á það að spila leikina í 1280x1024 í svona bestu gæðunum þannig séð.. nú í augnablikinu þá er ég að (það er rangt að tala um að rönna, ég lofa að vanda málfar mitt annars verð ég bannaður, lengi lifi ritskoðun!) leiki eins og call of duty 4 með allt i hæsta, er að fá svona 45-65 fps og i crysis er ég með allt í high, nema skuggana i low og er þar ekki með nema 25 fps..myndi þetta til dæmis laga það eitthvað?
Sent: Mán 17. Des 2007 08:52
af Yank
Spurning hvað þér finnst um að keyra Crysis í 1280x1024 með að meðaltali 38 FPS ef þú ert ekki sáttur við yfir 45 í COD4.
En allavega það munar svona um 10 römmum að meðaltali í Crysis í þessari upplausn.
Sent: Mán 17. Des 2007 20:21
af tonycool9
cod4 ver nu nidur i 45 i versta falli.. er nu yfirleitt alltaf að na honum yfir 60

.. en crysis i 38 væri nu alveg agætt, eða væri kannski skynsamlega að bíða bara eftir nyju kortunum fra nvidia ?
Sent: Mán 17. Des 2007 21:10
af halldorjonz
tonycool9 skrifaði:eða væri kannski skynsamlega að bíða bara eftir nyju kortunum fra nvidia ?
uuu ja
Sent: Mán 17. Des 2007 22:56
af tonycool9
og hvenær eiga þau að koma út ?
Sent: Þri 18. Des 2007 00:21
af ÓmarSmith
Jan-Mars 2008.
Veit engin alveg nákvæmlega.
Myndi reikna með mars-april á Íslandi.
Sent: Þri 18. Des 2007 00:59
af tonycool9
og væri þá ekki skynsamlegra að bíða bara með þetta ?
Sent: Þri 18. Des 2007 01:09
af zedro
tonycool9 skrifaði:og væri þá ekki skynsamlegra að bíða bara með þetta ?
Thjah nema þú skítir peningum
Bara peningaeyðsla tugir þúsunda fyrir nokkur FPS

Sent: Þri 18. Des 2007 12:29
af wICE_man
tonycool9 skrifaði:og hvenær eiga þau að koma út ?
Í lok mars er svona það sem er "Official" eða "Late Q1" eins og það heitir á frummálinu. En það er reyndar afar lítið vitað um þessi kort og hvort að það verði stórar breytingar á þeim eða á hvaða verðum þau verða seld.