Zedro skrifaði:Ef það er frekar yfir budgettinu þínu þá geturu sleppt einu GT kortinu
og er kominn í kringum 100 kallinn fyrir vél sem er nokkurveginn
identical tolvutæknis vélinn en miklu flottari og betri kassa.
Verð nú að vera ósammála þér þarna. Ef við byrjum á því að líta á ástæðuna fyrir því að þá væri Kísildalsvélin ódýrari (ef við miðum aðeins við 1stk. GT), þá er það nokkuð greinilega vegna þess að hún er með töluvert slakari örgjörva. Ég tel að
gröfin tali fyrir sig sjálf.
Einnig með þetta í huga að þá skiptir kassinn litlu máli í afköstum í leikjum (svo lengi sem við séum ekki að hugsa um hann sem flöskuháls í yfirklukkun) og af því gefnu tel ég að vélin hjá Tölvutækni væri að standa sig betur í leikjunum sökum afkastamun örgjörvanna (ef við erum ennþá að hugsa um 1xGT kort) en á móti kemur að sjálfsögðu að hún er ekki í jafn dýrum kassa og er aðeins dýrari heldur en vélin sem þú benntir á með breytingum.
Ef við gefum okkur að hægt er að breyta tilboðunum algjörlega eftir henntisemi bæði hjá Tölvutækni og Kísildal, þá finnst mér í rauninni ekki við hæfi að vera að henda hér fram hugmyndum hægri vinstri til að reyna að láta tilboðin koma sem best út í samanburði við tilboð hjá öðrum aðila, þar sem að sjálfsögðu geta tveir spilað þann leik.
Ég er ekki hlutlaus í þessari umræðu þar sem ég er starfsmaður hjá Tölvutækni, en mér finnst að hér hafi verið þörf á ábendingu og vona að því verði tekið sem slíkri en ekki sem áróðri.
Ég er eins og áður kemur fram ekki endilega að segja að vélin hjá okkur í Tölvutækni væri betri kostur heldur frekar myndi ég ráðleggja þeim sem er að pæla í vél að hugsa sig um hvaða þarfir hann hefur, hvað hann vilji leggja áherslu á og hvar hann vilji spara og hvar hann vilji eyða.